Jónas Jónasson frá Nefstöðum í Fljótum.
Hinn 6. janúar 1962 lézt Jónas Jónasson að heimili sínu, Hverfisgötu 3, Siglufirði. Jónas var fæddur 3. marz 1892 að Ökrum í Fljótum.
Foreldrar hans voru þau hjónin Sólveig Ásmundsdóttir og Jónas Jónasson, sem þar bjuggu. Jónas var næst yngstur af 7 systkinum.
Hann dvaldist í foreldrahúsum
til 1913.
Hann kvæntist Jóhanna Jónsdóttir frá Brúnastöðum. Jóhanna var mikil myndarkona og mikilhæf húsmóðir, eins og hún átti kyn til. Hin ungu hjón hófu búskap að Nefstöðum í Stíflu og bjuggu þar til ársins 1924, er þau fluttu til Siglufjarðar.
Þau eignuðust 5 mannvænleg börn og eru fjögur þeirra á lífi, öll gift:
- Kári Jónasson, búsettur í Kópavogi,
- Ingibjörg Jónasdóttir
- Valtýr Jónasson verkstjóri og
- Valey Jónasdóttir kennari, öll til heimilis hér í bæ.
Gísla son sinn, hinn mesta myndarmann, missti Jónas 1950. Fórst hann með skipinu Helga frá Vestmannaeyjum í aftakaveðri 7. janúar það ár, og er það slys eitt hið hörmulegasta, sem orðið hefur hér við land hin síðari ár. -- En sú harmsaga verður ekki rakin hér, enda flestum í fersku minni.
En meðal þeirra, sem þar fórust, Var annar Siglfirðingur, hinn mikli aflamaður og skipstjóri Arnþór Jóhannsson. —
Sonar missirinn var mikið áfall fyrir Jónas. Gísli Jónasson hafði, er hann fórst, lokið skipstjóraprófi og var í miklu áliti meðal sjómanna. Mun Jónas hafa bundið við hann miklar vonir. --
Jóhönnu konu sína missti Jónas 1942. Var sá missir mikið áfall fyrir hann og börnin, og mun Jónas hafa tregað hana til æviloka.........