Bogi Sigurbjörnsson skattstjóri

Bogi Sigurbjörnsson

Bogi Guðbrandur Sigurbjörnsson                           

Bogi Sigurbjörnsson var fæddur 24. nóvember 1937 að Nefstöðum í Fljótum. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 9. desember 2013.

Foreldrar hans voru Sigurbjörn Bogason, fæddur 3. september 1906, dáinn 8. nóvember 1983 og Jóhanna Antonsdóttir, fædd 9. desember 1913, dáin, 1. nóvember 2004.

Systkini Boga eru: 

1) Anton Sigurbjörnsson, f. 1933, 

2) Guðrún Sigurbjörnsdóttir, f. 1942, 

3) Kristrún Sigurbjörnsdóttir, f. 1947, 

4) Stefanía Sigurbjörnsdóttir, f. 1949, 

5) Jón Sigurbjörnsson, f. 1950 og 

6) Ásgrímur Sigurbjörnsson, f. 1956.

Bogi Sigurbjörnsson kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurhelga Stefánsdóttir, 26. desember 1960. Hún fæddist í Ólafsfirði 4. nóvember 1936. Foreldrar hennar voru Jónína Kristín Gísladóttir, f. 24. ágúst 1895, d. 3. desember 1979 og Stefán Hafliði Steingrímsson, f. 9. maí 1892, d. 19. febrúar 1972. 

Bogi og Helga bjuggu allan sinn búskap á Siglufirði.

Þau eignuðust tvö börn: 

1) Kristínu Bogadóttir, f. 1959, eiginmaður hennar er Kristján Björnsson.

Þeirra börn eru:

Bogi Sigurbjörn Kristjánsson, f. 1984, 

Helga Sigurveig Kristjánsdóttir, f. 1988 og 

Elfa Sif Kristjánsdóttir, f. 1994,

fyrir átti Kristján þau 

Örna Kristjánsdóttir og 

Björn Kristjánsson. 

2) Sigurbjörn Bogason, f. 1964,

maki; Kristrún Snjólfsdóttir.

Þeirra börn eru

Tinna Rut Sigurbjörnsdóttir, f. 1988, 

Alex Már Sigurbjörnsson, f. 1992 og 

Bogi Sigurbjörnsson, f. 2004.

Bogi bjó á Skeiði í Fljótum til 22 ára aldurs en þá flutti hann til Siglufjarðar og hóf störf í Kjötbúð Siglufjarðar og þar vann hann þar til hann hóf störf á Skattstofu Norðurlands vestra, en áður hafði hann stundað nám í Verslunarskólanum í Reykjavík árin 1964-65. Hann starfaði á Skattstofunni á Siglufirði í 41 ár samfellt og þar af sem skattstjóri í 27 ár eða þar til hann lét af stöfum vegna aldurs 30. nóvember 2007.

Bogi var alla tíð mjög virkur innan Framsóknarflokksins og sat m.a. í bæjarstjórn Siglufjarðar fyrir flokkinn frá 1970 til 1986 og þar af var hann forseti bæjarstjórnar 1982-1986. Hann var varaþingmaður Framsóknarflokksins eitt kjörtímabil og að auki gegndi hann hinum ýmsu trúnaðarstörfum innan flokksins allt til dauðadags. Til fjölda ára ritstýrði hann Einherja, málgagni framsóknarmanna í Siglufirði. 

Bogi var mjög virkur í félagsstörfum og var félagi í Bridgefélagi Siglufjarðar, Blakklúbbnum Hyrnunni, Stangveiðifélagi Siglfirðinga, Skákfélagi Siglufjarðar, Lionsklúbbi Siglufjarðar og seinni árin stundaði hann golf af fullum krafti, auk þess að hafa spilað fótbolta og badminton á árum áður.