Ægir Jóakimsson

Ægir Jóakimsson

Ægir Jóakimsson verkamaður, fæddist á Siglufirði 4. nóvember 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt 1. september 1968.

Foreldrar hans voru hjónin Friðrikka Ólína Ólafsdóttir, f. 16.4. 1886, á Reykjum í Ólafsfirði, d. 3.4. 1966, og Jóakim Meyvantsson, f. 18.7. 1886 á Staðarhóli við Siglufjörð, d. 17.9. 1945.
Þau gengu í hjónaband 23.9. 1911 og áttu alla tíð heima á Lindargötu 7b (seinna 3c) á Siglufirði.  Systkini Ægis eru:

 • 1) Hildigunnur Jóakimsdóttir, f. 21.1. 1912, d. 10.11. 1982, maki Halldór Kristjánsson frá Bolungarvík, f. 26.4. 1914, búsett á Ísafirði og eignuðust fjögur börn.

 • 2) Ottó Jóakimsson. f. 15.4. 1913, d. 13.6. 1915.

 • 3) Ottó Jón Jóakimsson, f. 15.5. 1915, d. 28.9. 1973, maki Kristín Kristjánsdóttir frá Hnífsdal, f. 12.1. 1915, búsett á Siglufirði og eignuðust þrjú börn.

 • 4) Bergþóra Bryndís Jóakimsdóttir, f. 30.6. 1920, d. 28.10. 1973, maki Gísli Dan Gíslason, f. 20.7. 1917, d. 13.3. 1985, búsett á Laxárvirkjun í Þingeyjarsýslu og eignuðust einn son.

 • 5) Ólafur Meyvant Jóakimsson, f. 11.5. 1924,maki Fjóla Baldvinsdóttir, f. 2.6. 1927, búsett í Ólafsfirði og eignuðust fjóra syni.

 • 6) Sigurður Óskar Jóakimsson, f. 14.7. 1926, d. 3.7. 1927.

 • 7) Ólöf María Jóakimsdóttir, f. 24.12. 1927, maki Skúli Þórður Skúlason frá Ísafirði, f. 28.5. 1931, búsett á Ísafirði og eignuðust þrjú börn.

  Ægir var ókvæntur, en eignaðist eina dóttur,
  • Gunnfríður Vilhelmína Ægisdóttir, f. 6.6. 1941.