Jón Andersen vélstjóri

Jón Andersen

Jón Andersen fæddist á Siglufirði 19. Júlí 1910 d. í júní 1989  

Foreldrar hans voru hjónin Georg Andersen vélsmiður (https://sites.google.com/site/skolgis/georg-andersen ) og Kristín Kristinsdóttir. Georg var danskur vélsmiður sem var sendur til Íslands til þess að kenna vélstjórum við Eyjafjörð meðferð bátavéla árið 1906. Georg ílengdist á Íslandi og giftist Kristín Kristinsdóttir frá Lögmannshlíð í Eyjafirði árið 1910.

Þau eignuðust fimm börn og var 

1) Jón Andersen þeirra elstur. Jón ólst upp á Siglufirði, hann vann mikið með föður sínum og lærði m.a. af honum meðferð véla. Þegar Jón var 19 ára varð hann fyrir því óláni að slysaskot fór í aðra hendi hans þannig að hann missti hana, Var hann þá við sjóróðra með föður sínum sem átti bát. 

Jón Andersen maki Guðrún María Guðmundsdóttir ættaðri frá Ísafirði og bjuggu þau á Siglufirði, þar sem Jón vann við vélgæslu m.a. í frystihúsi Ásgeir Pétursson undir bökkunum sem kallað var. Jón og Guðrún eignuðust tvo börn:

1) Ágústa Kristín Andersen fædda 13. október 1936 sem er búsett í Kópavogi og 

2) Emil Ingi Andersen sem fæddist 13. apríl 1944, en hann misstu þau aðeins 4 mánaða gamlan. 

Guðrún átti dóttur fyrir hjónabandið,  Herborg Huld Símonardóttir, sem fæddist 21. júní 1932. Gekk Jón henni í föðurstað þar til hún fór að vinna fyrir sér og flutti til Reykjavíkur 15 ára gömul. 

Jón missti Guðrúnu 5. október 1944. 

Árið 1946 fer Jón að Skeiðsfossvirkjun og ætlaði að vera þar stuttan tíma. Þessi tími varð í raun 32 ár. 

Árið eftir gengur Jón að eiga Stefanía Jóhannsdóttir sem látin er fyrir nokkrum árum. Stefanía hafði misst mann sinn, Maron Einarsson. 

Áttu þau tvær dætur sem fylgdu mömmu sinni að Skeiðsfossvirkjun þar sem þær ólust upp og gekk Jón þeim í föðurstað.

Ennfremur dvaldi hjá þeim Maron Björnsson, sonur Hönnu dóttur Stefaníu, þar til hann fór í gagnfræðaskóla.

Ég kynntist Jóni og Stefaníu þegar ég hóf störf hjá Rafveitu Siglufjarðar. Er mér sérstaklega minnisstætt hvað þau höfðu jákvæð viðhorf til þess að taka þátt í rekstri stöðvarinnar að því leyti að taka inn á mannmargt heimili sitt iðnaðarmenn og aðra sem senda þurfti til viðhalds og viðgerða.

Fyrir það er mér ljúft að þakka á þessari stundu, en mér er kunnugt um að í hópi þessara manna eignuðust þau marga vini og kunningja sem héldu við þau sambandi.

Af þeirri ástæðu að Jón var einhentur gat hann ekki ekið bifreið, en mér er minnisstætt þegar þau hjónin fengu sér leigubíl og skruppu bæjarleið til að heimsækja kunningjana, þá var yfir þeim mikill heimsborgarabragur.

Þrátt fyrir að Jón hafði aðeins aðra höndina vann hann sín störf við gæslu virkjunarinnar á þann veg að engu var líkara en hann gengi heill til skógar og aldrei heyrði ég hann kvarta undan því að höndina vantaði.

Mér er í minni þegar ég sá hann fyrst veiða lax, þar fór saman út sjónarsemi og lagtækni sem gaf góðan árangur. Jón var heiðursfélagi Stangveiðifélags Siglfirðinga.

Þegar Jón náði að lokum starfstíma árið 1979 vildu þau endilega flytjast til Siglufjarðar, festu kaup á Eyrargötu 9 og bjuggu sér einkar hlýlegt og notalegt heimili. Áttu þau þar saman góð ár sem vissulega máttu vera fleiri en eins og áður sagði missti Jón Stefaníu 7. desember 1985.

Jón var nokkuð undir læknishendi undanfarin ár og dvaldi hann af og til á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Hann var þó heima hjá sér þegar kallið kom. Hann fékk hægt andlát í örmum Kristínar dóttur sinnar, þann 14. Júní 1989, en hún ætlaði að dvelja hjá honum um tíma.

------------------------------------

Georg Andersen og Kristín, foreldrar Jóns slitu samvistum, en Georg giftist aftur Margrét Jónsdóttir frá Önundarfirði árið 1939,  eignuðust þau sex börn.
---------------------------------

24. júní 1989 |

Jón Andersen vélstjóri Jón fæddist á Siglufirði 19. júlí 

1910. Foreldrar hans voru hjónin Georg Andersen vélsmiður og Kristín Kristinsdóttir. Georg var danskur vélsmiður sem var sendur til Íslands til þess að kenna vélstjórum við Eyjafjörð meðferð bátavéla árið 1906. Georg ílengdist á Íslandi og giftist Kristínu Kristinsdóttur frá Lögmannshlíð í Eyjafirði árið 1910.

Þau eignuðust fimm börn og var Jón þeirra elstur. Georg og Kristín slitu samvistum, en Georg giftist aftur Margréti Jónsdóttur frá Önundarfirði árið 1939, eignuðust þau sex börn. Jón ólst upp á Siglufirði, hann vann mikið með föður sínum og lærði m.a. af honum meðferð véla. Þegar Jón var 19 ára varð hann fyrir því óláni að slysaskot fór í aðra hendi hans þannig að hann missti hana, Var hann þá við sjóróðra með föður sínum sem átti bát. 

Jón giftist Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttur ættaðri frá Ísafirði og bjuggu þau á Siglufirði, þar sem Jón vann við vélgæslu m.a. í frystihúsi Ásgeirs Péturssonar undir bökkunum sem kallað var. Jón og Guðrún eignuðust tvo börn, Ágústu Kristínu fædda 13. október 1936 sem er búsett í Kópavogi og Emil Inga sem fæddist 13. apríl 1944, en hann misstu þau aðeins 4 mánaða gamlan. Guðrún átti dóttur fyrir hjónabandið, Herborgu Huldu Símonardóttur, sem fæddist 21. júní 1932. Gekk Jón henni í föðurstað þar til hún fór að vinna fyrir sér og flutti til Reykjavíkur 15 ára gömul. 

Jón missti Guðrúnu 5. október 1944. Árið 1946 fer Jón að Skeiðsfossvirkjun og ætlaði að vera þar stuttan tíma. Þessi tími varð í raun 32 ár. Árið eftir gengur Jón að eiga Stefaníu Jóhannsdóttur sem látin er fyrir nokkrum árum. 

Stefanía hafði misst mann sinn, Maron Einarsson. Áttu þau tvær dætur sem fylgdu mömmu sinni að Skeiðsfossvirkjun þar sem þær ólust upp og gekk Jón þeim í föðurstað. Ennfremur dvaldi hjá þeim Maron Björnsson, sonur Hönnu dóttur Stefaníu, þar til hann fór í gagnfræðaskóla. 

Ég kynntist Jóni og Stefaníu þegar ég hóf störf hjá RafveituSiglufjarðar. Er mér sérstaklega minnisstætt hvað þau höfðu já jákvæði viðhorf til þess að taka þátt í rekstri stöðvarinnar að því leyti að taka inn á mannmargt heimili sitt iðnaðarmenn og aðra sem senda þurfti til viðhalds og viðgerða. 

Fyrir það er mér ljúft að þakka á þessari stundu, en mér er kunnugt um að í hópi þessara manna eignuðust þau marga vini og kunningja sem héldu við þau sambandi. 

Af þeirri ástæðu að Jón var einhentur gat hann ekki ekið bifreið, en mér er minnisstætt þegar þau hjónin fengu sér leigubíl og skruppu bæjarleið til að heimsækja kunningjana, þá var yfir þeim mikill heimsborgarabragur. 

Þrátt fyrir að Jón hafði aðeins aðra höndina vann hann sín störf við gæslu virkjunarinnar á þann veg að engu var líkara en hann gengi heill til skógar og aldrei heyrði ég hann kvarta undan því að höndina vantaði. 

Mér er í minni þegar ég sá hann fyrst veiða lax, þar fór saman út sjónarsemi og lagtækni sem gaf góðan árangur. 

Jón var heiðursfélagi Stangveiðifélags Siglfirðinga. 

Þegar Jón náði að lokum starfstíma árið 1979 vildu þau endilega flytjast til Siglufjarðar, festu kaup á Eyrargötu 9 og bjuggu sér einkar hlýlegt og notalegt heimili. Áttu þau þar saman góð ár sem vissulega máttu vera fleiri en eins og áður sagði missti Jón Stefaníu 7. desember 1985. 

Jón var nokkuð undir læknishendi undanfarin ár og dvaldi hann af og til á Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Hann var þó heima hjá sér þegar kallið kom. Hann fékk hægt andlát í örmum Kristínar dóttur sinnar, þann 14. júní, en hún ætlaði að dvelja hjá honum um tíma. 

Útför hans verður gerð frá Si Siglufjarðarkirkju laugardaginn 24. júní 1989. 

Ég vil að leiðarlokum þakka Jóni fyrir einstaklega þægilegt samstarf sem við áttum og trúmennsku sem hann sýndi í starfi hjá Rafveitu Siglufjarðar um leið og við starfsmenn Rafveitunnar vottum öllum aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. 

Blessuð veri minning hans. 

Sverrir Sveinsson