Guðvarður Jónsson málarameistari

Guðvarður Jónsson - Ljósm. Kristfinnur

29. desember 1996 | Minningargreinar mbl.is

Guðvarður Jónsson málarameistari á Akureyri, fæddist á Bakka í Sléttuhlíð í Skagafirði 23. nóvember 1916. Hann lést á Akureyri 22.desember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru

 • Jón Jónsson f. 20.1. 1887, d. 22.11. 1961, og
 • Anna Egilsdóttir, f. 10.8. 1882, d. 9.1. 1959.

Systkin hans eru:

 • Áslaug, f. 1913, býr á Dalvík,
 • Hólmfríður, f. 1914, látin,
 • Jóhannes Pétur, f. 1915, látinn,
 • Ingibjörg, f. 1917, látin,
 • Sigvaldi, f. 1919, látinn,
 • Guðbjörg f. 1920, býr í Kópavogi,
 • Marsibil, f. 1923, látin, Þóra, f. 1926 býr á Akureyri.

Fósturforeldrar Guðvarðar voru

 • Guðvarður Pétursson, f. 1895 (föðurbróðir) og
 • María Ásgrímsdóttir, f. 1896, lengst af á Minni-Reykjum í Fljótum.

Guðvarður lærði málaraiðn hjá Herbert Sigfússon á Siglufirði, lauk sveinsprófi 1950. Hann starfaði alla tíð sem sjálfstæður málarameistari.

Guðvarður kvæntist 23.9. 1942 Kristbjörg Reykdal Traustadóttir, f. 12.6. 1920 á Akureyri.

Börn þeirra eru:

 • 1) Arnald Reykdal, (sonur Kristbjargar, fóstursonur Guðvarðar), f. 1938, maki Ásta Þórðardóttir.
 • 2) Gréta Kolbrún, f. 1943, maki Steinþór Oddsson.
 • 3) Trausti Reykdal, f. 1944, maki Helga Einarsdóttir.
 • 4) Guðfinna, f. 1948, maki Valgarður Stefánsson.
 • 5) Snorri, f. 1953, vinkona Auður Eyþórsdóttir. Guðvarður átti 23 barnabörn og 21 langafabarn.

Útför Guðvarðar fer fram frá Akureyrarkirkju á morgun, mánudaginn 30. desember, og hefst athöfnin kl. 13.30.