Sigurbjörn Frímannsson

Sigurbjörn Frímannsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Sigurbjörn Frímannsson Hann fæddist í Steinhóli í Haganeshreppi í Skagafirði hinn 26. apríl 1917. Hann lést 16. nóvember 2005. 

Foreldrar hans voru  Jósefína Jósepsdóttir, f. 18. janúar 1895 á Stóru Reykjum, d. 7. október 1957, og Frímann Guðbrandsson, f. 12. janúar 1892 á Steinhóli, d. 5. maí 1972.

Sigurbjörn var fjórði í röð sextán systkina.

Hinn 17. september 1942 gekk Sigurbjörn gekk að eiga Ragnheiður Pálína Jónsdóttir, f. 5.12. 1919, d. 21.11. 1998, í Barðskirkju í Fljótum. 

Þau áttu saman fjögur börn. Þau heita:

 • 1) Jósefína S. Sigurbjörnsdóttir, f. 17.10. 1943, maki hennar er Árni Theodór Árnason, f. 5.11. 1940.  Börn þeirra eru
  • Björn Heiðar Guðmundsson, f. 2.10. 1960, kona hans er Freyja Þorsteinsdóttir þau eiga fjögur börn;
  • Adolf Árnason, f. 4.2. 1964, kona hans er Elín Birna Bjarnardóttir og
   þau eiga fimm börn;
  • Margrét Dóra Árnadóttir, f. 17.2. 1967, maður hennar er Hörður Harðarson og þau eiga fjögur börn;
  • Linda Björk Árnadóttir, f. 4.9. 1972, maður hennar er Ingimundur J. Bergsson og þau eiga fjögur börn.
 • 2) Þórkatla Sigurbjörnsdóttir f. 31.10. 1946, maður hennar var Kristján Pétursson, f. 10.11. 1947, d. 15.1. 2005.
  Börn þeirra eru:
  • Guðrún Heiða Kristjánsdóttir, f. 13.1. 1968, maður hennar er Þorsteinn Kruger og þau eiga saman þrjú börn;
  • Pétur Guðjón Kristjánsson, f. 6.7. 1970 og hann á tvö börn;
  • Helga Sóley Kristjánsdóttir, f. 24.4. 1976;
  • Halla Björk Kristjánsdóttir, f. 20.8. 1977, hún á eitt barn;
  • Kristín Mjöll Kristjánsdóttir, f. 9.8. 1980, maður hennar er Atli S. Friðbjörnsson og þau eiga eitt barn.
 • 3) Jón Heimir Sigurbjörnsson, f. 31.10. 1946, kona hans er Nína Goncharova. Jón Heimir á tvö börn,
  • Ragnheiður Jónsdóttir, f. 28.1. 1970, maður hennar er Stefan Möller og eiga
   þau eitt barn;
  • Arnar Heimir Jónsson, f. 14. nóvember 1973, kona hans er Auður María Þórhallsdóttir og eiga þau þrjú börn.
 • 4) Helga S. Sigurbjörnsdóttir, f. 19.8. 1957, maður hennar er Guðni Þór Sveinsson og börn þeirra eru:
  • a) Rakel Anna Guðnadóttir, f. 20.12. 1973, maður hennar er Patrekur Jóhannesson og þau eiga þrjú börn;
  • b) Sindri Þór Guðnason, f. 21.6. 1977, kona hans er Rut Hilmarsdóttir og þau eiga saman tvö börn;
  • c) Ragnheiður Birna Guðnadóttir, f. 27.1. 1984, maður hennar er Tómas Helgason, þau eru barnlaus;
  • d) Guðni Brynjar Guðnason, f. 4.7. 1994.

Sigurbjörn ólst upp á Steinhóli fyrstu æviár sín, seinna flutti hann með fjölskyldu sinni að Austarahóli í Fljótum. Sigurbjörn fór snemma að vinna við öll almenn sveitastörf þ.á m. hjá Jónmundi á Laugarlandi í þrjú ár og Hafliða í Neskoti í Fljótum.

Hann flutti til Siglufjarðar rúmlega tvítugur, eða árið 1939. Hóf hann vinnu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, mjölhúsinu og söng í mörg ár með Karlakórnum Vísi. Hann tók einnig meirapróf á vörubíl og vann á vörubílastöð Siglufjarðar, auk þess kenndi hann á bifreiðar. Sigurbjörn og Ragnheiður unnu á Hólsbúinu í nokkur ár.

Einnig vann Sigurbjörn í mörg ár í frystihúsi SR og síðar frystihúsi Þormóðs ramma. Síðustu æviár sín bjuggu þau hjónin hjá dóttur sinni Helgu og tengdasyni sínum Guðna Sveinssyni á Suðurgötu 54 á Siglufirði.