Stefán Sigurður Friðriksson fv. lögregluvarðstjóri

Stefán Friðriksson

Stefán Friðriksson fæddist 18. nóvember 1923 í Nesi í Fljótum. Hann lést 4. apríl 2001. Foreldrar hans voru Friðrik Ingvar Stefánsson bóndi (Friðrik Stefánsson) í Nesi í Haganeshreppi, Skagafirði, síðar á Siglufirði, f. 13.9.1897, d. 16.11. 1976, og kona hans Guðný Kristjánsdóttir frá Knútsstöðum í Aðaldælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, f. 24. ágúst 1895, d. 9. september 1928. 

Fóstra hans, Margrét Marsibil Eggertsdóttir, var frá Sandgerði.

Systkini Stefáns eru
1) Gunnfríður Friðriksdóttir,
2) Jóna Friðriksdóttir ,
4) Guðni Friðriksson,
5) Guðný Ósk Friðriksdóttir og
6) Guðbjörg Oddný Friðriksdóttir, en

Guðný Ósk Friðriksdóttir og Guðbjörg Friðriksdóttir voru dætur Fririks og Margrét Marsibil Eggertsdóttir, fóstru Stefáns . 

Uppeldisbróðir Stefáns er Eggert Ólafsson, sonur Jónu.

Stefán kvæntist 3.október 1953 Hallfríður Elín Pétursdóttir handíðakennari, f. 26. mars 1929 á Siglufirði. Foreldrar hennar voru Pétur Björnsson kaupmaður, f. 25.10. 1897, d. 11.05. 1978, og kona hans, Þóra Jónsdóttir, f. 20.10. 1902, d. 20.12. 1987. Börn Stefáns og Hallfríðar eru:

1) Þóra Kristín Stefánsdóttir, f. 11.5. 1956, gift Ólafur Þór Jónsson og eru synir þeirra

  • Stefán Valberg og
  • Guðmundur Þór.

2) Margrét Stefánsdóttir, f. 10.12. 1958, gift Ernar Arnarson, börn þeirra eru

  • Halla Hrund,
  • Ingólfur og
  • Sigurður Geir.

3) Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir, f. 26.2. 1963, gift Magnús Ólason, synir þeirra eru

  • Óli Tómas,
  • Magnús Rúnar 
  • Sindri Mar.

4) Pétur Hallberg Stefánsson, f. 20.7.1966, kvæntur Margrét Elísabet Hjartardóttir, dætur þeirra eru

  • Kolbrún Ósk
  • Hallfríður Elín.

Stefán stundaði nám í Iðnskóla Siglufjarðar og vélstjóranámskeið og lauk námi frá Lögregluskólanum. Hann var lögreglumaður á Siglufirði á sumrin 1950-1951 og fastráðinn þar 18. janúar 1952.
Í lögreglunni í Reykjavík var hann frá 10. október 1972 og var skipaður varðstjóri 15. júlí 1978. Stefán lét af störfum 1. maí 1986.  --