Ökuprófið og holurnar

Eitt sinn er fullorðinn einstaklingur, sem ekki var alveg eins og fólk er flest ákvað að kaupa sér bíl og taka svo ökupróf í framhaldinu. Þetta var einstaklinga ljúfur og góður maður sem vildi gera allt fyrir alla. 

Honum tókst ágætlega til með aksturinn með prófdómarann sér við hlið og ekki var að sjá annað en hann kynni allar umferðreglur og hafði gott vald á ökutæki sínu. 

En það var svo þegar spurningaflóðin um vélbúnað, undirvagn sem tilheyrir ökutækjum og fleira, þá varð honum svara fátt. 

Prófdómarinn var á báðum áttum hvort hann ætti að skrifa upp á prófið þar sem í reglur hváðu á að viðkomandi verðandi ökumenn þyrftu að þekkja til vélbúnaðar og bifreiða í heild. 

Prófdómarinn stundi en datt svo í hug að spyrja einnar spurningar í viðbót, spurningu sem ekkert var tengt sjálfu prófinu.

Hann spurði: „Geturðu sagt mér til hvers holurnar á vegum eru?  

Nemandinn hugsaði sig um í smá stund og svaraði svo: „þær eru til að ökumenn keyri ekki of hratt“

 Prófdómarinn brosti og skrifaði undir prófskírteinið og sagði honum að fara með til fógeta og fá sér ökuskírteini.  

Aldrei varð þessi maður fyrir neinum óhöppum í akstri  bifreiðar sinnar. - 

Ofanritaða frásögn hefi ég eftir Þorkeli Jónssyni ökukennara. (sk) - Nemandinn var P.M.