Jóna Sigurveig Einarsdóttir

Jóna Einarsdóttir - Ljósmyndari ókunnur

Jóna Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1920. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 5. desember 2000.

Foreldrar hennar voru Einar Tómasson, kolakaupmaður í Reykjavík, f. 18. febrúar 1893, d. 12. september 1966 og eiginkona hans, Ragnhildur Jónsdóttir, f. 26. júlí 1893, d. 1. maí 1961. 

Systkini Jónu eru: 

Elín, f. 1917, d. 1982; 

Ásta, f. 1922, d. 1991; 

Anna, f. 1923; 

Guðrún, f. 1925; 

Tómas, f. 1927; 

Sigríður, f. 1929; 

Inga, f. 1930; 

Ragnhildur, f. 1931, d. 1986; 

Soffía, f. 1932 

Kristján, f. 1935. 

Jóna Einarsdóttir giftist, 28. apríl 1940, Hafliði Helgason, útibússtjóra Útvegsbanka Íslands á Siglufirði. Hann var fæddur 31. ágúst 1907, d. 8. júlí 1980.

Foreldrar hans voru Helgi Hafliðason, kaupmaður og útgerðarmaður á Siglufirði, og eiginkona hans, Sigríður Jónsdóttir. 

Synir Jónu og Hafliða eru: 

1) Helgi Hafliðason, arkitekt, f. 2. mars 1941, maki Margrét Erlendsdóttir, kennari. Börn þeirra eru

Hafliði Helgason, f. 1964,

Erlendur Helgason f. 1967 og

Ólöf Huld Helgadóttir f. 1974.

2) Einar Hafliðason, verkfræðingur, forstöðumaður brúadeildar Vegagerðarinnar, f. 4. september 1943, maki Sigrún M Magnúsdóttir, röntgentækni.  Börn þeirra eru:

Jóna Sigríður Einarsdóttir, f. 1965,

Magnús Einarsson, f. 1968 

Benedikt Orri Einarsson, f. 1978.

3) Sigurður Hafliðason, útibússtjóri Íslandsbanka á Siglufirði, f. 12. febrúar 1946, maki Kristrún Halldórsdóttir, umboðsmaður. Börn þeirra eru:

Berglind Gylfadóttir, f. 1964,

Ásdís Sigurðsdóttir, f. 1970,

Halldór Bogi Sigurðsson, f. 1972 

Hafliði Jón Sigurðsson, f. 1978.

4) Ragnar Hafliðason, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, f. 4. nóvember 1947, maki Hansína Ólafsdóttir sjúkraliða. Börn þeirra eru:

Eiríkur, f. 1964,

Guðrún Dögg, f. 1966,

Hulda Lind, f. 1966,

Sigríður Arndís, f. 1972 

Ragnar Trausti, f. 1985.

5) Hafliði Hafliðason, jarðfræðingur, sérfræðingur á jarðfræðideild Háskólans í Bergen, f. 23. september 1953, maki Edda J Ólafsdóttir barnalæknir. Börn þeirra eru:

Svanhildur, f. 1980,

Hafliði Arnar, f. 1985

Ólafur Einar, f. 1992.

Barnabarnabörn Jónu eru 12 talsins.

Jóna var alin upp í Reykjavík og lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands 1938, vann við skrifstofustörf á Siglufirði þar til hún giftist og stofnaði heimili. 

Hún var einn af stofnendum Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar og gjaldkeri þess í mörg ár.

Eftir lát Hafliða fluttist hún til Reykjavíkur og bjó fyrst á Háaleitisbraut 40, síðan í Árskógum 6 en dvaldist síðustu mánuðina á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ.