Margrét Marsibil Eggertsdóttir
Margrét Eggertsdóttir f. í Sandgerði 23. apríl 1903 - d. 9. júlí 1985
Maki hennar var Friðrik Ingvar Stefánsson bóndi (Friðrik Stefánsson Bakka) í Nesi í Haganeshreppi, Skagafirði, síðar á Siglufirði, f. 13.9.1897, d. 16.11. 1976.
Fyrri kona hans var Guðný Kristjánsdóttir frá Knútsstöðum í Aðaldælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, f. 24. ágúst 1895, d. 9. september 1928
Börn Friðriks og Guðnýjar Kristjánsdóttir
- Gunnfríður Friðriksdóttir:
- Jóna Friðriksdóttir f. 4. október 1922 - d. 15. september 1999
- Stefán Friðriksson f, 18. nóvember 1923 d 4. apríl 2001.
- Guðni Friðriksson f. 29. ágúst 1928 - d. 22. mars 1963
Börn Friðriks og Margrétar Marsibil, öll fædd í Bakka á Siglufirði:
- Guðný Una Friðriksdóttir f. 19. apríl 1931,- d. 13. nóvember 1932.
- Guðný Ósk Friðriksdóttir f 6. júní 1932 - d. 26. september 2015
- Guðbjörg Oddný Friðriksdóttir f. 10. apríl 1936.
- Eggert Ólafsson, f. 16. október 1942 - d. 24. júlí 2015. fóstursonur Margrétar og Friðriks, sonur Jónu Friðriksdóttur.
------------------
Margrét Marsibil var indæl kona, ég þekkti hana mjög vel enda var hún tengdamóðir mín.
Hún átti, allt fyrir þann tíma er ég kynntist henni, allt til síðasta
dags, við erfiðan sjúkdóm, bæklun að stríða, mjaðmaliðagigt, en aldrei kvartaði hún, þrátt fyrir og mikla kvalir sem hún reyndi að fela, en tókst þó ekki
alltaf.
Hún mátti ekkert aumt sjá, og var ávalt tilbúinn til aðstoðar ef geta hennar leyfði.
Blessuð sé minning hennar, sem enn lifir í hjarta mínu.
Steingrímur Kristinsson.