Unnur Helga Möller (Nunna)

Unnur Möller

Unnur Möller fæddist á Siglufirði 10. desember 1919, hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 8. apríl 2010.

Foreldrar: Christian Ludvig Möller, f. 5.4. 1887 á Blönduósi, d. 11.8. 1946 á Siglufirði og kona hans Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir Möller, (Jóna Mööler),f. 18.3. 1885 á Þrastarstöðum í Hofshreppi, Skagaf., d. 6.2. 1972 á Siglufirði.

Systkin:
Alfreð Möller, f. 1909, d. 1994,
William Thomas Möller, f. 1914, d. 1965, Rögnvaldur, f. 1915, d. 1999, (Wilhelm Möller)
Jóhann Georg Möller, f. 1918, d. 1997, (Jóhann Möller)
Alvilda María Friðrikka Möller, tvíburi við Unni, d. 2001,
Kristinn Tómas Möller, f. 1921,
Jón Gunnar Möller, f. 1922, d. 1996.

Unnur giftist Jóni Ólafi Sigurðssyni (Jón Sigurðsson), síldarsaltanda, (Hrímnir) f. 14.8. 1918, d. 4.11. 1997, þau slitu samvistir.
Foreldrar Jóns voru: Sigurður Árnason, f. 5.8. 1881, d. 17.1. 1959 og kona hans Salbjörg Engilráð Jónsdóttir, f. 28.4. 1878, d. 2.3. 1954.

Börn þeirra:

1) Björgvin Sigurður Jónsson, (Björgvin Jónsson) f. 1942, kvæntur Halldóra Ragna Pétursdóttir, f. 1942,
börn þeirra eru:

 • Halldóra Salbjörg Jónsdóttir, f. 1960,
 • Jón Ólafur Björgvinsson, f. 1962,
 • Sigurður Tómas Björgvinsson, f.1963,

2) Steinunn Kristjana Jónsdóttir, f. 1943, gift Freyr Baldvin Sigurðsson rafvirki, f. 1943; Þeirra börn eru:

 • Helga Freysdóttir, f. 1963,
 • Sigurður Freysson, f. 1965,
 • Katrín Freysdóttir, f. 1977,

3) Brynja Jónsdóttir, f. 1944, gift Hallgrímus Jónsson, f. 1941,
börn þeirra eru:

 • Andrés Helgi Hallgrímsson, f. 1967,
 • Unnur Hallgrímsdóttir, f. 1970,
 • Sigrún Margrét Hallgrímsdóttir, f. 1977,

4) Salbjörg Engilráð Jónsdóttir, f. 1947, gift Sigurður Jón Vilmundsson, f.1945,
börn þeirra eru:

 • Vilmundur Sigurðsson, f. 1968,
 • Jón Ólafur Sigmundsson, f. 1975,
 • Gígja Rós Sigmundsdóttir, f. 1976,
 • Harpa Ósk Sigmundsdóttir, f. 1976.

Langömmubörn Unnar eru 29.

Unnur fæddist og ólst upp á Siglufirði og tók virkan þátt í blómlegu atvinnulífi þar.

Hún bjó lengst af ævinnar að Hverfisgötu 27 eða þar til hún flutti í Dvalarheimilið Skálarhlíð. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugarlandi í Eyjafirði 1939 til 1940.

Auk þess að vera húsmóðir með fjögur börn tók hún mikinn þátt í umsvifum eiginmanns síns, meðal annars með því að taka fólk inn á heimilið bæði í fæði og húsnæði og gestagangur var mikill. Hún vann í síldinni bæði við frystingu og söltun og síðar vann hún í Niðurlagningaverksmiðjunni Sigló Síld vel á annan áratug eða þar til hún hætti vegna aldurs