Jóhann Þorfinnsson lögregluþjónn

Jóhann Þorfinnsson - Ljósmynd: Kristfinnur

Tíminn - 04. apríl 1962

MINNING:  -- Fyrir tæpum tveimur árum ritaði ég hér í blaðið stutta afmæliskveðju til Jóhanns Þorfinnssonar, fyrrv. lögregluþjóns í Siglufirði í tilefni af sextugsafmæli hans. Þar sagði ég m.a..:

„Jóhann Þorfinnsson ólst upp í Siglufirði á þeim tíma, sem Siglufjörður tók hvað mestum breytingum. Þó Siglufjörður væri friðsæll, lítill staður á veturna á fyrstu tugum aldarinnar gerbreytti hann um Svip á  sumrin þessi ár. Útlendingar í hundraðatali tóku sér þá bólfestu þar. Þessir „gestir" voru að sjálfsögðu velkomnir, en fóru ekki jafnan að lögum.

Fyrir því varð að ráða gott lögreglulið í Siglufirði. Til þess starfa þurfti helzt hraustmenni. Það varð því engin tilviljun, að Jóhann Þorfinnsson gerðist lögreglumaður i Siglufirði og starfaði að löggæzlumálum þar í aldarfjórðung. Jafnframt löggæzlumannsistarfinu sinnti Jóhann Þorfinns. öðru starfi, sem ég vil sérstaklega gera að umtalsefni hér.

Hann var sjálfkjörinn leiðsögumaður leitarflokka og fór hvenær sem kallað var um fjöll og fjörur Siglufjarðar og, næsta nágrennis, ef nauðleit þurfti að gera að mönnum, skepnumum eða bátum. Hann var sjálfboðaliðinn, sem jafnan var leitað til, þegar mest á reið. Sjaldnast var talað um borgun. Á þessum ferðalögum kom sér vel, að hann þekkti vel Dalatá og Sauðanes og hafði gengið á Hólshyrnu, Nesnúp og Hestfjall sér til ánægju áður fyrr.

Árið 1948 varð Jóhann alvarlega veikur. Það duldist engum, að hann hafði ofreynt sig og furðaði það fáa, sem fylgzt höfðu með ferli hans. Hann hafði aldrei hlíft sér. Jóhann flutti til Reykjavíkur árið 1952. Hann fékk hér vinnu sem hentaði honum, en heilsan var á bláþræði og síðustu 5 árin hefur hann ekki, vegna heilsubrests, getað sinnt neinni vinnu.

En í veikindum sínum hefur hann virzt mér hvað herðabreiðastur, sterkastur og stærstur, þrátt fyrir allt. Hann var fyrirmynd, er hann kleif fjöllin, þeystist áfram á skíðum, var forsvarsmaður björgunarleiðangra, en hann var það ekki síður nú, er hann er veikur — kvartar aldrei.

Nú er þessi dugmikli maður og góði drengur látinn, Hann andaðist að' heimili sínu, 1 Miklubraut 18, að morgni 26. marz 1962. Hans er sárt saknað, ekki eingöngu af hans nánustu, heldur öllum þeim, er höfðu af honum einhver kynni.

Jóhann Þorfinnsson var fæddur 18. júlí árið 1900 að Neðri-Skútu, austan Siglufjarðar, sonur hjónanna, sem þar bjuggu, Marzibil Ólafsdóttir og Þorfinnur Jóhannsson, skipstjóri.
Jóhann missti föður sinn, er hann var aðeins 3ja mánaða gamall.
Afi hans og amma Jóhann Þorfinnsson og Petra Jakobsdóttir, tóku hann þá til fósturs og ólu hann upp, en þau bjuggu skammt frá Neðri-Skútu.

19. apríl 1925 kvæntist Jóhann; Aðalbjörg Björnsdóttir frá Á í Unadal.

Hún flutti ung með foreldrum sinum til Siglufjarðar, frú Stefanía Jóhannesdóttir og Björn Guðmundsson.

Frú Aðalbjörg og Jóhann áttu fallegt heimili í Siglufirði, enda er frú Aðalbjörg listhneigð og hög. Í veikindum Jóhanns var hún jafnan hans hægri hönd og oft báðar.
Börn þeirra eru:

  • Sigurlaug Jóhannsdóttir, gift Skarphéðinn Björnsson, Siglufirði.
  • Þorfinnur Jóhannsson, (Bússi Jó) búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Ingibjörgu Karlsdóttur, og
  • Björn Jóhannsson, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ellen Júlíusdóttur.

Jóhann Þorfinnsson er ekki lengur meðal okkar, en meðal Siglfirðinga og annarra, sem þekktu hann, mun lengi verða minnzt karlmennsku hans og dirfsku, hjálpsemi og hjartahlýju.
Blessuð sé minning hans.

Jón Kjartansson
-----------------------------------------