Halldór Þormar Jónsson sýslumaður

Halldór Þormar Jónsson - Ljósmyndari ókunnur

Halldór Þormar Jónsson fæddist 19. nóvember 1929 á Mel í Staðarhr., Skagafirði.  Hann lést á Sauðárkróki 14. desember 1995. 

Faðir Halldórs var Jón Eyþór Jónasson, bóndi á Torfumýri í Blönduhlíð, Akrahr., síðar á Mel í Staðarhr., Skag., f. 12. febr. 1893, d. 22. apríl 1982.

Móðir Halldórs var Ingibjörg Magnúsdóttir, húsfreyja á Torfumýri í Blönduhlíð, Akrahr., síðar á Mel í Staðarhr., Skag., f. 22. ágúst 1894, d. 3. júlí 1979.

Bræður Halldórs: 

Magnús Jónsson, fyrrv. fjármálaráðherra og bankastjóri Búnaðarbanka Íslands, f. 7.9. 1919, d. 13.1. 1984, og

Baldur Jónsson, f. 31.10. 1923, d. 19.6. 1983, rektor Kennaraháskóla Íslands. 

Halldór kvæntist 11. október 1953 Aðalheiður Benedikta Ormsdóttir, skrifstofumanni og húsfreyju, f. 30. maí 1933. 

Börn þeirra: 

1) Hanna Björg Halldórsdóttir, f. 29. des. 1952 á Hólmavík, sjúkraliði á Sauðárkróki. 

2) Jón Ormur Haldórsson, f. 5. mars 1954 í Rvík, doktor í stjórnmálafræði, lektor við Háskóla íslands. 

3) Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 28. apríl 1958 í Stykkishólmi, læknaritari á Siglufirði. Maki: Hermann Jónasson framkvæmdastjóri. 

4) Halldór Þormar Halldórsson, f. 7. maí 1964 á Sauðárkróki, nemi við HÍ. 

Halldór Þ Jónsson varð stúdent frá MA 1950. Cand juris frá Háskóla Íslands 29. jan. 1957. Hdl. 24. mars 1961. 

Störf: Fulltrúi á framfærsluskrifstofu Reykjavíkur frá 1. febr. til 1. des. 1957. 

Framkvæmdastjóri fyrirtækja Sigurðar Ágústssonar (útgerð, verslun og frystihús) í Stykkishólmi frá 1. des. 1957 til 1. des. 1960. 

Framkvæmdastjóri Fiskivers Sauðárkróks hf., Skagfirðings hf. og Hervarar hf. frá 1. des. 1960 til 1. okt. 1962 og Verslunarfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki frá 1. jan. 1961 til 31. júlí 1964. Stundaði jafnhliða lögfræðistörf. 

Fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Sauðárkróki og sýslumanninum í Skagafjarðarsýslu frá 1. ágúst 1964, skip. fulltrúi þar 2. jan. 1973 frá 1. s.m. til 15. ágúst 1980. 

Settur bæjarfógeti á Siglufirði í júlí 1976 til jan. 1977, skip. bæjarfógeti þar 31. júlí 1980 frá 15. ágúst s.á. til 31. okt. 1982, skip. bæjarfógeti á Sauðárkróki og sýslumaður í Skagafjarðarsýslu 28. sept. 1982 frá 1. nóv. s.á. 

Skipaður sýslumaður á Sauðárkróki frá 1. júlí 1992.