Guðmundur Bjarnason (eldri) í Bakka

Guðmundur Bjarnason í Bakka og kona hans Halldóra Björnsdóttir: Glerplata: G-0187 -Ljósmynd Kristfinnur

Siglfirðingur 1. október 1941

77 ára afmæli átti Guðmundur Bjarnason í Bakka 6. sept. s.l. Heimsóttu margir vinir og kunningjar þau hjónin í tilefni af afmælinu og bárust þeim gjafir, blóm og árnaðaróskir víðsvegar að.

Guðmundur er ennþá ern og kvikur á fæti með óbilaðan áhuga á atburðum líðandi stundar og stáltryggt minni um atburði liðinna ára. Væri þess full þörf, að þeir, er safna vildu drögum til sögu Siglufjarðar finndu Guðm. að máli og ritfestu sagnir hans og heimildir. Einnig væri það ánægjulegt, ef úr því gæti orðið, að rituð yrði ævisaga Guðmundar, því þar mundi birtast margskonar fróðleikur um menn og málefni síðustu 50 ára. Á afmæli Guðmundar barst honum eftirfarandi kvæði frá Hannesi Jónassyni bóksala: GUÐMUNDUR BJARNASON Bakka. 6. sept. 1941

 • Enn er sól í Siglufirði
 • sannarlega er mikils virði
 • enn að horfa á annes, tinda
 • enn að hlusta á boðskap vinda,
 • enn að líta á lognsins öldu,
 • leggjast upp að bergi köldu,
 • enn að lifa aftanfriðinn,
 • enn að hlýða á fuglakliðinn.
 • Í dag ertu sjö og sjötíu ára.
 • Sannarlega tímans bára
 • margt hefir frá þér burtu borið,
 • býsna oft í sundur skorið
 • þætti, sem að saman festu
 • sifjalið og vini beztu.
 • Þeir eru horfnir yfir ósinn.
 • Ótal gleðistunda-ljósin
 • frá liðnum tíma leggja bjarma
 • á leið, og auka hjartans varma. 
 • Gamall sendir gömlum braginn.
 • Guð þér blessi þenna daginn
 • og alla daga er áttu að lifa,
 • allt sé þér til heilla og þrifa.
 • Verndi þig sá, er veröld styður.
 • Vefjist um þig ró og friður.
 • Vinsemd hreina hlýtt og þakka.
 • Heill sé Guðmundi í Bakka 

Hannes Jónasson.

--------------------------------------------

Einherji 7 september 1944

Guðmundur Bjarnason Bakka - áttræður Guðmundur Bjarnason, Bakka, varð áttræður miðvikudaginn 6. september 1944. Hann er fæddur í Brennigerði við Sauðárkrók 1864, en fluttist þaðan með foreldrum sínum til Siglufjarðar 1870 og hefir verið hér síðan.

Faðir Guðmundar var Bjarni Guðmundsson hákarlaformaðurinn frægi á Siglfirðing um mörg ár. Eins og kunnugt er varð 1866 (þegar Guðmundur var 2. ári) eitt hið mesta — sennilega það allra mesta hafísár, sem gengið hefir yfir landið á 19. öldinni — og varð þurrabúðarfólk þá í Skagafirði sums staðar, að leggja. sér til munns hreinsaðar skóbætur og steiktar. Þá var ekkert hús í Sauðárkrók nema sjóbúð föður Guðmundar.

Ísaárið mikla, 1882, fór Guðmundur fyrst í hákall, — svo sem kallað var — á opnu gaflskipi (eign Snorra Pálssonar og Chr. Havsteens). Höfðu slíkir norskir bátar fyrst komið til Siglufjarðar þá fyrir 2 árum (1880). 8 menn voru á þessu skipi og fengu þeir í hlut 14 kúta lifrar í sjóferðinni. Var þetta í febrúar. 1 apríl sama ár fór Guðmundur sem háseti á hákallaskipið Baldur, bezta skipið frá Eyjafirði. En þeir komust ekki nema eina sjóferð (einn „túr" eins og kallað var) og fengu í henni eftir hálfaða viku um 150 tn. lifrar.

Flest eyfirzku skipanna komust þá ekki inn aftur á Eyjafjörð, heldur urðu að hleypa til Raufarhafnar (og eitt til Þórshafnar) og lágu þar yfir vorið og mikinn hluta sumarsins. Siglfirzku hákallaskipin komust þá ekki út allt vorið og ekki fyrr en langt fram á haust. Einmitt í byrjun september rétt eftir afmæli fór Guðmundur af skipi sínu og heim til Siglufjarðar jarðar landveg. Hrepptu þeir ofsaveður og hríð, svo að ófærð varð á leiðinni. Varð för hins óharðnaða unglings hin erfiðasta.

Er þessa getið hér til þess að sýna, við hve þröng kjör Guðmundur varð að búa í æsku, og gefa æskulýð þessa bæjar hugmynd um, hve fast forfeður þeirra oft urðu árar að knúa til þess að bjarga fé og fjöri sínu og ástvina sinna. Það fór ekki hjá því, að svo hlaut að fara, að Guðmundur kynntist mörgum hákallahetjum í hákallaförum sínum og í starfi sínu fyrir Gránu.

Er hann fróðari um hákallaútgerð og hákallaveiðar norðan lands en nokkur annar núlifandi maður. Hann var svo næstu árin ávallt á hákallavertíðum á ýmsum hákallaskipum unz hann 1892 réðist til Gránuverzlunar og hafði á hendi bræðslu lifrar fyrir verzlunina og umsjón með bræðslunni. Fórst Guðmundi það starf vel úr hendi og vandaði mjög til verksins svo að hann varð kunnur af.

Guðmundur er einlægasti og ósérplægnasti maður. Hann hefur miklar mætur á Siglufirði og er mörgum Siglfirðing um að góðu kunnur. Hann hefir fylgzt vel með vexti og viðgangi bæjarins og ber hag kaupstaðarins mjög fyrir brjósti. Fyrir vel unnin störf í þágu færeysku þjóðarinnar hefir hann verið sæmdur verðleikaorðu Dana. Blaðið Einherji óskar honum innilega til hamingju, þakkar honum langt og dyggilega unnið ævistarf og óskar, að ævikvöldið megi verða sem bjartast.