Unnur Helga Möller
Unnur Möller - (Nunna) fæddist á Siglufirði 10. desember 1919, hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 8. apríl 2010.Foreldrar:
Christian Ludvig Möller, f. 5.4. 1887 á Blönduósi, d. 11.8. 1946 á Siglufirði og kona hans Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir Möller, f. 18.3. 1885 á Þrastarstöðum í Hofshreppi, Skagaf., d. 6.2. 1972 á Siglufirði.
Systkin:
- Alfreð Möller, f. 1909, d. 1994,
- William Thomas Möller, f. 1914, d. 1965, Rögnvaldur, f. 1915, d. 1999,
- Jóhann Georg Möller, f. 1918, d. 1997,
- Alvilda María Friðrikka Möller, tvíburi við Unni, d. 2001,
- Kristinn Tómas Möller, f. 1921,
- Jón Gunnar Möller, f. 1922, d. 1996.
Unnur giftist Jóni Ólafi Sigurðssyni (Jón Sigurðsson), síldarsaltanda, (Hrímnir) f. 14.8. 1918, d. 4.11. 1997, þau slitu samvistir.
Foreldrar Jóns voru: Sigurður Árnason, f. 5.8. 1881, d. 17.1. 1959 og kona hans Salbjörg Engilráð Jónsdóttir, f. 28.4. 1878, d. 2.3. 1954.
Börn þeirra Unnar og og Jóns:
- 1) Björgvin Sigurður Jónsson,
(Björgvin Jónsson rafvirki) f. 1942, maki Halldóra Ragna Pétursdóttir, f. 1942, börn þeirra eru:
- Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir, f. 1960,
- Jón Ólafur Björgvinsson, f. 1962,
- Sigurður Tómas Björgvinsson, f.1963,
- 2) Steinunn Kristjana Jónsdóttir, f. 1943,
maki Freyr Baldvin Sigurðsson rafvirki, f. 1943; Þeirra börn eru:
- Helga Freysdóttir, f. 1963,
- Sigurður Freysson, f. 1965,
- Katrín Freysdóttir, f. 1977,
- 3)
Brynja Jónsdóttir, f. 1944, maki Hallgrímur Jónsson, f. 1941, börn þeirra eru:
- Andrés Helgi, f. 1967,
- Unnur, f. 1970,
- Sigrún Margrét, f. 1977,
- 4) Salbjörg Engilráð Jónsdóttir, f. 1947, maki Sigurður Jón Vilmundsson, f.1945, börn þeirra eru:
- Vilmundur, f. 1968,
- Jón Ólafur, f. 1975,
- Gígja Rós, f. 1976,
- Harpa Ósk, f. 1976.
Langömmubörn Unnar eru 29.
Unnur fæddist og ólst upp á Siglufirði og tók virkan þátt í blómlegu atvinnulífi þar.
Hún bjó lengst af ævinnar að Hverfisgötu 27 eða þar til hún flutti í Dvalarheimilið Skálarhlíð.
Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann á Laugarlandi í Eyjafirði 1939 til 1940.
Auk þess að vera húsmóðir með fjögur börn tók hún mikinn þátt í umsvifum eiginmanns síns, meðal annars með því að taka fólk inn á heimilið bæði í fæði og húsnæði og gestagangur var mikill.
Hún vann í síldinni bæði við frystingu og söltun og síðar vann hún í Niðurlagningaverksmiðjunni Sigló Síld vel á annan áratug eða þar til hún hætti vegna aldurs.