Sigfúsína Stefánsdóttir Túngötu 20 Siglufirði

Sigfúsína Stefánsdóttir 99 ára 2020 - Ljósmynd Björn Valdimarsson

Sigfúsína Stefánsdóttir Túngötu 20 Siglufirði

Hennar er getið sem 75 ára afmælisbarns í  Dagblaðið Vísir - DV - 15. júní 1996 og væntanleg fædd samkvæmt því; árið 1921

Einnig er hún varð 80 ára Dagblaðið Vísir - DV - 16. júní 2001 

Og þegar hún var 95 ára   Morgunblaðið - 16. júní 2016  

ELSTI SIGLFIRSKI SIGLFIRÐINGURINN  -

Sigfúsína Stefánsdóttir á Siglufirði varð 99 ára í gær, 16. júní. 2020.  Enda þótt sex íbúar á Siglufirði hafi í gegnum tíðina náð 100 ára aldri þá var enginn þeirra fæddur á Siglufirði.

Sigfúsína er innfædd, hefur átt heima í bænum alla tíð, lengst við Túngötu 20, og er elst þeirra sem eru á lífi og eru fæddir á Siglufirði. Móðir hennar var frá Siglufirði en faðir hennar úr Skagafirði.

Í gær komu synirnir tveir og aðrir úr fjölskyldu Sigfúsínu í heimsókn.
Þá tók Björn Valdimarsson meðfylgjandi mynd af afmælisbarninu.