Marja Ingibjörg Sveinsdóttir (Páls)

Ingibjörg Sveinsdóttir

Ingibjörg Sveinsdóttir var fædd á Skarði í Skarðshreppi á Reykjaströnd í Skagafirði 27. júlí 1910. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 16. nóvember 2006. 

Foreldrar hennar voru Sveinn Lárusson, f. 14. apríl 1887, d. 29. mars 1972, og Lilja Kristín Sveinsdóttir, f. 7. ágúst 1881, d. 1933. Seinni kona Sveins var Una Friðriksdóttir, d. 2005.

Bræður Ingibjargar voru

 • Lárus Sigurberg Sveinsson, f. 24. júní 1912, d. 24. ágúst 1993, og
 • Sveinn Þórarinn Sveinsson, f. 2. nóvember 1914, d. 1. desember 1995.

Hinn 15.apríl 1939 giftist Ingibjörg Páll Ásgrímsson, f. 21. mars 1892, d. 3. ágúst 1978.

Foreldrar Páls voru Ásgrímur Sigurðsson, f. 8. desember 1856, d. 23. júní 1936, og Sigurlaug Sigurðardóttir, f. 21. desember 1861, d. 4. apríl 1952. 

Ingibjörg og Páll eignuðust þrjú börn. Þau eru: 

 • 1) Magnús Pálsson, f. 6. september 1939, maki Anna Ólafsdóttir, f. 4. júlí 1940.  Fyrri kona Magnúsar var Kolbrún Hálfdánardóttir, dóttir þeirra er
  • Harpa Hrönn Magnúsdóttir. 

 • 2) Sigríður Pálsdóttir, f. 10. desember 1940, maki Jóhann Löve, f. 30. júlí 1935. 
 • 3) Lilja Pálsdóttir, f. 15. janúar 1948, maki Magnús Steingrímsson, f. 2. júní 1951.
 • Börn þeirra eru
  • Sigurjón H., 
  • Ingibjörg og 
  • Ríkey Huld.  

Langömmubörn Ingibjargar eru sjö talsins.

Páll átti þrjá syni frá fyrra hjónabandi.
Þeir eru:

 • 1) Indriði Pálsson, f. 15. desember 1927, maki Elísabet Hermannsdóttir, f. 16. júní 1928.
  Börn þeirra eru

  • Sigríður Indriðason og 
  • Einar Páll Indriðason. 

 • 2) Einar Pálsson, f. 9. apríl 1929, d. 18. júní 1977, maki Matthildur Haraldsdóttir, f. 29. ágúst 1941.
  Sonur þeirra er
  • Einar Örn Einarsson. Fyrri kona Einars var Inga Heide.
   Börn þeirra eru 
   • Stefán Einarsson og
   • Margrét Heide. 


Fyrir hjónaband átti Einar eina dóttur, Sigrún Einarsdóttir, móðir hennar er Þórunn Bergþórsdóttir 

 • 3) Ásgrímur Pálsson, f.13. ágúst 1930, d. 17. desember 1984, maki Ragnheiður Hermannsdóttir, f. 11. janúar 1947. Fyrri kona Ásgríms var Anna Þorgrímsdóttir.

Börn þeirra eru

 • Eiríka Ásgrímsdóttir og 
 • Páll Ásgrímsson. 

Fyrir hjónaband átti Ásgrímur eina dóttur,

 • Birgitta Ásgrímsdóttir. Hún býr í Danmörku.

Ingibjörg fluttist á fyrsta aldursári með foreldrum sínum að Steini á Reykjaströnd þar sem hún bjó til 16 ára aldurs, en þá fluttist fjölskylda hennar að Ingveldarstöðum á Reykjaströnd þar sem hún átti heima til 25 ára aldurs.

Þaðan flutti hún til Akureyrar og var þar einn vetur. Síðan flutti hún til Siglufjarðar og vann þar við heimilisstörf til 1938, er hún réðst sem ráðskona til Páls Ásgrímssonar að Mjóstræti 2. 

Ingibjörg tók þar við heimilishaldi, en kona Páls hafði látist frá þremur ungum drengjum nokkrum árum áður. 

Einnig var öldruð móðir Páls, Sigurlaug Sigurðardóttir, á heimilinu þar til hún lést.

Ingibjörg vann við síldarsöltun meðan síld kom til Siglufjarðar og eftir það við fiskvinnslu. Hún starfaði í verkakvennafélaginu Vöku og í kvennadeild slysavarnafélagsins Vörn. 

Einnig tók hún virkan þátt í félagsstarfi aldraðra meðan hún hafði heilsu til. Ingibjörg bjó alla sína búskapartíð í Mjóstræti 2 en veturinn 1990 flutti hún í Skálarhlíð, dvalarheimili aldraðra á Siglufirði þar sem hún bjó meðan heilsa hennar leyfði. 

Síðustu árin dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar.