Herbert Sigfússon málarameistari Siglufirði.

Herbert Sigfússon - Ljósmynd Kristfinnur

mbl.is 18. Maí 1967

Herbert Sigfússon

SEXTUGUR er í dag, 18. Maí 1967, Herbert Sigfússon, málarameistari, Siglufirði. Hann er Eyfirðingur að ætt og uppruna fæddur að Arnarstöðum í Saurbæjar hreppi 18. maí, 1907. Voru foreldrar hans þau Sigfús Jónsson, bóndi þar, og kona hans, Halldóra Randversdóttir. Hann missti ungur móður sína og ólst upp með föður sínum og stjúpu.

Stundaði hann eftir fermingaraldur öll algeng störf við Eyjafjörð og víðar, en flutti tæplega tvítugur að aldri til Siglufjarðar, sem þá var í örum vexti og hefir hann búið þar samfleytt síðan. Nam hann fljótlega eftir að hann flutti þangað málaraiðn, sem hann hefir stundað síðan af mikilli leikni og kunnáttu, enda hefir mjög verið eftir honum sótzt til starfa ekki aðeins á Siglufirði, heldur einnig um nærsveitir og víðsvegar um land.

Herbert er maður smekkvís og listfengur. Er það ekki aðeins að hann sýnd þá eiginleika i verkum sínum í iðngrein sinni, heldur fæst hann einnig við gerð landslags mynda og annarra málverka. Bera þau vott vandvirkni og snyrtilegs handbragðs. Maðurinn sjálfur er einnig snyrtimenni hið mesta, hár, íturvaxinn og fríður sýnum. Skyldi engan gruna, að hann væri kominn á þennan aldur, heldur miklu fremur, að þar færi fertugur maður þar sem hann er. Herbert er glaðlyndur maður, fyndinn og skemmtilegur í viðræðum og hefir óvenju glöggt auga fyrir öllu sem skoplegt er.

Hefir hann oft skemmt þeim, sem þetta ritar með spaugi sínu og hnitnum tilsvörum, enda er hann hrókur alls fagnaðar á góðra vina fundi. Hann er höfðingi hinn mesti heim að sækja og hafa margir Siglfirðingar og aðrir fyrr og síðar notið rausnar hans og höfðingsskapur á hinu vistlega og hlýlega heimili, sem kona hans Gunndóra Jóhannsdóttir, ættuð af Siglufirði (og Siglunesi), hefir búið honum að Hvanneyrarbraut 32 og nú að Hólavegi 10 á Siglufirði.

Herbert er maður greiðvikinn með afbrigðum og vill hvers manns vanda leysa, enda er hann í hvívetna drengur hinn bezti. Á þessu merkisafmæli munu margir hugsa hlýtt til Herberts Sigfússonar og konu hans Gunndóru og þakka þeim margar liðnar ánægjustundir. Sjálfur óska ég þessum vini mínum þess, að hann megi enn um mörg ókomin ár halda æsku sinni og atgjörfi, andlegu og líkamlegu óskertu og lifi þessi sextugi unglingur svo heill, vel og lengi. 

E.I.
-----------------------------------
Ýmis sýnishorn tengd Hebba málar:
………………...........................
Mjölnir - 27. mars 1946    Ein af mörgum álíka tilvitnunum um Herbert málara

......... en hinsvegar er það ágætlega úr garði gert til flutnings á leiksviði, bæði frá höfundarins og þýðarans hendi. Ýmsum mun finnast það nokkuð gróft á köflum, og er nokkuð hæft í því, en þó ekki svo, að neinum ætti að þykja sér mis- boðið. Hinsvegar orkar tvímælis hvort rétt er að leyfa börnum aðgang að því. — Leiktjöldin hefur Herbert Sigfússon gert, og er óhætt að segja, að sjaldan muni hafa sézt fallegri……………..
------------------------------------------------------------
GREIN>  Einherji – 14. desember 1946

MÁLVERKASÝNING
Herbert Sigfússon, málari, hefur opnað málverkasýningu i Gildaskálanum og verður sýningin opin næstu daga frá kl. 11 f.h til kl. 9 e. h. Það er flestum Siglfirðingum kunnugt, að Herbert hefur um mörg ár fengizt við listmálningu i tómstundum sínum, og hafa margar af myndum hans borið ótvíræðan vott um ríka listræna hæfiíeika og þótt með afbrigðum góðar.

Málverk eftir Herbert prýða nú orðið fjölda heimila hér í Siglufirði. Þetta mun vera fyrsta opinbera sýningin, sem Herbert efnir til, á málverkum sínum, svo að án efa verður mörgum forvitni á því að sjá hana. Alls eru á sýningunni um 30 myndir, vatnslitamyndir og olíumálverk, stór og smá. Flestar munu myndirnar málaðar í sumar og eru aðallega landslagsmyndir eða úr atvinnulífinu. 

Eru þær úr Borgarfirði, frá Þingvöllum, Siglufirði og víðar. Hér verður ekki lagður neinn dómur á listgildi sýningarinnar eða einstakra málverka, þar sem þessum línum er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á sýningunni og hvetja menn, til þess að sjá hana, enda efast ég ekki um það, að mörg málverkin munu vekja athygli og sýningin i heild þykja eftirtektarverð og merkileg. Það er spá, mín, að eftir þessa fyrstu sýningu, muni Herbert málári, gefa sig meir en áður að listmálningu, og að ekki líði á löngu, áður en hann verði víðar kunnur en hér á Siglufirði.

Ó.J.Þ.   (sr. Óskar J Þorláksson)
----------------------------------------------------

VIKAN, 1947 - SÝNING Félags ísl. Frístundamálara.
Þar átti Herbert amk. eitt málverk: „Ullarþvottur í sveit“  (mynd af verkinu neðst á þessari sððiu)
------------------------

Mjölnir - 25. maí 1978

Listsýning Sá merki viðburður varð á Siglufirði þann 20. maí s.l. að haldin var málverkasýning Herberts Sigfússonar, eða Hebba, eins og allir nefna hann. Helst er sýningin merk fyrir það, að hér er á ferð mikill hæfileikamaður, sem hefur starfað á Siglufirði í hálfa öld að iðn sinni og list. Ferill Hebba sem listamanns er ekki ósvipaður sögu Siglufjarðarbæjar. Það hafa skipst á atorkutímar og deyfðartímar. Og kannski eru þeir að byrja nýtt blómaskeið, bærinn ' okkar og sjötugur unglingurinn, Hebbi.

Ýmislegt ber þess merki, eins og það, að hér skuli haldin svo fjölsótt listsýning, og hve langt er síðan Hebbi hefur afkastað slíku sem síðustu misserin. Myndirnar á sýningunni voru eins og gengur misjafnar að gæðum, en það sem mest vekur athygli er það hve þær voru fjölbreytilegar að stíl og sumar mjög „nútímalegar". í bestu myndum hans, eins og „Blóm og ávextir", „Þróun", „Tveir heimar" „Vala gilsá" og portrettmyndinni „Jóhannes Jóhannesson" kemur það skýrt fram hve góður listamaður Hebbi er. Að lokum óska ég Hebba langra lífdaga og starfsamra og að hann eigi eftir að gleðja okkur oftar með myndum sínum.

Ö. K.
--------------------------------------------------------

Siglfirðingur - 26. maí 1978
Eins og allir Siglfirðingar vita, átti Siglufjörður 60 ára kaupstaðarafmæli 20. maí s.l. og 160 ára verzlunarafmæli. Þjónustuklúbbarnir í bænum, ásamt bæjarstjórn hafa á undanförnum árum séð um hátíðarhöld dagsins, og var svo einnig nú. Dagskráin hófst á íþróttavellinum, með því að litla lúðrasveitin lék nokkur lög undir stjórn Elíasar Þorvaldssonar, en síðan var keppt í frjálsum íþróttum.

Einnig var keppt í knattspyrnu, norðurbær — suðurbær, og sigraði norðurbær 1—0. Þá var málverkasýning á verkum Herberts Sigfússonar í Gagnfræðaskólanum. Mjög góð aðsókn var að sýningunni, eða um þrjúhundruð sýningargestir. Þá kom bæjarstjórn Siglufjarðar saman og var þar ákveðið einróma, að bæjarstjórnin beitti sér fyrir byggingu smáíbúða fyrir aldrað fólk í Siglufirði. Um • kvöldið var haldin hátíðarsamkoma í Nýja Bíó.

Hátíðina setti Knútur Jónsson, forseti bæjarstjórnar, en hátíðarræðuna flutti Jóhann Jóhannsson, fyrrverandi skólastjóri. Júlíus Júlíusson og Páll Helgason fluttu ljóðaþátt, og að þessu. sinn var Jón úr Vör kynntur, en það hefur verið föst venja að skáld séu kynnt á 20. maí.  Þá var á skemmtuninni einnig flutt klassísk tónlist, Litla lúðrasveitin kom fram, Gautar Spiluðu, og að síðustu söng Kiwaniskórinn nokkur lög. Aðsókn að hátíðarsamkomunni var mjög góð, lét nærri að húsfyllir hafi verið. Einnig voru haldin diskótek fyrir börn og unglinga í Alþýðuhúsinu, og var aðgangur að þeim ókeypis.
------------------------------------------------------

Jón Björgvinsson (Nonni Björgvins) skrifar um Herbert Sigfússon í www.trolli.i

----------------------------------------------
F
leiri Upplýsingar frá gömlum bköðum: >>>>>

„Ullarþvottur í sveit“ eftir Hebba