Ágúst Kristinn Guðlaugur Björnsson, prentari

Ágúst Björnsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Ágúst Björnsson fæddist á Siglufirði 16. febrúar 1938. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. maí 2011.

Foreldrar hans voru Björn Olsen Björnsson, verkamaður á Siglufirði, f. 11. sept. 1903, d. 29. maí 1976,  og kona hans Konkordía Ingimarsdóttir húsmóðir, f. 14. júní 1905, d. 6. ágúst 1987. 

Systkini: 

1) Ólína Björnsdóttir, f. 1927, d. 1996, 

2) Þóra Björnsdóttir, f. 1929, d. 2006, 

3) Erlendur Björnsson, f. 1931, d. 2000, 

4) Margrét Björnsdóttir, f. 1933, 

5) Ágúst Björnsson f. 16. febrúar 1938 

6) Björn Ólsen Björnsson, f. 1946.

Ágúst kvæntist 1. desember 1961 

Þrúður Márusdóttir, f. 14. maí 1939 í Skagafirði.

Foreldrar: Márus Guðmundsson, bóndi á Bjarnastöðum, Akrahreppi í Skagafirði, f. 25. júlí 1902, d. 18. nóv. 1982, og kona hans Hjörtína Tómasdóttir húsmóðir, f. 25. ágúst 1906, d. 26. ágúst 2002.

Ágúst hóf nám í Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg 1. nóv. 1955 og lauk þar námi og tók sveinspróf sem prentari 17. jan. 1960. Hann starfaði lengst af við þá iðn. Hann gerðist ungur félagi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík og starfaði með henni í áratugi. Einnig var hann félagi í ÍR þar sem hann stundaði frjálsar íþróttir og skíði og var hann alla tíð mjög virkur í starfi félagsins.