Það sem einkenndi hana mest var hið létta lundarfar og atorka. Síldarárin og ljóminn kringum þau áttu stóran þátt í að móta hennar líf og skapgerð. Sjálfsagt eru tunnustæðurnar sem fóru í gegnum hendur hennar ekki ófáar.

En eftir bjartan dag kemur kvöld. Og þó að aldurinn færist yfir, meðþeim kvillum sem honum geta fylgt, þá stendur minningin um góða og örláta konu uppúr þoku hversdagsleikans.

Hún lést eftir fárra daga legu á sjúkrahúsi þann 24. febrúar síðastliðinn. Sár er söknuðurinn, en megi minning hennar lifa.

Ómar Norðdahl Arnarson