Kristján Sigurðsson trésmiður frá Eyri

Kristján Sigurðsson Eyri - Ljósmynd: Kristfinnur

Kristján Sigurðsson frá Eyri fæddist á Siglufirði 4. nóvember 1902. Hann lést 16. júní 1999 (96 ára).

Foreldrar hans voru: Andrea Sæby, f. 24.10. 1883, d. 14.10. 1970 og Sigurður Jónsson, f. 23.12. 1875, d. 28.1. 1932. 

Systkini hans voru: 

1) Kristinn Sigurðsson, f. 24.12. 1904, d. 25.8. 1974, 

2) Kristín Björg Sigurðardóttir, f. 6.6. 1906, d. 6.4. 1997, 

3) Pálína Sigurðardóttir, f. 1.8. 1908, d. 4.5. 1992, 

4) Jónína Sæunn Sigurðardóttir, f. 5.11. 1910, d. 11.4. 1985, 

5) Jenný Sigurðardóttir, f. 6.3. 1913, d. 12.1. 1988, 

6) Jón Sigurðsson, f. 17.6. 1914, d. 12.1. 1982, 

7) Haraldur Sigurðsson, f. 17.6. 1917, d. 5.6. 1976

8) Fanney Sigurðardóttir, f. 30.10. 1922. 

Tvö systkini létust í æsku: Ágúst og Ágústa.

Kristján nam trésmíði hjá Karl Sturlaugsson og stundaði trésmíði eftir að námi lauk ásamt mörgum fleiri verkefnum. Nokkur ár vann Kristján við bátasmíði á eigin vegum. Árið 1932 réðst Kristján til Samvinnufélags Ísfirðinga sem verkstjóri og vann þar allt þar til félagið hætti störfum.

Kristján var stofnandi Verkamannafélagsins Þróttar 17. maí 1934, var vararitari og formaður 1935 og 1936. Snemma gekk Kristján í Alþýðuflokkinn og var trúr þeirri hugsjón sem flokkurinn barðist fyrir frá upphafi. Kristján var kjörinn í bæjarstjórn Siglufjarðar 1946 og sat í bæjarstjórn í 32 ár.

Hann var forseti bæjarstjórnar frá 1970 til 1974, sat 630 bæjarstjórnarfundi auk annarra nefndar- og trúnaðarstarfa fyrir bæjarfélagið. Kristján sat í fyrstu stjórn Þormóðs ramma í júlí 1970. Kristján starfaði í fleiri félögum.

Árið 1931 kvæntist Kristján Ólöf Gísladóttir frá Skarðdal, f. 19. maí 1901. Ólöf lést 6. maí 1969.

Þeim hjónum varð ekki barna auðið en áttu eina fósturdóttur, Guðmunda Óskarsdóttir.