Björn Marinó Dúason

Björn Dúason - Ljósmynd; Kristfinnur

Björn Dúason fæddist á Ólafsfirði 20. júlí 1916. Hann lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 14. desember 2009 

Foreldrar hans voru  Dúi Kristinn Stefánsson organisti og verkstjóri, f. 19.8. 1890, d. 9.7. 1931, og Steinunn Björnsdóttir Schram fátækrafulltrúi, f. 25.8. 1888, d. 11.10. 1974. Foreldrar Björns fluttust til Siglufjarðar þegar hann var á öðru ári og þar ólst hann upp.

Björn var þríkvæntur.

Fysrta kona hans var Ólöf Margrét Bjarnadóttir, f. 17.9. 1918, d. 12.10. 1977.

Foreldrar hennar voru Bjarni Pálmason, skipstjóri, og Salóme Jónsdóttir. 

Dætur Björns og Ólafar Margrétar eru: 

Steinunn Dúa Björnsdóttir , f. 14.4. 1938, d. 18.9. 1996, 

Salóme Herdís Björnsdóttir, f. 15.6. 1939, og 

Gunnhildur Birna Björnsdóttir, f. 12.7. 1940.

Ólöf Margrét átti einnig dótturina Edda Bragadóttir, f. 21.3. 1943.

2. kona hans var Olga Þórarinsdóttir, f. 11.1. 1924, d. 30.7. 1967.

Foreldrar hennar voru Þórarinn Kristjánsson símritari og Kristín Sigtryggsdóttir húsfreyja. 

Björn og Olga voru barnlaus en ólu upp

Ólafía Margrét, f. 10.1. 1956, dóttur Steinunnar 

Dúa Björnsdóttir.

3. kona hans var Kristín Sigurðardóttir, f. 9.5. 1922, d. 21.10. 2001. Foreldrar Kristínar voru Sigurður Jónsson verslunarmaður, f. 16.11. 1891, d. 23.7. 1963, og Sigríður Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 19.11. 1891, d. 11.11. 1965.

Börn Björns og Kristínar eru

Helga Björnsdóttir, f. 4.11. 1948, og 

Sigurður Björnsson, f. 20.1. 1950.

Kristín átti einnig dótturina 

Sigríður Vilhjálmsdóttir, f. 9.9. 1943.

Björn stundaði á unglingsárum nám í kvöldskóla Siglufjarðar en fór síðan til náms við Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan prófum 1936. Hann vann við skrifstofustörf hjá Síldarútvegsnefnd og hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði 1936–1937, var kaupfélagsstjóri hjá Samvinnufélagi Fljótamanna í Haganesvík 1937–1941, deildarstjóri hjá Kaupfélagi Siglfirðinga 1942–1944.

Á árunum 1945–1954 var hann skrifstofustjóri og framkvæmdastjóri hjá Friðrik Guðjónssyni útgerðarmanni og Hraðfrystihúsinu Hrímni hf. á Siglufirði og rak einnig um árabil umboðs- og heildverslun á Siglufirði. 1955–1958 var hann skrifstofustjóri hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf., sveitarstjóri Miðneshrepps í Sandgerði var hann 1958–1962, við skrifstofustörf í Keflavík og Reykjavík 1963–1967 og við bókhald hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hf. 1968–1989.

Björn var alla tíð mikill félagsmálamaður, söng með karlakórnum Vísi á Siglufirði og starfaði með Leikfélagi Siglufjarðar sem leikari og leikstjóri. Síðar starfaði hann með Leikfélagi Ólafsfjarðar, taflfélagi Ólafsfjarðar og var einn af stofnendum félags eldri borgara í Ólafsfirði. Meðhjálpari var Björn í Ólafsfjarðarkirkju í 24 ár.

Björn gaf út bókina Síldarævintýrið á Siglufirði sem hefur að geyma minningar hans og samantekt frásagna frá fjórða, fimmta og sjötta áratug síðustu aldar þegar Siglufjörður var mesta síldarverstöð landsins.

Björn gaf einnig út bækurnar Heims um ból um jólasálminn alkunna og Hagyrðingur af Höfðaströnd. Björn skrifaði blaðagreinar og flutti fjölda útvarpserinda um áhugamál sín sem tengdust þjóðlegum fróðleik.