Margrét Stefanía Hallgrímsdóttir

Margrét Hallgrímsdóttir

Margrét Hallgrímsdóttir fæddist á Siglufirði 31. desember 1945. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 21. desember 2006. 

Foreldrar hennar voru Hallgrímur Jónsson bifreiðarstjóri frá Siglufirði, f. 21. okt. 1903, d. 7. sept. 1990, og Guðrún Jakobína Sigurjónsdóttir frá Siglufirði, f. 25. júlí 1910, d. 26. des. 1985. 

Systkini Margrétar eru

María Hallgrímsdóttir, f. 22. ágúst 1929, og Erla, f. 14. des. 1931,

Uppeldissystir Jakobína Ásgrímsdóttir, f. 13. apríl 1954, og uppeldisbróðir 

Hallgrímur Hafliðason, (Halli Nonni) f. 7. júní 1951, d. 24. des. 1980.

Margrét giftist 4. nóv. 1967 Skarphéðinn Guðmundsson, f. 10. apríl 1946.  Foreldrar hans voru 

Guðmundur Antonsson, f. 23. júlí 1915, d. 2. des. 1997, og 

Árný Jóhannsdóttir, f. 31. des 1921, d. 13. mars 1996. 

Börn Margrétar og Skarphéðins eru: 

1) Guðmundur Þór Skarphéðinsson, f. 24. des. 1966, maki Kristín Jóhanna  Kristjánsdóttir, (Júlla) f. 18. júní 1968, synir þeirra eru

Skarphéðinn Guðmundsson, f. 4. maí 1988, Júlíus, f. 14. apríl 1995, og

Víglundur Skarphéðinsson, f. 16 júlí 1999.

2) Árni Gunnar Skarphéðinsson, f. 24. des. 1966, maki Gíslína Anna Salmannsdóttir, f. 10. maí 1970, synir þeirra eru

Salmann Héðinn Árnason, f. 28. apríl 1987,

Gunnar Þór Árnason, f. 30. apríl 1991, d. sama dag,

Ástþór Árnason, f. 4. júlí 1992, og

Jakob Snær Árnason, f. 4. júlí 1997. 

3) Hallgrímur Smári Skarphéðinsson, f. 5. júní 1979, sambýliskona Sædís Harpa Albertsdóttir, f. 4. mars 1983, sonur Hallgríms er 

Bjartmar Máni Hallgrímsson, f. 18. mars 2000.

Margrét Hallgrímsdóttir lauk gagnfræðaprófi 1964 og hóf störf á símstöðinni á Siglufirði 1964 til 1979 og í Sparisjóði Siglufjarðar 1981 sem gjaldkeri. Margrét var ein af stofnendum Lionessuklúbbs Siglufjarðar sem var fyrsti lionessuklúbbur á landinu.

Auk þess starfaði Margrét í ýmsum félagsmálum með manni sínum, t.d. í framsóknarfélaginu, Rauða krossinum o.fl.