Jóhann G. Möller, fyrrverandi bæjarfulltrúi á Siglufirði
Jóhann G. Möller, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 25. júní 1997 á áttugasta aldursári.
Jóhann fæddist á Siglufirði 27. maí 1918, sonur hjónanna Christian L. Möller og Jóna S. Rögnvaldsdóttir.
Að loknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 starfaði hann sem verkamaður og síðar verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins.
Hann sat í stjórn SR 1959-71 og einnig í stjórn Lagmetisiðjunnar Siglósíldar um skeið.
Hann var bæjarfulltrúi á Siglufirði fyrir Alþýðuflokkinn 1958- 1982, í bæjarráði 1962-74 og 1978-82 og forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar 1978-82. Hann sat í fjölmörgum nefndum á vegum bæjarins og átti sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Siglufjarðarkaupstaðar um átta ára skeið.
Jóhann sat í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978-1982 og var fulltrúi á fjórðungsþingum Norðlendinga í mörg ár.
Jóhann var í stjórn Verkamannafélagsins Þróttar 1957-63, ritari Verkalýðsfélagsins Vöku frá 1976 til 1994 og í trúnaðarmannaráði þess til æviloka.
Hann sat mörg þing ASÍ, Verkamannasambands Íslands og Alþýðusambands Norðurlands.
Þá var hann og formaður Byggingarfélags verkamanna á Siglufirði 1958-1974. Jóhann var gerður að heiðursfélaga verkalýðsfélagsins Vöku 1993. Hann var einnig umboðsmaður Alþýðublaðsins á Siglufirði samfleytt í yfir hálfa öld.
Jóhann var meðal stofnenda Knattspyrnufélags Siglufjarðar, formaður þess um árabil og auk þess í stjórn Skíðafélags Siglufjarðar. Hann var gerður að heiðursfélaga KS 1992 og að heiðursfélaga Bridgefélags Siglufjarðar 1991. Árið 1983 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að verkalýðs-, félags- og sveitarstjórnarmálum.
Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Helena Sigtryggsdóttir frá Hrísey. Þau eignuðust sex börn en elsta dóttir þeirra, Helga K. Möller, lést árið 1992.
-----------------------------------------
Alþýðublaðið, fyrrihluti greinar þann 5 júlí 1997
Jóhann Georg Möller fæddist á Siglufirði 27. maí 1918 og bjó þar alla tíð. Hann lést í Reykjavík 25. júní síðastliðinn.
Foreldar hans voru Christian Ludvig Möller, lögregluþjónn á Siglufirði, f. 5. apríl 1887 á Blönduósi, d. 11. ágúst 1946 á Siglufirði, og kona hans Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, húsmóðir, f. 18. mars 1885 á Þrastarstöðum á Höfðaströnd, d. 6. feb. 1972 á Siglufirði.
Systkini Jóhanns voru þessi:
- 1) Alfreð Möller, f. 1909, látinn;
- 2) William Thomas Möller, f. 1914, látinn;
- 3) Rögnvaldur Sverrir Möller, f. 1915;
- 4) Unnur Helga Möller og
- 5) Alvilda María Friðrikka Möller, f. 1919; Kristinn Tómasson, f. 1921; Jón Gunnar, f. 1922, látinn.
Jóhann var kvæntur Helenu Sigtryggsdóttur frá Hrísey, f. 21. sept 1923 í Ytri-Haga á Árskógsströnd og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust sex börn:
- 1) Helga Kristín Möller, f. 30. okt. 1942, kennari við Digranesskóla í Kópavogi og bæjarfulltrúi í Garðabæ, d. 15. mars 1992. Maður hennar var Karl Harry Sigurðsson,
bankamaður, og dætur þeirra eru:
- Helena Þuríður, lögfræðingur, og
- Hanna Lillý.
- 2)
Ingibjörg María Möller, f. 12. júlí 1944, kennari og aðstoðarskólastjóri í Hlíðaskóla í Reykjavík. Fyrri maður hennar var Sigurður Harðarson arkitekt en
þau skildu.
Börn þeirra eru- Hörður Sigurðsson, dýralæknir,
- Jóhann Sigurðsson
- Fríða Sigurðardóttir.
- Jóhann á Jóna Diljá með unnustu sinni, Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir.
- Ingibjörg María er gift Barða Þórhallssyni, lögfræðingi,
deildarstjóra hjá Tryggingastofnun ríkisins.
- 3) Alda Bryndís Möller, f. 27. maí 1948, matvælafræðingur og þróunarstjóri hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Hún var áður gift Stefán Vilhjálmsson, matvælafræðingur. Maður hennar er Derek Karl Mundell, landbúnaðarfræðingur og framleiðslustjóri
hjá Fóðurblöndunni í Reykjavík.
Börn þeirra eru- Eva Hlín og
- Kristján.
- 4) Jóna Sigurlína Möller, f. 22. nóv. 1949, kennari og aðstoðarskólastjóri við Kópavogsskóla. Maður hennar er Sveinn Arason, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri
hjá Ríkisendurskoðun.
Dætur þeirra eru- Helena, læknir, og
- Kristbjörg.
- 5) Kristján
Lúðvík Möller, f. 26. júní 1953, íþróttakennari, framkvæmdastjóri og forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar, alþingismaður og ráðherra. Kona hans er
Oddný H. Jóhannsdóttir, verslunarmaður.
Synir þeirra eru- Jóhann Georg,
- Almar Þór
- Elvar Ingi.
- 6) Alma Dagbjört Möller, f. 24. júní 1961, svæfinga- og gjörgæslulæknir í Svíþjóð.
- Maður hennar
er Torfi Fjalar Jónasson, læknir og í sérfræðinámi í hjartalyflækningum í Svíþjóð.
Börn þeirra ung eru- Helga Kristín
- Jónas Már.
----------------------------------------------
Jóhann G. Möller
Siglufjörður í sumardýrð. Mannlífið allt var ein iðandi kös eins og spriklandi síldartorfa, sem veiðimaðurinn óttast að gangi
Jóhann G. Möller Siglufjörður í sumardýrð. Mannlífið allt var ein iðandi kös eins og spriklandi síldartorfa, sem veiðimaðurinn óttast að gangi sér úr greipum í seinasta sporðakastinu. Brækjan í vitum manns minnti stöðugt á tilgang tilverunnar í "Klondæk" síldarævintýrisins: Að mala gullið sem sótt var í greipar Ægis konungs. Síldarhreistrið var límt á hvern bryggjusporð sem breyttist í glerhált dansgólf, þar sem mörgum sakleysingjanum varð síðar hált á svellinu.
Og allar þessar konur út um allar þorpagrundir. Kvenblómi Íslands saman kominn á einum stað. Þær voru háværar eins og heimaríkur vargfugl í bjargi; hláturmildar í miðjum hamaganginum og með annarlegt blik í auga af eftirvæntingu þessarar náttlausu voraldar veraldar. Og karlarnir? Þeir voru veðurbarðir og með saltið í skegginu, látalæti í hverju spori, spígsporandi eins og hanar á haug, sælir í þeirri sjálfsblekkingu að allt væri þetta þeim til dýrðar.
Þvílíkt mannlíf! Þvílíkt karníval kynslóðanna! Þvílík tímasprengja óhaminna tilfinninga í miðri grútarbræðslu okkar hversdagslega brauðstrits. Þeir sem aldrei upplifðu Siglufjörð síldaráranna vita ekki hvað það er að hafa lifað; svo að við hljótum að samhryggjast þeim. Það var þarna, í síldarbræðslunni miðri, sem fundum okkar Jóhanns G. Möller bar saman fyrst, fyrir u.þ.b. 40 árum. Hann var verkstjórinn sem pískaði okkur strákana áfram á vöktum, en létti okkur leiðindin með linnulausum pólitískum málfundi.
Hann var grjótharður vinstrikrati og verkalýðssinni með lífsreynslu kreppuáranna í blóðinu. Ég var sautján ára og gallharður bolsi og afneitaði honum og Hannibal í annarri hverri setningu. Eitthvað varð maður að gera til að reka af sér slyðruorð ráðherrasonarins á þessu síldarplani stéttabaráttunnar. Við rifumst nefnilega undir vinstristjórn, sem hvorki kunni á gengi né þann gjaldeyri sem við lögðum nótt við nýtan dag til að afla; og tórði í einum andarslitrunum í önnur á forsíðum blaðanna á þessu heita sumri og beið þeirra örlaga að verða tekin af á
Alþýðusambandsþingi nokkrum misserum síðar.
Að vísu tókst Jóhanni ekki betur til við að píska okkur strákana út en svo að eftir tólf tíma vaktir í bræðslunni stóðum við frívaktir í löndun til þess að komast nær pilsfaldaveldinu á bryggjusporðunum.
"Andvaka var allt mitt líf", söng Sverrir konungur Birkibeina, fyrir fréttir. Og svo hvarf þessi hverfula draumadís, síldin, skyndilega og sporðlaust. Fremur en að játa mig sigraðan smyglaði ég mér í skipsrúm um borð í Elliða og þóttist þar með eiginlega vera orðinn innfæddur Siglfirðingur og maður með mönnum.
Síðan er mikið vatn til sjávar runnið. Við Jóhann tókum ekki aftur upp þráðinn fyrr en rúmlega tuttugu árum seinna. Þá var ég seztur í ritstjórastól á Alþýðublaðinu. Og Jóhann var þá, sem fyrr, öflugasti boðberi fagnaðarerindisins á Siglufirði og sérlegur umboðsmaður Alþýðublaðsins. Það var eins og við hefðum slitið talinu deginum áður. Jóhann var nefnilega samur við sig. Hann lét sér ekki nægja að tala um hlutina; hann gerði það sem aðrir töluðu um. Hann fór sjálfur á hjólinu sínu út um allan bæ til að safna áskrifendum að blaðinu og aftur til að rukka inn áskriftargjaldið.
Á þessum árum var hann forseti bæjarstjórnar í meirihlutasamstarfi undir forustu krata - og á kafi í ótal trúnaðarstörfum fyrir flokk, verkalýðshreyfingu og íþróttaæskuna í bænum. En það breytti engu. Jóhann hafði alltaf nægan tíma fyrir það sem mestu máli skipti.
Og upphefðin steig honum seint til höfuðs. Hann var jafn sporléttur fyrir því í þjónustu við þann málstað, sem hann ungur sór sína hollustueiða. Á formannsárum mínum í Alþýðuflokknum kom ég oft til funda á Siglufirði.
Þar ríkir enn sérstök fundahefð, sem ber með sér blæ Rauða bæjarins og kreppuáranna. Fundirnir eru betur sóttir en í öðrum sóknum. En það sem sker sig úr er að fulltrúar allra flokka og sjónarmiða mæta og taka til máls og kveða margir fast að orði. En í fundarlok, um eða upp úr miðnættinu, var það óbrigðult að eldhugi siglfirzkra jafnaðarmanna, gamli verkstjórinn minn úr Síldarbræðslunni, kvaddi sér hljóðs.
Hann las framsögumönnum og fundargestum pistilinn um baráttuna fyrir réttlætinu, um göfgi jafnaðarstefnunnar og um skylduna og trúnaðinn við hugsjónina; um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Að svo mæltu var fundi slitið. Enda fundu allir innst inni að nú hafði sá talað, sem bezt fór á að hefði síðasta orðið. Þær eru margar eldmessurnar sem við jafnaðarmenn höfum heyrt af vörum Jóhanns G. Möllers, á flokksstjórnarfundum og á flokksþingum. Þar kom hann ávallt fram sem sá vinur er til vamms segir.
Og orðum hans, sem mælt voru fram af heitu geði hugsjónamannsins, fylgdi meiri þungi en ella vegna þess að öll vissum við að Jóhann var jafnaðarmaður af lífi og sál, jafnt í orði sem á borði. Þess vegna var tónninn aldrei falskur. Jóhann G. Möller á að baki langt og farsælt ævistarf í þágu bernskuhugsjónar sinnar og heimabyggðar, sem hann unni hugástum.
Forsjónin hefur líka kunnað að meta hann að verðleikum því hún hefur fært honum þá hamingju í einkalífi sem er óforgengileg. Hamingja Jóhanns heitir Helena Sigtryggsdóttir frá Árskógsströnd, væn kona og mikil ættmóðir. Þeim varð sex barna auðið, sem öll eru hvert öðru mannvænlegra. Þau eru því umvafin barnaláni, sem heitir öðrum orðum guðsblessun. Þess vegna getum við nú að leiðarlokum kvatt vin okkar með gleði um leið og við jafnaðarmenn þökkum þessum félaga okkar eftirminnilega og ánægjulega samfylgd.
Jón Baldvin Hannibalsson.
---------------------------------------------------------------
Jóhann Georg Möller fæddist á Siglufirði 27. maí 1918 og bjó þar alla tíð. Hann lést í Reykjavík 25. júní síðastliðinn.
Foreldar hans voru Christian Ludvig Möller, lögregluþjónn á Siglufirði, f. 5. apríl 1887 á Blönduósi, d. 11. ágúst 1946 á Siglufirði, og kona hans Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, húsmóðir, f. 18. mars 1885 á Þrastarstöðum á Höfðaströnd, d. 6. feb. 1972 á Siglufirði.
Systkini Jóhanns voru þessi:
- Alfreð, f. 1909, látinn;
- William Thomas, f. 1914, látinn;
- Rögnvaldur Sverrir, f. 1915;
- Unnur Helga og tvíburi;
- Alvilda María Friðrikka, f. 1919;
- Kristinn Tómasson, f. 1921;
- Jón Gunnar, f. 1922, látinn.
Jóhann var kvæntur Helenu Sigtryggsdóttur frá
Hrísey, f. 21. september 1923 í Ytri-Haga á Árskógsströnd og lifir hún mann sinn.
Þau eignuðust sex börn:
- 1) Helga Kristín, f. 30. okt.
1942, kennari við Digranesskóla í Kópavogi og bæjarfulltrúi í Garðabæ, d. 15. mars 1992. Maður hennar var Karl Harry Sigurðsson, bankamaður, og
dætur þeirra eru- Helena Þuríður, lögfræðingur, og
- Hanna Lillý.
- 2) Ingibjörg María, f. 12. júlí 1944, kennari
og aðstoðarskólastjóri í Hlíðaskóla í Reykjavík. Fyrri maður hennar var Sigurður Harðarson arkitekt en þau skildu.
Börn þeirra eru- Hörður, dýralæknir,
- Jóhann og
- Fríða.
Jóhann á - Jónu Diljá með unnustu sinni, Sigurbjörgu Jónu Ludvigsdóttur.
- Ingibjörg er gift Barða Þórhallssyni, lögfræðingi, deildarstjóra hjá Tryggingastofnun ríkisins.
- 3) Alda Bryndís,
f. 27. maí 1948, matvælafræðingur og þróunarstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Hún var áður gift Stefáni Vilhjálmssyni, matvælafræðingi.
Maður hennar er Derek Karl Mundell, landbúnaðarfræðingur og framleiðslustjóri hjá Fóðurblöndunni í Reykjavík.
Börn þeirra eru- Eva Hlín og
- Kristján.
- 4) Jóna Sigurlína, f. 22. nóv. 1949, kennari og aðstoðarskólastjóri við Kópavogsskóla. Maður hennar
er Sveinn Arason, viðskiptafræðingur og skrifstofustjóri hjá Ríkisendurskoðun.
Dætur þeirra eru- Helena, læknir, og
- Kristbjörg.
- 5) Kristján Lúðvík, f. 26. júní 1953, íþróttakennari, framkvæmdastjóri og forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar. Kona hans
er Oddný H. Jóhannsdóttir, verslunarmaður.
Synir þeirra eru- Jóhann Georg,
- Almar Þór og
- Elvar Ingi.
- 6) Alma Dagbjört, f. 24. júní 1961, svæfinga- og gjörgæslulæknir í Svíþjóð. Maður hennar er Torfi Fjalar Jónasson, læknir og í
sérfræðinámi í hjartalyflækningum í Svíþjóð.
- Börn þeirra ung eru
- Helga Kristín og
- Jónas Már.
Jóhann Þeir voru jafnaldrar, frændi minn Jóhann G. Möller og Siglufjarðarkaupstaður. Bærinn fagnar 80 ára afmæli í maí á næsta ári, en Jóhann hefur nú kvatt okkur 79 ára að aldri. Það er nauðsynlegt að minnast hugsjónamannsins Jóhanns og Siglufjarðar í sömu setningunni því allt hans líf var helgað uppbyggingu síldarbæjarins, bættum kjörum og blómlegra félagslífi bæjarbúa.
Hann var sannarlega litrík persóna sem setti svip sinn á bæinn og óhætt að fullyrða að Siglufjörður verður fátækari þegar Jóhanns nýtur ekki lengur við. Jóhann varð gagnfræðingur frá MA 1937. Hann vann lengst af sem verkamaður og verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði. Hann sat í stjórn SR 1959-1971 og var varaformaður stjórnarinnar um hríð.
Hann var einnig í stjórn Lagmetisiðjunnar Siglsíldar, sem var í eigu SR, í nokkur ár. tók mikinn þátt i stjórnmálastarfi, verkalýðsmálum og félagsmálum frá unga aldri og fram á efri ár og að sumrin verkefnum vann hann til æviloka. Hann var bæjarfulltrúi á Siglufirði fyrir Alþýðuflokkinn samfellt í aldarfjórðung, eða á tímabilinu 1958- 1982. Hann sat í bæjarráði 1962-74 og 1978-82 og var forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar 1978-82.
Hann sat í fjölmörgum nefndum á vegum bæjarins, þ.á.m. hafnarnefnd, rafveitunefnd, sjúkrasamlagsnefnd og æskulýðsráði. Þá átti hann sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Siglufjarðarkaupstaðar um átta ára skeið. Að sveitarstjórnarmálum vann hann einnig á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga, var þar í stjórn 1978-1982 og var fulltrúi á fjórðungsþingum Norðlendinga í mörg ár.
Baráttumál verkamanna voru Jóhanni hugleikin til dauðadags. Hann var í stjórn Verkamannafélagsins Þróttar 1957-63, ritari Verkalýðsfélagsins Vöku frá 1976 til 1994 og í trúnaðarmannaráði þess til æviloka. Hann sat mörg þing ASÍ, Verkamannasambandsins og Alþýðusambands Norðurlands.
Þá var hann og formaður Byggingarfélags verkamanna á Siglufirði 1958-1974. Jóhann G. Möller var gerður að heiðursfélaga Verkalýðsfélagsins Vöku hinn 1. maí 1993. Jóhann G. Möller átti lengi sæti í flokksstjórn Alþýðuflokksins og sat fjölmörg flokksþing hans. Hann var umboðsmaður Alþýðublaðsins á Siglufirði í fimm áratugi. Jóhann var mikill áhugamaður um íþróttir.
Hann var meðal stofnenda Knattspyrnufélags Siglufjarðar, formaður þess um árabil og var auk þess í stjórn Skíðafélags Siglufjarðar. Hann var gerður að heiðursfélaga KS árið 1992 og að heiðursfélaga Bridgefélags Siglufjarðar árið 1991. Hann var formaður áfengisvarnanefndar Siglufjarðar og starfandi í bindindishreyfingunni lengi.
Jóhann G. Möller var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að félags-, verkalýðs- og sveitarstjórnamálum hinn 17. júní 1983. Jóhann verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jóhann var ef til vill meira áberandi á götum bæjarins en margur annar sökum þess að hann ýmist ferðaðist um á tveimur jafnfljótum eða á reiðhjóli.
Hann fór gjarnan hratt yfir og göngulagið var þannig að maður vissi úr langri fjarlægð hver þar var á ferð. Öllum var heilsað og oftast fór hann ekki langt án þess að spjall væri tekið á einhverju götuhorninu. Jóhann var einn af þeim sem kom sér ávallt strax að efninu þannig að sjaldnast stóð stoppið lengi. Hraðinn var það mikilli að það var stundum eins og Jóhann þyrfti að leysa öll mál bæjarins og þjóðarinnar á einum degi. Það er reyndar nokkuð til í þessu, um það bera öll hans verkefni, trúnaðarstörf og félagsstörf glöggt vitni.
Jóhann var hugsjónamaður og gekk snemma til liðs við Alþýðuflokkinn og verkalýðshreyfinguna. Mínar fyrstu minningar tengjast einmitt stjórnmálamanninum Jóhanni Möller. Ég var ekki hár í loftinu þegar Jóhann boðaði okkur systkinin niður í Borgarkaffi til þess að brjóta saman og bera út Neista — málgagn Alþýðuflokksins á Siglufirði. Þetta þótti okkur sjálfsagt og vorum í raun stolt af því að fá einhverja „vinnu".
Störfin urðu fleiri og ábyrgðarmeiri í kjölfarið; sala á 1. maí merkjum og útburður á Alþýðublaðinu með tilheyrandi innheimtuaðgerðum. Þó ég muni það ekki nú geri ég ráð fyrir að baráttumál jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingarinnar hafi borið á góma strax á þessum árum. Ég get í það minnsta þakkað þeim feðgum, Jóhanni og Kristjáni Möller, fyrir að eiga stærstan þátt í að vekja áhuga minn á stjórnmálum og boðskap Alþýðuflokksins.
Ég minnist þess til dæmis hversu fagnandi hann tók mér þegar ég leitaði til hans eftir heimildum þegar ég vann að lokaritgerð um átökin í Alþýðuflokknum og verkalýðshreyfingunni á kreppuárunum. I ljós kom að hann lúrði á sínu eigin pólitíska bókasafni sem innihélt m.a. fundargerðarbækur flokksfélaga og verkalýðsfélaga jafnaðarmanna á Siglufirði frá upphafi.
Þótt Jóhann hafi vart verið nema unglingur þegar átökin stóðu sem hæst var greinilegt að þessir atburðir stóðu ljóslifandi í minningu hans. Lýsingarnar og dramatíkin voru með þeim hætti að maður sá fyrir sér sjóðheita átakafundi og allt að því blóðug slagsmál krata og kommúnista. Jóhann var persónugervingar Alþýðuflokksins á Siglufirði. í áratugi gegndi hann öllum helstu embættum og trúnaðarstöfum fyrir flokkinn og verkalýðsfélögin, auk þess að sinna öllum stórum og smáum verkum sem þurfti að vinna til þess að halda úti öflugu flokksstarfi og heyja kosningabaráttu.
Þessu fékk ég að kynnast mjög náið þau ár sem ég var framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins og ritstjóri Alþýðublaðsins. Það leið varla sú vika, þessi fjögur ár, án þess að Jóhann hringdi á flokksskrifstofuna í Reykjavík. Oftast lá honum mikið á hjarta, enda flokkurinn í erfiðum málum og bullandi innanflokksátökum á þessum árum. Hann hikaði ekki við að segja meiningu sína og gagnrýna það sem honum þótti miður fara, en hann hafði einnig ráðleggingar og lausnir á reiðum höndum.
Á opnum fundum var gaman að sjá skörunginn Jóhann flytja ræður af mikilli innlifun og sannfæringarkrafti. Mér er í fersku minni fundur á Siglufirði fyrir nokkrum árum þar sem Jóhann gagnrýndi Jón Baldvin fyrir að fylgja ekki jafnaðarstefnunni í verki. Jón tók þessu vel, eins og hans var von og vísa, og kvað upp þann úrskurð að Jóhann væri samviska flokksins og það væri hollt fyrir forystumenn hans að koma öðru hvoru norður til þess að gleyma ekki hornsteinum jafnaðarstefnunnar.
Það er ekki ofsagt að Jóhann hafi verið einn af dyggustu stuðningsmönnum og velgjörðarmönnum Alþýðublaðsins og eins og nýleg dæmi sanna hefur Alþýðublaðinu oft og tíðum ekki veit af bandamönnum. Hann var umboðsmaður og fréttaritari blaðsins í áratugi og allt fram á áttræðisaldur hjólaði hann með blaðið til allra áskrifenda á Siglufirði, sem þá voru fleiri en margan grunar.
Hann vildi gjarnan halda þessum starfa áfram meðan heilsan leyfði og var þess vegna vonsvikinn þegar blaðstjórnin ákvað að leggja niður umboðsmannakerfi sitt árið 1992. Þrátt fyrir að heilsan hafi verið farin að bila undir það síðasta var það ætíð fastur liður hjá Jóhanni að sækja sér eintak í Alþýðuhúsið þegar hann var staddur í Reykjavík. Án Alþýðublaðsins gat hann ekki verið.
Á æskuárum mínum á Siglufirði vorum við nágrannar og það var ætíð gott að vippa sér yfir girðinguna til þeirra Jóhanns og Lenu enda eiga þau góða og samheldna fjölskyldu og oft var glatt á hjalla á Laugaveginum þegar dæturnar og barnabörnin komu í heimsókn að sunnan. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast hugsjónarmanninum Jóhanni Möller og ég mun sakna góðs frænda og vinar.
Við Jenný sendum Helenu, börnum, barnabörnum og eftirlifandi systkinum innilegar samúðarkveðjur.
Sigurður Tómas Björgvinsson.
-----------------------------------------------
Í þessum fáu línum langar mig að rifja upp og þakka þér, afi minn, fyrir þau 18 ár sem við höfum verið saman. Það er mér mjög ofarlega í huga þegar við „nafnarnir" fórum á hjólum að bera út Alþýðublaðið sem þér þótti svo vænt um. Þú lést mig svo smátt og smátt taka við af þér að bera út og það sem því tilheyrir. Ekki voru nú margir áskrifendur að Alþýðublaðinu á þessum tíma en þú lagðir alltaf allan þinn metnað í að koma blaðinu vel og tímanlega til skila. Það sýnir vel hversu þú unnir flokknum og blaðinu mikið.
Þú hugsaðir alltaf um alla, jafnt stóra sem smáa. Það hefðu t.d. ekki allir lagt það á sig að hjóla niður í síldarverksmiðju með fisk, þegar villiköttur hafði eignast kettlinga þar. Þetta lýsir þér einna best. Þú lést málefni flestra þig varða og þau voru ófá félagasamtökin sem þú styrktir. Þú varst dyggur stuðningsaðili í öllu sem tengist vímuvörnum og mikill bindindismaður sjálfur. Þegar maður var að skoða hverjir voru helstu styrktaraðilar t.d. hjá vímuvörnum, voru talin upp mörg stórfyrirtæki og svo Jóhann G. Möller.
Elsku afi. Ég mun sakna þess sárt að þú hringir ekki núna á hverjum degi og fáir upplýsingar hvernig gangi hjá okkur bræðrunum í íþróttunum. Þú hefur verið mesti og besti stuðningsaðili okkar í íþróttunum í gegnum árin. Þú misstir ekki af leik hjá okkur þegar þú varst í bænum, allt til æviloka. Síðustu leikir núna munu alltaf verða mér minnisstæðir því þá kappkostaði ég að reyna að skora, sérstaklega fyrir þig.
Þennan tíma sem þú hefur átt við veikindi að stríða og hefur verið rúmfastur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, var gott að fá fregnir af því að þú fylgdist með okkur í knattspyrnunni og var það mikil hvatning. Það verður skrýtið að spila heimaleiki og sjá þig ekki meðal áhorfenda, en vafalaust heldur þú samt áfram að fylgjast með okkur öllum þar sem þú ert núna. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig á þessum árum.
Jóhann Georg Möller, yngri.
---------------------------------------------
Kveðja frá bæjarstjórn Siglufjarðar Jóhann Georg Möller er látinn. Með honum er horfinn einn þeirra sem sett hafa svip sinn á Siglufjörð mestan hluta þessarar aldar. Ungur að aldri haslaði Jóhann sér völl innan Alþýðuflokksins. Á þeim árum sem hann var í Menntaskólanum á Akureyri gerðist hann ákafur talsmaður jafnaðarstefnunnar. Hann barðist fyrir bættum kjörum verkafólks og þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu.
Félagar hans fólu honum hin ýmsu störf sem inna þurfti af hendi. Þau verkefni sem hann tók að sér vann hann ávallt með það í huga að verkafólkið, skjólstæðingar hans, nyti þeirra. Hugur hans var jafnan hjá þeim sem minna máttu sín. Jóhann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar um aldarfjórðungsskeið. Hann gegndi þar æðstu embættum, var forseti bæjarstjórnar um hríð og sat í bæjarráði í fjögur kjörtímabil.
Þegar Jóhann sat í bæjarstjórn var staða bæjarfélagsins oft erfið. Það var ekki eftirsóknarvert að standa undir öllum þeim væntingum sem gerðar eru til bæjarfulltrúa við slíkar aðstæður. Allt þetta stóð Jóhann af sér og kom ósár frá því, en oft var baráttan erfið. Hann naut þeirrar ánægju að koma mörgum góðum málum í höfn og uppskar þannig oft árangur erfiðisins. Hann nálgaðist verkefnin með opnum huga og leysti þau þannig að þau kæmu að sem mestu gagni fyrir bæjarfélagið og þá ekki síst siglfirskt verkafólk.
Bæjarstjórn Siglufjarðar þakkar Jóhanni Georg Möller fyrir áratuga vel unnin störf í þágu bæjarins og sendir eiginkonu hans, börnum og öðrum ættingjum samúðarkveðjur. Siglufjörður í sumardýrð. Mannlífið allt var ein iðandi kös eins og spriklandi síldartorfa, sem veiðimaðurinn óttast að gangi sér úr greipum í seinasta sporðakastinu. Brækjan í vitum manns minnti stöðugt á tilgang tilverunnar í „Klondæk" síldarævintýrisins: Að mala gullið sem sótt var í greipar Ægis konungs.
Síldarhreistrið var límt á hvern bryggjusporð sem breyttist í glerhált dansgólf, þar sem mörgum sakleysingjanum varð síðar hált á svellinu. Og allar þessar konur út um allar þorpagrundir. Kvenblómi Íslands saman kominn á einum stað. Þær voru háværar eins og heimaríkur vargfugl í bjargi; hláturmildar í miðjum hamaganginum og með annarlegt blik í auga af eftirvæntingu þessarar náttlausu voraldar veraldar.
Og karlarnir? Þeir voru veðurbarðir og með saltið í skegginu, látalæti í hverju spori, spígsporandi eins og hanar á haug, sælir í þeirri sjálfsblekkingu að allt væri þetta þeim til dýrðar. Þvílíkt mannlíf! Þvílíkt karníval kynslóðanna! Þvílík tímasprengja óhaminna tilfinninga í miðri grútarbræðslu okkar hversdagslega brauðstrits.
Þeir sem aldrei upplifðu Siglufjörð síldaráranna vita ekki hvað það er að hafa lifað; svo að við hljótum að samhryggjast þeim. Það var þarna, í síldarbræðslunni miðri, sem fundum okkar Jóhanns G. Möller bar saman fyrst, fyrir u.þ.b. 40 árum. Hann var verkstjórinn sem pískaði okkur strákana áfram á vöktum, en létti okkur leiðindin með linnulausum pólitískum málfundi. Hann var grjótharður vinstrikrati og verkalýðssinni með lífsreynslu kreppuáranna í blóðinu.
Ég var sautján ára og gallharður bolsi og afneitaði honum og Hannibal í annarri hverri setningu. Eitthvað varð maður að gera til að reka af sér slyðruorð ráðherrasonarins á þessu síldarplani stéttabaráttunnar. Við rifumst nefnilega undir vinstristjórn, sem hvorki kunni á gengi né þann gjaldeyri sem við lögðum nótt við nýtan dag til að afla; og tórði í einum andaslitunum í önnur á forsíðum blaðanna á þessu heita sumri og beið þeirra örlaga að verða tekin af á Alþýðusambandsþingi nokkrum misserum síðar.
Að vísu tókst Jóhanni ekki betur til við að píska okkur strákana út en svo að eftir tólf tíma vaktir í bræðslunni stóðum við frívaktir í löndun til þess að komast nær pilsfaldaveldinu á bryggjusporðunum. „Andvaka var allt mitt líf", söng Sverrir konungur Birkibeina, fyrir fréttir. Og svo hvarf þessi hverfula draumadís, síldin, skyndilega og sporðlaust. Fremur en að játa mig sigraðan smyglaði ég mér í skiprúm um borð í Elliða og þóttist þar með eiginlega vera orðinn innfæddur Siglfirðingur og maður með mönnum. Síðan er mikið vatn til sjávar runnið.
Við Jóhann tókum ekki aftur upp þráðinn fyrr en rúmlega tuttugu árum seinna. Þá var ég sestur í ritstjórastól á Alþýðublaðinu. Og Jóhann var þá, sem fyrr, öflugasti boðberi fagnaðarerindisins á Siglufirði og sérlegur umboðsmaður Alþýðublaðsins. Það var eins og við hefðum slitið talinu deginum áður. Jóhann var nefnilega samur við sig. Hann lét sér ekki nægja að tala um hlutina; hann gerði það sem aðrir töluðu um.
Hann fór sjálfur á hjólinu sínu út um allan bæ til að safna áskrifendum að blaðinu og aftur til að rukka inn áskriftargjaldið. Á þessum árum var hann forseti bæjarstjórnar í meirihlutasamstarfi undir forustu krata - og á kafi í ótal trúnaðarstörfum fyrir flokk, verkalýðshreyfingu og íþróttaæskuna í bænum. En það breytti engu. Jóhann hafði alltaf nægan tíma fyrir það sem mestu máli skipti. Og upphefðin steig honum seint til höfuðs. Hann var jafn sporléttur fyrir því í þjónustu við þann málstað, sem hann ungur sór sína hollustueiða.
Á formannsárum mínum í Alþýðuflokknum kom ég oft til funda á Siglufirði. Þar ríkir enn sérstök fundahefð, sem ber með sér blæ Rauða bæjarins og kreppuáranna. Fundirnir eru betur sóttir en í öðrum sóknum. En það sem sker sig úr er að fulltrúar allra flokka og sjónarmiða mæta og taka til máls og kveða margir fast að orði. En í fundarlok, um eða upp úr miðnættinu, var það óbrigðult að eldhugi Siglfirskra jafnaðarmanna, gamli verkstjórinn minn úr Síldarbræðslunni, kvaddi sér hljóðs.
Hann las framsögumönnum og fundargestum pistilinn um baráttuna fyrir réttlætinu, um göfgi jafnaðarstefnunnar og um skylduna og trúnaðinn við hugsjónina; um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Að svo mæltu var fundi slitið. Enda fundu allir innst inni að nú hafði sá talað, sem best fór á að hefði síðasta orðið. Þær eru margar eldmessurnar sem við jafnaðarmenn höfum heyrt af vörum Jóhanns G. Möllers, á flokksstjórnarfundum og á flokksþingum.
Þar kom hann ávallt fram sem sá vinur er til vamms segir. Og orðum hans, sem mælt voru fram af heitu geði hugsjónamannsins, fylgdi meiri þungi en ella vegna þess að öll vissum við að Jóhann var jafnaðarmaður af lífí og sál, jafnt í orði sem á borði. Þess vegna var tónninn aldrei falskur. Jóhann G. Möller á að baki langt og farsælt ævistarf í þágu bernskuhugsjónar sinnar og heimabyggðar, sem hann unni hugástum.
Forsjónin hefur líka kunnað að meta hann að verðleikum því hún hefur fært honum þá hamingju í einkalífi sem er óforgengileg. Hamingja Jóhanns heitir Helena Sigtryggsdóttir frá Árskógsströnd, væn kona og mikil ættmóðir. Þeim varð sex barna auðið, sem öll eru hvert öðru mannvænlegra. Þau eru því umvafin barnaláni, sem heitir öðrum orðum guðsblessun. Þess vegna getum við nú að leiðarlokum kvatt vin okkar með gleði um leið og við jafnaðarmenn þökkum þessum félaga okkar eftirminnilega og ánægjulega samfylgd.
Jón Baldvín Hannibalsson.
------------------------------------
Djúp skörð hafa undanfarið verið höggvin í raðir íslenskra jafnaðarmanna. Bestu menn verkalýðshreyfingarinnar eru horfnir af vettvangi. Vart var fréttin af andláti Guðmundar J. Guðmundssonar komin til vitundar er sú frétt barst að Jóhann G. Möller væri farinn sömu leið. Þeir voru um margt líkir. Hvor í sínum stjórnmálaflokknum, en þó af sama meiði. Fullir réttlætiskenndar í endalausri baráttu fyrir bættum kjörum alþýðufólks, ástríðupólitíkusar, sem létu hjartað ráða. Annar bassi, hinn tenór.
Ég kynntist Jóhanni, vart orðinn táningur, er ég hafði séð um afgreiðslu Alþýðublaðsins á Siglufirði í fjarveru hans er hann þurfti að sækja vinnu suður um heiðar um skeið. Seinna reyndist hann meira en haukur í horni er við strákarnir á Siglufirði gengum í að endurreisa KS eftir nokkurn dvala. Bragi Magg, Helgi Sveins, Jónas Ásgeirs og Elli Magg voru boðnir og búnir sem eldri og reyndari menn að beina ákafa okkar strákana á réttar brautir, en Jóhann var sá sem var tilbúinn að taka að sér forystuna með þeim smitandi dugnaði sem einkenndi hann. Þannig var hann ætíð. Dugnaður Jóhanns var með ólíkindum.
Hann var ekki bara verkalýðsleiðtogi. Hann var líka verkamaður, sem stóð sína pligt á sínum vinnustað í Síldarverksmiðjunum. Jóhann var ekki bara einn af forystumönnum Alþýðuflokksins á Siglufirði um árabil. Hann bar líka út Alþýðublaðið í hvert hús, sá um flokksheimilið og vann verkin. Jóhann var ekki bara bæjarfulltrúi sitjandi í fjölda nefnda og í fjölda stjórna. Ég sé hann enn ljóslifandi fyrir mér á síldarverksmiðjulóðinni með fjölda verkamanna í kring um sig ræðandi málefni líðandi stundar.
Það var nefndin, þar sem hann naut sín best. Ég sé Jóhann ljóslifandi fyrir mér á síldarþrónum reynandi að koma vitinu fyrir hrokafullan ungan marxista frá Vestfjörðum, sem reyndar átti síðar eftir að verða formaður Alþýðuflokksins og sammála Jóhanni í einu og öllu. Jóhann var ekki bara formaður KS. Hann var líka leikmaður og skipuleggjandi. Ég sé hann enn fyrir mér með sinn sérkennilega leikstíl, hendurnar uppfettar, sem lýsti þeirri umhyggju sem hann bar fyrir góðri boltameðferð. Sömu umhyggju og hann bar til fólksins, verkalýðshreyfingarinnar, flokksins, blaðsins og fjölskyldunnar.
Jóhann var ekki bara. Hann var allt í öllu. Jóhann Möller var gæfumaður. Þau Lena áttu sex sérstaklega mannvænleg börn, mikinn kvennablóma, fimm stúlkur og einn strák. Helga, sem var elst, var skólasystir okkar hjóna. Hún dó við mikinn söknuð fyrir fimm árum. Kristján, sem var yngstur, er forseti bæjarstjórnar á Siglufirði og baráttufélagi i Alþýðuflokknum.
Við Bigga vottum þeim öllum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. í kosningabaráttu fjögurra Alþingiskosninga naut ég stuðnings Jóhanns Möller með ráðum og dáð. Stuðningur hans var jafn einlægur og skammirnar sem hann veitti mér fyrir að voga mér í prófkjör á móti sitjandi þingmanni þar áður. Hvoru tveggja fæ ég honum seint fullþakkað. Kjördæmið þolir ekki neina sundrungu í okkar röðum. Siglfirskir jafnaðarmenn sjá nú á bak sínum einarðasta baráttumanni.
En hugsjónir hans lifa með okkur áfram og það verður okkar hlutverk að bera þær fram til sigurs. Þannig hlúum við best að minningu Jóhanns G. Möller. Jón Sæmundur Sigurjónsson. Fyrstu kynni mín af Jóhanni Möller voru á knattspyrnuvelli. Það var 17. júní 1934. Það var í öðrum aldursflokki. Við vorum mótherjar þá. Hann var með KS en ég með ÍVS. Hvor fór með sigur af hólmi skiptir ekki lengur máli, en ég kynntist þá góðum dreng og íþróttamanni. Síðan héldu kynni okkar áfram að þróast á þessu sviði og þá vorum við samherjar í liði KS og stjórn þess.
Dugnaði Jóhanns á þeim vettvangi var við brugðið. Hann lék lengur með liðinu en nú þykir fært. Ég hafði gaman af því að fylgjast með er ungir og sprækir strákar komu inn í liðið. Þeir stóðu honum ekki á sporði, þótt hann væri allt að því helmingi eldri. Alltaf lék hann af sama áhuga og krafti. Fyrir nokkrum árum var Jóhann kjörinn heiðursfélagi Knattspyrnufélags Siglfirðinga. í verkalýðsmálum var Jóhann eldhuginn, sem ekkert dró af sér, einlægur, sanngjarn en harður. Hann var tiltölulega ungur kjörinn í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn og gegndi því trúnaðarstarfi um árabil.
Við vorum ekki sammála
í pólitík. Ég var kommi en hann krati. Krati eins og ég kynntist þeim bestum, þ.e. ísafjarðarkrötum, sem ég er af sprottinn. En aldrei brá skugga á sameiginleg áhugamál
okkar vegna stjórnmála. Jóhann lagði ekki þann kvarða við samferðamenn sína. Siglufjörður verður ekki samur að Jóhanni gengnum. Hann var fyrir löngu orðinn snar þáttur
í bæjarlífinu og vinsæll fyrir ötula framgöngu í hagsmunamálum bæjarfélagsins. Núna þegar leiðir skiljast, þykir mér vænt um að hafa kynnst slíkum
manni sem Jóhanni og þakka fyrir samfylgdina. Eiginkonu Jóhanns, afkomendum og tengdafólki votta ég mína dýpstu samúð.
Bragi Magnússon.
---------------------------------------------
Sjötugur: Jóhann G. Möller
í kvöld gefst margfalt tilefni til mannfagnaðar og vinafunda hjá okkur jafnaðarmönnum. Jóhann G. Möller og kona hans, Helena Sigtryggsdóttir, halda upp á sjötugsafmæli Jóhanns á heimili Jónu, dóttur þeirra, Hraunteigi 24, Reykjavík. Dóttir þeirra Jóhanns og Helenu, dr. Alda Möller, matvælaverkfræðingur, heldur upp á 40 ára afmæli sitt sama daginn. Dótturdóttir Jóhanns og Helenu og nafna hennar fagnar brautskráningu sem nýstúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Fáeinum dögum síðar mun yngsta dóttir Jóhanns og Helenu verða brautskráð frá læknadeild Háskóla Íslands. Það er því margfalt tilefni til mannfagnaðar og vinafunda með ættgarði Jóhanns og Helenu og vinum þeirra og vandamönnum. Hver er Jóhann G. Möller? Það vita allir Siglfirðingar sem komnir eru til vits og ára, allir jafnaðarmenn sem einhvern tíma hafa verið virkir í starfi Alþýðuflokksins; og allir þeir sem einhvern tíma hafa gengið til liðs við verkalýðshreyfinguna á Íslandi og lagt liðsinni baráttumálum hennar fyrir bættum kjörum og betra mannlífi í okkar landi. Við erum því mörg sem í dag minnumst Jóhanns G. Möllers þakklátum huga og samfögnum honum og fjölskyldu hans í þessum áfangastað. Hver er Jóhann G. Möller? Ef ég ætti að nefna einhvern einstakling sem öðrum fremur mætti vera öðrum til eftirbreytni sem sannur jafnaðarmaður í orði og verki, þá væri það hann. Hann á fáa sína líka. Að gera meiri kröfur til sjálfs sín en annarra er í mínum huga einföld, látlaus en um leið kröfuhörð og eftirsóknarverð dyggð. Jóhann G. Möller er þess konar maður. Þess vegna þykir okkur vænt um hann. Oft hef ég heyrt Jóhann Möller flytja mál sitt á mannfundum okkar jafnaðarmanna. Reyndar eru óvíða haldnir eftirminnilegri fundir en á Siglufirði, þar sem andi hans svífur yfir vötnunum. Oft hefur honum sollið móður af ákefð og einlægni fölskvalausrar réttlætiskenndar. Oft hafa ræður hans því hrært dýpri strengi í hjörtum okkar en ræður annarra manna, sem sléttmáli þykja. En hjá Jóhanni eru það ekki bara orðin sem hrífa. Maðurinn sem þau mælir hefur reynst svo trúr sinni hugsjón í öllu sínu lífi og starfi að það gefur orðum hans sérstakt gildi og ljær þeim þungan sannfæringarkraft. Hugsjónin, sem hreif Jóhann ungan til dáða, er heillandi draumsýn. Margir hafa játað henni ást sína af heitu blóði æskufuna. Hinir eru fáir sem reynst hafa æskuhugsjón sinni svo trúir að líf þeirra sjálft er eins og staðfesting á göfgandi krafti hennar og mannbætandi yi. Þess konar maður er Jóhann G. Möller. Ef við jafnaðarmenn tryðum á mannasetningar í mynd hinnar heilögu kaþólsku kirkju hefðum við fyrir löngu tekið hann í dýrlingatölu. Þess vegna er hann ekki kaþólikki. Þess vegna m.a. erum við jafnaðarmenn. Ætli ég hafi ekki fyrst heyrt Jóhanns G. Möllers getið í heimahúsum við pólitískt kaffibollaorðaskak ísafjarðarkrata i bernsku minni? Og fannst þess vegna eins og ég hefði þekkt hann alla tíð þegar ég komst 17 ára gamall til Sigló á síld og reifst við Jóhann um pólitík í kaffitímanum í síldarbræðslunni. Þá var ég bolsi en hann vinstrikrati. Seinna þegar ég fór að koma til funda á Siglufirði fannst honum ég vera orðinn hægrikrati. Hann var alltaf sami óforbetranlegi vinstri kratinn. Var, er og verður. Ég afneita hins vegar harðlega og staðfastlega nafngift hægri kratans. Auk þess verð ég æ vinstri sinnaðri sem ég hitti og heyri Jóhann oftar — og líka eftir því sem ég sit lengur í þessari ríkisstjórn, svona innan sviga. Vonandi verð ég orðinn eins „vinstrisinnaður" og Jóhann þegar ég verð sjötugur. Nafn Jóhanns G. Möllers er ekki bara tengt nöfnum Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar. Þá kemur mér hann í hug þegar ég minnist Siglufjarðar þar sem mér hefur alltaf fundist andi Jóhanns svífa yfir vötnunum. Þar er hann fæddur og fóstraður frá blautu barnsbeini og þar liggja öll hans spor. Hann er maðurinn sem talaði ekki um nauðsyn þess að útbreiða Alþýðublaðið. Hann gerði það, í eigin persónu; það þýðir að hann fór sjálfur fótgangandi eða á hjólinu sínu til að safna áskrifendum, koma blaðinu til þeirra og rukka fyrir það. Þetta stalst hann til að gera þegar aðrir hvíldust eftir erfiði dagsins. Að loknu gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1934 gekk Jóhann í þjónustu Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði þar sem hann hefur unnið í meira en hálfa öld. Hann sat í stjórn SR í 12 ár, þ.a. sem varaformaður stjórnar 1961—1971. Jóhann var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Siglufirði frá 1958-1982 og forseti bæjarstjórnar seinustu 4 árin. Nú hefur Kristján, sonur hans, leyst föður sinn af hólmi sem oddviti okkar jafnaðarmanna í bæjarstjórn Siglufjarðar. Jóhann Möller hefur gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir Alþýðuflokkinn og verkalýðshreyfinguna. Hann var í stjórn Verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði 1957—1963 og ritari Verkalýðsfélagsins Vöku frá 1976 til þessa dags. Hann átti lengi sæti í flokksstjórn Alþýðuflokksins og í verkalýðsmálanefnd hans. Hann hefur verið umboðsmaður og fréttaritari Alþýðublaðsins á Siglufirði frá ómuna tíð. Allt er þetta ævistarf en þó er hvergi nærri allt tíundað. Kristján vinur minn Möller, sonur Jóhanns og Helenu, á ekki langt að sækja íþróttaáhugann né heldur synir hans, barnungir. Jóhann Möller var einn af stofnendum Knattspyrnufélags Siglufjarðar og einnig lengi í stjórn Skíðafélags Siglfirðinga. Þar að auki er Jóhann óforbetranlegur bindindismaður. Og mesta furða hvað hann getur umborið breyskleika okkar hinna í þeim efnum. Jóhann G. Möller á nú þegar að baki langt og farsælt ævistarf í þágu bernskuhugsjónar sinnar og heimabyggðar, sem hann ann heitu hjarta. Forsjónin hefur líka kunnað að meta hann að verðleikum því að hún hefur fært honum þá hamingju í einkalífi sem er óforgengileg. Hamingja Jóhanns heitir Helena Sigtryggsdóttir frá Árskógsströnd, væn kona og eiguleg. Hún hefur alið bónda sínum sex börn sem eru hvert öðru mannvænlegra. Þau eru því umvafin barnaláni sem heitir öðrum orðum Guðsblessun. Meðan sá ættbogi er uppi er óþarfi að örvænta um aldingarð jafnaðarstefnu í okkar hrjóstuga landi — þótt hann rigni eldi og brennisteini. Fyrir hönd okkar íslenskra jafnaðarmanna flyt ég Jóhanni G. Möller og konu hans, Helenu, alúðarþökk fyrir ómetanlegt starf í þágu hugsjónar, málstaðar og hreyfingar í meira en hálfa öld. Það starf var ekki til einskis unnið og mun þó bera ríkulegan ávöxt í framtíðinni. Þannig munum við eða niðjar okkar að lokum uppskera eins og til var sáð.
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins.
---------------------------------------------------------------
Það er mikið um að vera hjá Siglfirðingum þessa dagana. Fyrst verður kaupstaðurinn sjötíu ára og síðan, réttri viku seinna, einn af hans mætustu og litríkustu
borgurum, Jóhann Georg Möller. Þeir hafa því fylgst að, kaupstaðurinn og Jóhann. Saga þeirra er samofin í sterkum vef, en Jóhann fæddist á Siglufirði þ. 27. maí
1918 sem fjórði af átta systkinum. Foreldrar hans voru hjónin Christian Ludwig Möller, lögregluþjónn, og frænka mín, Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir. Jóhann er einn
af hinum sönnu Siglfirðingum, sem tekur þátt í mannlífinu af lífi og sál. Og þegar dugnaður og samviskusemi fara saman með eldmóði og áhuga, þá fer ekki hjá
því að mikið liggi eftir, þótt áhugamálin hafi verið mörg. Jóhann tók virkan þátt (íþróttum á sínum yngri árum. Hann var einn af stofnendum
Knattspyrnufélags Siglufjarðar og sat lengi í stjórn skíðafélagsins. Það var á þessum vettvangi, sem ég kynntist Jóhanni fyrst. Nokkur deyfð hafði ríkt í
málefnum K.S. seinni hluta sjötta áratugarins, þrátt fyrir mikinn fjölda áhugasamra unglinga. Er við unglingarnir leituðum eftir reyndari mönnunum í til að leiða félagið var
Jóhann boðinn og búinn. Undir forystu Jóhanns var lagður grundvöllurinn að þróttmiklu unglingastarfi sem leiddi fyrst í stað til sigurs á Norðurlandamóti 1961, sem kveikti þann
neista sem félagið hefur æ síðan búið að. En Jóhann á sér fleiri áhugamál á sviði íþróttanna, því hann er í hópi liðtækari
bridge-spilara Siglfirðinga, en þaðan hafa komið margir snjallir kappar í þeirri grein. Það hæfir í þessu sambandi að geta þess, að Jóhann hefur alla tíð verið
stakur bindindismaður á áfengi og tekið virkan þátt í baráttunni gegn þeirri vá. Hann var lengi vel formaður Áfengisvarnarnefndar Siglufjarðar. Jóhann G. Möller hefur
verið verkamaður og verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði allan sinn starfsaldur, eða í 53 ár. Ötulli baráttumann fyrir bættum kjörum og réttindum
verkafólks er vart hægt að hugsa sér. Bæði í ræðu og starfi hefur Jóhann ætíð haldið vöku sinni fyrir því, að ekki sé gengið á hlut þeirra
lægstu í þjóðfélaginu. Þótt það hafi verið með sama hugarfari, sem hann hjálpaði unglingunum í knattspyrnufélaginu á sínum tíma, þá
svellur eldmóðurinn í málefnum verkalýðshreyfingarinnar hjá honum hvað heitast. Einnig á þessu sviði hefur hann verið kallaður til ábyrgðarstarfa. Hann var í stjórn
Verkamannafélagsins Þróttar 1957—1963 og hefur verið ritari Verkalýðsfélagsins Vöku frá 1976. Þau eru sennilega orðin óteljandi þau þing hjá ASÍ, VMSI og
AN, ráðstefnur, samningafundir og þau skipti sem Jóhann hefur gengið erinda félaga sinna í verkalýðshreyfingunni og starfsfélaga, til að þoka málefnum hreyfingarinnar eða réttindum
einstaklingsins áfram. Á stjórnmálasviðinu hefur íþróttaandi Jóhanns þróast í baráttuanda fyrir málefnum jafnaðarstefnunnar. Hann hefur um langan aldur verið
einn af forystumönnum Alþýðuflokksins á Siglufirði og flokksfólk almennt hefur vanist því, að ekki liði svo flokksþing að heitasta ræðan um tilgang jafnaðarstefnunnar sé
ekki haldin af Jóhanni Möller. Félagar hans í Alþýðuflokknum hafa líka valið hann til fjölda trúnaðarstarfa innan flokksins sem utan. Hann hefur verið formaður Alþýðuflokksfélags
Siglufjarðar, átt sæti í flokksstjórn og í verkalýðsmálanefnd Alþýðuflokksins. Jóhann var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Siglufirði samfellt
frá 1958 til 1982 eða í nær aldarfjórðung, og var forseti bæjarstjórnar 1978—1982. Hann sat í bæjarráði 1962—'74 og frá 1978—'82. Hann var í hafnarnefnd
1958-'62 og 1974-'78, í rafveitunefnd 1958—'62, í sjúkrasamlagsnefnd 1962-'66, Hólsbúsnefnd 1962—'70, í stjórn verksmiðjunnar Rauðku 1958—'62 og var í nokkur ár í
stjórn Lagmetisiðjunnar Siglósíld. Jóhann var í stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna Siglufjarðarkaupstaðar 1966—'70 og 1978-'82, í æskulýðsráði 1962-
'70 og formaður þess um skeið. Hann var formaður Byggingafélags verkamanna 1958-1974. Þá sat hann í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1959-1971 og var varaformaður stjórnarinnar
frá 1965-1971. Einn er sá þáttur af fjöldamörgum sem Alþýðuflokkurinn fær seint þakkað Jóhanni, en það er starf hans sem umboðsmaður og fréttaritari Alþýðublaðsins
á Siglufirði um áratugaskeið. Það er sama hvaða ábyrgðarstöðu Jóhann gegndi að öðru leyti, hvort sem það var forseti bæjarstjórnar eða eitthvað annað,
hann sá ætíð um að blaðið kæmist til skila. Fórnfýsi Jóhanns á þessu sviði er sennilega einsdæmi. Árið 1983 var Jóhann sæmdur riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu af forseta Íslands fyrir störf sín að félagsmálum. Jóhann G. Möller er gæfumaður. Hann kvæntist afburðakonu, Helenu Sigtryggsdóttur frá
Ytri-Haga á Árskógsströnd, og eignuðust þau sex börn. Af Jóhanni stendur meyjarblómi mikill, en fimm urðu dætur þeirra hjóna og sonurinn einn, en hann ætlar að reynast
sama kempan og faðir hans. Allt eru þetta óvenju vel gerðir einstaklingar, sem foreldrar þeirra geta verið stolt af. Barnabörnin eru orðin ellefu talsins. Ég vil óska félaga mínum, J6- hanni,
hjartanlega til hamingju á þessum merkisdegi. Ég óska honum áframhaldandi gæfu og gengis og góðrar heilsu og okkur hinum að við fáum enn notið starfsorku hans og hvatningar um langan aldur.
Ég er viss um að fjöldi vina hans og vandamanna munu samfagna með honum í dag, en hann og Alda dóttir hans, sem á fjörutíu ára afmæli í dag, taka á móti gestum á
Hraunteigi 24 í Reykjavík milli kl. 16 og 19. Ykkar heill.
Jón Sæmundur Sigurjónsson
-----------------------------------------------------------
Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988
Jóhann G. Möller, Laugarvegi 25, Siglufirði, er sjötugur í dag. Jóhann Georg er fæddur á Siglufirði, ólst þar upp og hefur búið þar síðan. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1934 og hefur verið verkamaður og verkstjóri hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði allan sinn starfsaldur, eða í 53 ár. Jóhann var í stjórn verksmiðjanna 1959-1971 og varaformaður stjórnarinnar 1965-1971. Hann var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Siglufirði 1958- 1982 og forseti bæjarstjórnar 1978- 1882. Jóhann var í bæjarráði 1962- 1974 og 1978-1982, í hafnarnefnd 1958 1962 og 1974-1978. Hann var í rafveitunefnd 1958-1962, sjúkrasamlagsnefnd 1962-1966 og Hólsbúsnefnd 1962-1970. Jóhann var í stjórn verksmiðjunnar Rauðku 1958-1962 og í nokkur ár í stjórn lagmetisiðjunnar Siglósíldar. Hann var í stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna Siglufjarðarkaupstaðar 1966-1970 og 1978-1982. Jóhann var í æskulýðsráði 1962-1970, formaður þess um skeið og var formaður Byggingafélags verkamanna 1958- 1974. Hann hefur alla tíð verið virkur í bindindishreyfingunni og var formaður áfengisvarnanemdar Siglufjarðar. Á yngri árum var Jóhann fjölhæfur íþróttamaður, hann var einn stofnenda Knattspyrnufélags Siglufjarðar, formaður þess um árabil og var í stjórn Skíðafélags Siglufjarðar í nokkur ár. Jóhann var í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1978-1982 og var fulltrúi á fjórðungsþingum Norðlendinga í mörg ár. Hann hefur alla tíð verið mjög virkur í verkalýðsbaráttunni og var í stjórn Verkamannafélagsins Þróttar 1957-1963 og hefur verið ritari Verkalýðsfélagsins Vöku frá 1976. Jóhann hefur verið fulltrúi á mörgum þingum ASÍ, Verkamannasambandsins og A^- þýðusambands Norðurlands. Hann hefur verið í flokksstjórn Alþýðuflokksins í fjöldamörg ár og er nú í verkalýðsmálanefnd flokksins. Þá hefur hann um áratugaskeið verið umboðsmaður og fréttaritari Alþýðublaðsins á Siglufirði. Jóhann var sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir störf að félagsmálum 1983. Jóhann kvæntist 1942, Helenu Sigtryggsdóttur, f. 21. september 1923. Foreldrar hennar voru Sigtryggur Sigtryggsson, sjómaður á Ytri-Haga á Árskógsströnd og kona hans, Ingibjörg Davíðsdóttir. Börn Jóhanns og Helenu eru Helga Kristín, f. 30. október 1942, kennari í Digranesskóla í Kópavogi, gift Karli H. Sigurðssyni, útibússtjóra í Útvegsbanka Íslands, Ingibjörg María, f. 12. júlí 1944, kennari í Hlíðaskóla í Rvík, Alda Bryndís, f. 27. maí 1948,Jóna Sigurlína, f. 22. nóvember 1949, yfirkennari í Kópavogsskóla, gift Sveini Arasyni, skrifstofustjóra hjá Ríkisendurskoðun, Kristján Lúðvík, f. 26. júní 1953, verslunarstjóri og bæjarfulltrúi á Siglufirði, kvæntur Oddnýju Jóhannsdóttur verslunarmanni, Alma Dagbjört, f. 24. júní 1961, er lýkur læknanámi nú í vor, sambýlismaður hennar er Torfi Jónasson læknanemi. Systkini Jóhanns eru, Alfreð, f. 30. desember 1909, vélsmiður á Akureyri, kvæntur Friðnýju Sigurjónu Baldvinsdóttur, William Thomas, f. 12. mars 1914, d. 19. júlí 1965, kennari í Skógaskóla, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur, Rögnvaldur Sverrir, f. 7. október 1915, kennari og kaupfélagsstjóri á Ólafsfirði, kvæntur Kristínu Helgu Bjarnadóttur, Alvilda Friðrikka María, f. 10. desember 1919, gift Birni Kristinssyni, sjómanni í Hrísey, Unnur Helga, f. 10. desember 1919, starfsmaður ílagmetisiðjunni Siglósíld á Siglufirði, Kristinn Tómasson, f. 8. júlí 1921, starfsmaður hjá Umbúðamiðstöðinni í Rvík og Gunnar, f. 27. júh 1922, verslunarmaður í Rvík, kvæntur Nönnu Þuríði Þórðardóttur. Foreldrar Jóhanns voru Christian Ludvig Möller, lögreglumaður á Siglufirði, og kona hans, Jóna Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir. Christian var sonur Jóhanns Georgs Möller, kaupmanns á Blönduósi, Christianssonar Möllers, veitingamanns í Rvík Olessonar Möllers, kaupmanns í Ryík, ættfóður Möllersættarinnar á Íslandi. Móðir Jóhanns kaupmanns var Sigríður Magnúsdóttir Norðfjörð, verslunarstjóra í Rvík, og konu hans, Helgu Ingimundardóttur. Móðir Christians lögreglumanns var Alvilda Maria Williamsdóttir Thomsens, kaupmanns á Vatneyri, og kona hans, Ane Margrethe Lauritzdóttur Knudsens, kaupmanns í Rvík, ættföður Knudsensættarinnar. Jóna var dóttir Rögnvalds, b. í Miðhúsum, Jónssonar. Móðir Rögnvalds var Gunnhildur Hallgrímsdóttir, b. á Stóru-Hámundarstöðum, Þorlákssonar, á Skriðu í Hörgárdal, Hallgrímssonar. Móðir Þorláks var Halldóra Þorláksdóttir, b. á Ásgeirsbrekku, Jónssonar, ættföður Ásgeirsbrekkuættarinnar. Móðir Jónu var Steinunn Jónsdóttir, b. á Þrastarstöðum á Höfðaströnd, Hallssonar og konu hans, Sigurbjargar Indriðadóttur.