Markús Bergmann Kristinsson

Markús Kristinsson

Markús Kristinsson fæddist í Hafnarfirði 2. október 1930. Hann lést á lungadeild Landspítalans Fossvogi 21. júní síðastliðinn (2008).
Hann var sonur hjónanna Kristinn Bergmann Jónasson skipstjóri, f. 26.6.1899, d. 23.12. 1976 og Helga Markúsdóttir húsmóður og verkakonu, f. 31.1. 1906, d. 27.8. 2003.

Hálfsystkini Markúsar samfeðra voru
Kristjana Kristinsdóttir,
Alma Kristinsdóttir og
Halldór Kristinsson sem öll eru látin.

Markús Kristinsson kvæntist 2. október 1952 Soffía Sigurðardóttir, f. 29.04. 1933, dóttur hjónanna Sigurðaur Eiðsson sjómaður, f. 29.10. 1908, d. 15.11. 1989 og Ingileifur Fjóla Pálsdóttir húsmóður, f. 22.11. 1909, d. 1.8. 2007.
Systkini Soffíu eru Eiður, Hrafnhildur, Páll og Ragnar.

Markúsi og Soffíu varð sjö dætra auðið.
Þær eru

1) Helga Markúsdóttir, f. 10.3. 1951 var gift Rúnar Georgsson þau skildu, dóttir þeirra er

 • Elfa Björk Rúnarsdóttir, f. 7.8. 1978;

2) Fjóla Markúsdóttir, f. 19.6. 1952 var gift Ásbjörn Blöndal, þau skildu og Tony Holm Pedersen, þau skildu,
börn hennar eru

 • Konráð Viðar Konráðsson, f. 11.11. 1972,
 • Berglind Soffía Blöndal, f. 14.5. 1977 og
 • Heidi Holm Pedersen, f. 26.9. 1989; 3) Hulda Markúsdóttir, f. 11.6. 1954 var gift Bergsteinn Ásbjörnsson, þau skildu.
Hún er gift Páll Eyvindsson, s
ynir hennar eru

 • Freyr Bergsteinsson, f. 1.9. 1975,
 • Jón Pálsson, f. 11.12. 1995 og
 • Sindri Pálsson, f. 28.4. 1999; 


4) Svala Markúsdóttir, f. 18.8. 1955 gift Leifur Jónsson,
börn þeirra eru

 • Ragnhildur Leifsdóttir, f. 22.11. 1976, d. 18.3. 1977,
 • Markús Bergmann Leifsson, f. 5.1. 1980 og
 • Sonja Leifsdóttir, f. 24.6. 1985; 


5) Lilja Markúsdóttir, f. 2.6. 1962 í sambúð með Lárus Bjarnarson,
synir hennar eru

 • Kristinn Bergmann Eggertsson, f. 5.4. 1981,
 • Andri Hrafn Deal, f. 1.11. 1985 og
 • Atli Sigurðsson, f. og, d. 3.12. 1998; 


6) Árdís Markúsdóttir, f. 11.10. 1964 var í sambúð með Sveinn Auðunn Jónsson sem er látinn, börn hennar eru

 • Gunnar Sveinsson, f. 17.7. 1981 og
 • Katrín Sveinsdóttir, f. 7.9. 1991; 


7) Sædís Markúsdóttir, f. 9.2. 1975 gift Rafn Heiðar Ingólfsson
börn þeirra eru

 • Alexander Orri Rafnsson, f. 2.10. 1995,
 • Sveindís Auður Rafnsdóttir, f. 3.7. 1998,
 • Soffía Erla Rafnsdóttir, f. 22.4. 2001 og
 • Sóley Sara Rafnsdóttir, f. 18.3. 2003.

Langafabörnin eru þrettán.

Markús var menntaður sem vélstjóri og starfaði sem slíkur um árabil hjá Eimskip og víðar.
Hann var einnig sýningarmaður í nokkrum kvikmyndahúsum borgarinnar fyrr á árum.
Hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá Öryggiseftirliti ríkisins um 10 ára skeið.

Hann var verksmiðjustjóri Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði í sjö ár og rak eigið fyrirtæki Valfóður ehf. í Ytri-Njarðvík um árabil. Síðustu starfsárin ók hann strætisvögnum hjá Hagvögnum eða allt til 72 ára aldurs.

Skömmu eftir starfslok greindist hann með Parkinsonsveiki og var vistmaður á Sólvangi í Hafnarfirði frá desember 2007 til dauðadags. Markús var virkur félagi í Oddfellow-reglunni í 40 ár. Markús var mjög músikalskur og lék á harmonikku. Hann lærði þó aldrei á hljóðfæri en gat leikið af fingrum fram og lék oft fyrir dansi á böllum fyrr á árum og síðustu árin á jólaböllum hjá Oddfellow-reglunni.

Hann var yfirleitt hrókur alls fagnaðar á skemmtunum og hafði skemmtilega kímnigáfu sem fjölskylda hans og vinir fengu óspart að njóta. Markús var afburðagreindur og var mikill viskubrunnur og leituðu dætur hans og barnabörn gjarnan til hans ef þau þurftu að fá staðfestingu á einhverjum staðreyndum og fannst það jafngilda staðfestingu úr alfræðiorðabók.

Vegna Parkinson-sjúkdómsins naut Markús ekki þeirra lífsgæða sem allir hefðu kosið honum til handa síðustu æviárin en allt var gert til að létta honum lífið eins og kostur var. Laugardaginn 14. júní veiktist hann af illvígri lungnabólgu sem dró hann til dauða viku síðar.