Pálmi Þór Pálsson stýrimaður/skipstjóri

Pálmi Pálsson

Pálmi Pálsson fæddist að Hömrum í Grundarfirði 27. apríl 1940. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. desember 2012.

Foreldrar hans voru Páll Guðfinnur Þorleifsson, skipstjóri og bóndi á Hömrum, og Ólöf Þorleifsdóttir húsmóðir. Pálmi Þór var yngstur fjögurra systkina, sem eru Sigríður, Leifur (látinn), Hörður og Jarþrúður Guðný.

Eftirlifandi eiginkona Pálma Þórs er Soffía Friðgeirsdóttir frá Siglufirði, foreldrar hennar voru Sigurlaug Skúladóttir húsmóðir og Friðgeir Árnason vegaverkstjóri.

Börn Pálma Þórs og Soffíu eru:

1) Gunnar Þór Pálmason, kvæntur Ida Surjani, sonur þeirra er

 • Jörvar Aldan Gunnarsson.

2) Haukur Örvar Pálmason, kvæntur Kristín Haraldsdóttir, dætur þeirra eru

 • Hildur Inga Hauksdóttir,
 • Steinunn Soffía Hauksdóttir og
 • Jórunn Hekla Hauksdóttir. 

3) Sunna Guðný Pálmadóttir, gift Brynjar Þór Sumarliðason, synir þeirra eru

 • Óliver Þór,
 • Kristófer Daði og 
 • Pálmi Freyr Pálmason.
  Dóttir Pálma Þórs og Álfdís Gunnarsdóttir er
 • Þórhildur Pálmadóttir, gift Hjörtur Hreinsson, dætur þeirra eru
  • Álfdís og
  • Sigrún.

Pálmi Þór hóf ungur sjómennsku á bátum frá Grundarfirði og síðar á farskipum erlendis. Árið 1966 lauk hann prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Pálmi Þór var stýrimaður á síldarflutningaskipinu Haförninn 1966-1971.

Á árunum 1971-1974 var Pálmi Þór stýrimaður og afleysingaskipstjóri á m/s Ísborgu og m/s Sæborgu. Árið 1974 stofnaði Pálmi Þór ásamt fleirum Skipafélagið Nes h/f. Hann var skipstjóri á fyrsta skipi félagsins m/s Svani og framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá 1980 til 2010.