Stefán Baldvinsson fyrrverandi póstfulltrúi

Stefán Baldvinsson fyrrverandi póstfulltrúi í Siglufirði er látinn sjötugur starfsfélagi minn og vinur, Stefán Baldvinsson, andaðist á Skagen í Danmörku 18. september 1963., rúmlega fimmtugur.

Mig langar til að skrifa um hann látinn nokkur orð. Stefán Baldvinsson starfaði sem fulltrúi hjá pósti og síma í Siglufirði mörg ar, og var mjög vel liðinn af samstarfsfólki og húsbændum ölluim. Hann var hvers manns hugljúfi.

Menntunar þorsti hans og manndómur var einstakur, útþráin var Stefáni í blóð borin, enda kom að því að hann kvaddi Siglufjörð — en þó ekkli með öllu, því hugur hans var oft heima. Æfi Stefáns Baldvinssonar var á margan háfet óvenjuleg. Móður sína missir hann 8 ára gamall, og var þá tekinn í fóstur af þeim frábæru hjónum, sem eldri Siglfirðingar muna eftir, Sigmundi Sigurðssyni og Kristjönu, konu hans í Hrísey.

Þegar Stefán var 12 ára gamall fluttist hann til Siglufjarðar með fósturforeldrum sínum. Önnur hjón í Siglufirði gerðu Stefáni léttari æskusporin, þau Ottó Jörgensen og hans góða kona, Þórunn. Við, sem þekktum Stefán Baldvinsson og störfuðum með honum, söknum nú vinar í stað. Stefán fór utan skömmu fyrir síðari heimsstyrjöldina og fór viða.

Hann kvæntist í Danmörku eftirlifandi konu sinni, frú Ingu, dóttur P. A. Anifchoniesen, útgerðarmanns og fiskútflytjanda á Skagen, árið 1947. Frú Inga bjó Stefáni fallegt heimili og var honum í erfiðu starfi mikill styrkur. Heiður hennar var það. Þau hjónin eignuðust 3 börn, Oato Antoni, sem nú er 15 ára, Sólveigu, 12 ára, og Axel Björn, 10 ára Það er mikið áfall fyrir þau öll, að sjá að baki góð um heimilisföður og góðum dreng.

Með þessum fáu orðum langar mig til þess að imsinnast Stefáns Baldvinssonar með þakklæti fyrir gömul og góð kynni. Ég tel mig mega, með þessum orðum gefa öllum ættingjum hans kveðju með samúð. Elskulegri kon hans og börnum, sem eru íslenzkir ríkisborgarar, bið ég góðan Guð að standa vörð um.  

Stefán Baldvinsson setti svip sinn á alla þá staði, er hann gisti, og mér er ekki örgrannt um það, að eigi börn hans eftir að leggja land undir fót og heimsækja æskustöðvar föður síns, myndu margir fagna þeirri heimsókn. Eitt er víst, að Siglfirðingar og aðrir samstarfsmenn Stefáns heitins Baldvinssonar, eiga vini úti á Skagen, afkomendur hans og hinnar góðu konu, Ingu Þau tengsl munu ekki rofna. —

Guð blessi góðan dreng — í danskri mold. Björn Dúason.