Halldór Jón Guðjónsson

Halldór Guðjónsson - ljósm: ?

Halldór Guðjónsson fæddist á Siglufirði 27. febrúar 1970. Hann lést á heimili foreldra sinna 14. maí 2012.

Foreldrar hans eru Guðjón Jóhannsson f. 2 júlí 1943 og Valgerður Halldórsdóttir f. 6. mars 1947. 

Halldór er næstelstur í fjögurra barna hópi en systkini hans eru

Anna Friðrikka f. 26. júlí 1965,

Jóhann Þór f. 20. febrúar 1982 og

Guðrún Ósk f. 6. júní 1983.

Halldór giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Irene Jósepsdóttur f. 12. október 1966 hinn 25. febrúar 1995,

Foreldrar Irene eru Jósep Magnússon f. 24. júní 1932 og Matthildur Líndal Karlsdóttir f. 12 september 1931, d. 22. júní 2001.  þeirra börn Guðjóns og Irene eru

Heba Lind Halldórsdóttir f. 3. nóvember 1995, 

Sunneva Guðnadóttir f. 27. september 1986 og 

Sigurður Guðnason f. 19. október 1990.

Halldór ólst upp í foreldrahúsum á Siglufirði fram að tvítugsaldri en flutti þá til Reykjavíkur og kynntist þar eiginkonu sinni Irene. Saman fluttu þau á Siglufjörð árið 1994 þar sem þau bjuggu til ársins 2002 en þá fluttust Halldór og fjölskylda hans til Reykjavíkur og því næst til Mosfellsbæjar, þar sem þau settust að.

Halldór starfaði við ýmis störf eftir að skólaskyldu lauk, á Siglufirði og í Reykjavík vann hann verslunarstörf en einnig sem sendibílstjóri. Eftir að hann flutti aftur til Siglufjarðar var hann starfsmaður á Sambýlinu, Lindargötu 2, en starfaði einnig í rækjuvinnslu Þormóðs ramma og hjá SR.

Halldór starfaði eftir það í Öryggismiðstöð Íslands í Reykjavík eða allt þar til hann lét af störfum vegna veikinda árið 2009.