Harpa Ásgrímsdóttir Árdal, í Kanada
3. janúar 2020 |mbl.is
Látin er í Kanada Harpa Ásgrímsdóttir Árdal, 94 ára að aldri. Harpa var fædd 21. júní
1925 á Akureyri en hún lést 25. desember sl. í Toronto.
Foreldrar Hörpu voru María Guðmundsdóttir og Ásgrímur Pétursson.
Harpa var leirlistakona, meistari í bridge
og mikil áhugakona um heilsurækt.
Harpa var eftirlifandi eiginkona dr. Pálll Árdal, prófessors emeritus við Queen University Kingston (d. 25. mars 2003).
Harpa og Páll eignuðust fjögur börn,
þau
- Hallfríður Pálsdóttir félagsráðgjafa,
- María Páldóttir, leikstjóra og leikritahöfund,
- Steinþór Pálsson, forstjóra hjá Upplýsingastofnun heilbrigðismála í Toronto, og
- Grímur Pálsson kvikmyndatökumann,
Tengdabörn: níu barnabörn og 10 barnabarnabörn.
Harpa bjó í Edinborg í 25 ár og síðar í Kingston, Ontario í Kanada í 45 ár. Harpa var þekkt fyrir leirmuni sína og hlaut viðurkenningar í þeirri listgrein. Hún spilaði tennis og iðkaði jóga langt fram á níræðisaldur.