Óli Jakob Hertervig, fyrrverandi bæjarstjóri

Óli Hertervig - Ljósm; ókunnur

Óli Hertervig  f. 11. janúar 1899 d. 9. júní 1977

Hinn 9. 1977. andaðist á Vífilsstaðaspítala æskuvinur minn og frændi, Óli Jakob Hertervig, síðast til heimilis á Þinghólsbraut 69 í Kópavogi. Með honum er horfinn til feðra sinna góður drengur og óvenjulega dugmikill athafnamaður.

Óli var fæddur á Akureyri 11. janúar 1899. Faðir hans var Casper Knútsson Hertervig, norskrar ættar frá Stafangursfirði í Noregi, sem starfaði hér á landi m.a. að gosdrykkjagerð, en fór héðan 1909 og starfaði hjá Bjellandsverksmiðjunum i Noregi. Hann mun hafa látizt árið 1921, en eftir að hann fór héðan hafði hann ekki samband við Óla son sinn eða móður hans.

Móðir Óla var Karen Jakobína Dorothea Havsteen, f. á Hofsósi 16. nóvember 1868, d. á Siglufirði hjá Óla syni sinum og konu hans 24. apríl 1937. Dorothea, eins og hún var alltaf nefnd, var dóttir og elsta barn Óla Jakobs Nielssonar Havsteen, f. 25. september 1844 og konu hans (4. október 1866) Marenar Friðrikku Jakobsdóttur Hólm, f. á Hólaneskauptúni 20. maí 1844. Yngri bróðir Óla Nielssonar Havsteen var Kristen Jörgen Havsteen, kaupstjóri hjá Gránufélaginu og síðar stórkaupmaður í Kaupmannahöfn. Dorotheu þekkti ég vel á æskuárum mínum á Seyðisfirði. Hún var greindarkona og harðdugleg. En þar sem hún var ýmist í vist að lausakona er ljóst, að ekki hefur alltaf verið úr miklu að moða fyrir hana og einkasoninn Óla.

Óli var óvenjulega vel gefinn drengur og svo hagur, að allt lék i höndum. Er enginn vafi á því, að hann langaði til að ganga menntaveginn og þá helst að læra húsagerðarlist (arkitektur), en á því voru engin tök vegna efnaleysis. Seinna á ævininni gat Óli glaðzt yfir því, að sonur hans gat notið einmitt þeirrar menntunar, sem hann hafði sjálfur þráð að geta öðlast.

Óli hóf brauðgerðarnám hjá hinum kunna bakara Axel Schiöth á Akureyri 1913 og framhaldsnám við Teknologist Institut í Kaupmannahöfn 1921—1922. Var hann við bakarastörf á Akureyri til 1926, þar af yfirbakari í 11 ár. Það ár flutti hann til Siglufjarðar sem bakarameistari í útibú frá Schiöth sem hann síðar keypti af honum i maí 1927 og rak það til ársins 1942.

En Óli vinur minn var meiri maður og betur gefinn en svo, að hann fengi að stunda atvinnu sína i friði. Hann var ákveðinn sjálfstæðismaður og ávann sér fullt traust þeirra og að auki manna, sem mátu mannkosti meira en flokkslínur. Hann var kosinn í bæjarstjórn Siglufjarðar þegar árið 1930 og átti Sæti í henni til 1946. Formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðismanna á Siglufirði og fleiri trúnaðarstöður lentu á herðar hans, t.d. var hann kosinn í stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar og síldarverksmiðjunnar „Rauðku" á Siglufirði. Bæjarstjóri á Siglufirði var hann kosinn árið 1942 og hélt því starfi út kjörtímabilið til 1946. Framkvæmdastjóri við Síldarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn var hann 1946—1957 og bjó þar síðustu árin, en flutti þá til Vopnafjarðar og gjörðist framkvæmdastjóri við síldarsöltunarstöðina „Hafblik" þar, unz sumarsíldveiðin brást með öllu og hann fluttist hingað suður 1963.

Síðan hefur hann ekki haft nein opinber störf á hendi, en „innréttað" með eigin hendi húsnæði það, sem þau hjónin bjuggu i ásamt dóttur sinni, Ingu Dóru, og manni hennar. Í einkalífi sínu var Óli mikill gæfumaður.

Hann kvæntist 22. október 1922 á Akureyri eiginkonu sinni, Abelinu Guðrúnu, f. á Akureyri 8. júlí 1897 Sigurðardóttur. Var hún og er mesta dugnaðar- og gæðakona. Voru hjónin samhent um rausn og skörungsskap og hún manni sínum stoð og stytta. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson skipstjóri og smiður frá Böggvisstöðum á Upsaströnd árið 1843, d. á Akureyri 27. sept. 1905 og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. á Brúsholti í Reykholtsdal 17. júní 1862, d. hjá dóttur sinni og Óla sál. á Siglufirði 12. júlí 1940.

Þau Óli og Abelína hafa átt miklu barnaláni að fagna. Börnþeirraeru:

1. Anna Lára, f. á Akureyri 25. júní 1923, ekkjufrú á Siglufirði. M. Sveinbjörn Tómasson, verzlunarmaður, f. 21. ágúst 1921, d. 30. sept. 1975.

Börn Önnu Láru og Sveinbjörns:

  • a) Óli Hertervig Sveinbjörnsson, f. 9. des. 1946 og
  • b) Tómas Sveinbjörnsson, f. 18. júlí 1948. K. Ragnheiður K. Pétursdóttir, f. 6. febrúar 1952.
    • Barn: Valdimar Viðar Tómasson f. 18. júní 1970. 2. Bryndís, f. á Siglufirði 10. ágúst 1926. M. Einar Eiríksson, læknir, f. á Akureyri 6. sept. 1923, búsett I Svíþjóð. Börn: a) Kristin, f. 20. júní 1950, b) Eiríkur Óli, f. 2. janúar 1957, c) Erna Sólveig, f. 2. ágúst 1960. 3. Elsa Maria, f. á Siglufirði 9. des. 1927. M. Kjartan Jónsson, lyfjafræðingur, Keflavík, f. 1. maí 1914. Börn: a) Sverrir, f. I Reykjavík 31. júlí 1953, b) Lina Guðrún, f. í Reykjavik 16. ágúst 1955, c) Theódór, f. I Keflavík 27. marz 1960. 4. Inga Dóra, f. á Siglufirði 8. desember 1930. M. Agnar Gústafsson hrl., f. í Reykjavík, 28. október 1926. Börn:' a) Gústaf, f. I Reykjavik 21. maí 1952, b) Snorri, f. I Reykjavik 30. des. 1955. 5. Óli Hákon, arkitekt, f. á Siglufirði 20. júní 1932. K. Heba Ottósdóttir Jónssonar, f. í Reykjavik 24. maí 1933. Börn: a) Borghildur, f. i Reykjavík 25. okt. 1956, b) Óli Jón, f. i Reykjavik 14. desember 1958, c) Heba, f. í Reykjavík 21. júlí 1963.

Af framanskráðu er ljóst, að ÓIi vinur minn hefur ekki lifað til einskis I þessu jarðlífi.

Ég óska honum góðrar ferðar og blessunar Guðs og þakka liðnar samverustundir um leið og ég og kona mln vottum eftirlifandi aðstandendum samúð okkar út af fráfalli hans.

Lárus Jóhannesson.