Árið 1950 - Ýmsar smáfréttir
Siglfirðingur 13. júlí 1950 Þoka á miðunum í gær
BLAÐIÐ spurðist frétta af síldveiðunum í gærkveldi og fékk þær upplýsingar, að dimm þoka hafi verið á miðunum í gær og engin síld veiðst. Snemma í morgun munu þó örfá skip hafa fengið lítilsháttar veiði: Engin síld hefur enn verið landað hjá SR hér, en eitthvað óverulegt til Rauðku.
----------------------------------------------------
Tíminn 21. Júlí 1950
Fimmtíu skip komu með síld til Raufarhafnar í gær
12—15 þús. mál komin á land í gærkvöldi og eftir að landa úr allmörgum skipum.
Um fimmtíu skip komu með síld til Raufarhafnar í gær, og hafðist ekki undan að landa. Sagði verksmiðjustjórinn í símtali við tíðindamann Tímans seint í gærkvöldi, að þá vær búið að landa 12—15 þúsund málum. Fjöldamörg skip biðu löndunar i Raufarhöfn i gær, eins og segir hér að framan, og höfðu ýmist fengið afla sinn í gærmorgun eða smám saman síðustu dægur. Veiðisvæðið var við Langanes. Meðal skipa þeirra, sem komu til Raufarhafnar í gær voru Hvanney með 700 mál, og var hún aflahæsta skipið, Garðar 350, Vöggur 400, Fróði 350, Hrönn 300, Þorsteinn frá Akureyri með 300, Haukur 350, Gylfi 400, Pálmar 350, Skíði 300, Græðir 300, Viðir 350, Grótta 300, Björg 300, Björn Jónsson 400, Sigrún frá Akureyri 350 og Sæhrímnir 600, Runólfur 300, Ólafur Magnússon 500, Ísbjörn 300, Freyfaxi 400, Keflvíkingur 500, Aðalbjörg 400, Týr 450, Nonni 400, Smári 350, Grindvíkingur 400 og Mummi 450. Fimm hundruð tunnur síldar voru saltaðar á Raufarhöfn í gær.
Siglufjörður. Til Siglufjarðar kom aðeins eitt skip með síld í gær. Var það Sigurður, er leggur upp hjá Rauðku. Kom hann í gærmorgun, og voru í honum um níu hundruð mál alls. Voru saltaðar úr honum á þriðja hundrað tunnur í gær, eitt hundrað tunnur fóru í frysti hús, en afgangurinn í bræðslu. — Þetta var fyrsta herpinótasíldin á sumrinu. Einhver skipanna munu hafa haldið til Eyjafjarðarhafna með afla sinn. Veðrið. Veður var allsæmilegt eystra í gærkvöldi, en fyrir Norðurlandi var, er vestar dró kalsaveður síðari hluta dags og leituðu skip vars þar
-------------------------------------------------------------------------
Tíminn 21. Júlí 1950
HÆRINGUR ER FARINN.
Hæringur lét úr höfn í Reykjavík um miðnætti í fyrrinótt. Ekki mun hann þó hafa lagt af stað út flóann fyrr enn í gærmorgun. (á leið norður fyrir land)
Ath. sk 2017 Hæringur var seldur til Noregs, árið 1954, höfðu einungis 13.850 mál síldar verið brædd í skipinu á fjórum árum og skuldir fjórfaldast. Heimild: www.sild.is
-----------------------------------------------------------------------
Alþýðublaðið 30 júlí 1950 Síldaraflinn:
Búið að salta í 55 tunnur og bræðslusíldin orðin milli 70 og 80 þús. mál. SIGLUFIRÐI.
Í GÆR nam heildarsíldarsöltunin á öllu landinu 5512 tunnum, og bræðslusíldaraflinn er orðinn rúm 70 þúsund mál á Raufarhöfn og Siglufirði, en til viðbótar hefur nokkuð komið í bræðslu til verksmiðjanna við Eyjafjörð; til Seyðisfjarðar og í bræðsluskipið Hæring.
Á föstudaginn var allgóð veiði á austursvæðinu, og var í fyrra kvöld landað 2300 málum á Raufarhöfn. í gær var aftur á móti komin bræla og vont veiðiveður. Um klukkan 6 á föstudag var bræðslusíldaraflinn á Raufarhöfn orðinn 62986 mál, en eftir það bættust 2300 mál víð sem landað var í fyrrakvöld og fyrri nótt. Til Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði hafa borist samtals 1104 mál, og til Rauðku um 4000 mál.
Þá hefur dálítið af síld komið í bræðslu hjá verksmiðjunum við Eyjafjörð, Seyðisfirði, og í Hæring, en ekki er vitað um nákvæma tölu á því magni. Söltunin skiptist þannig á hina ýmsu söltunarstaði: Á Raufarhöfn hefur verið saltað í 2817 tunnur, á Dalvík í 165, á Djúpavík 90, Húsavík 362, Seyðisfirði 401, Siglufirði 454, Þórshöfn 1280 og á Hjalteyri í 43 tunnur.
---------------------------------------------------------------
Mjölnir 2 ágúst 1950
Söltun og bræðsla S.l. mánudagskvöld á miðnætti var heildarsöltunin alls 10792 tunnur.
Skiptist hún sem hér segir:
- Dalvík......... 165 tn.
- Djúpavík....... 99 —
- Grímsey........ 11 —
- Húsavík....... 744 —
- Raufarhöfn . 4150 —
- Seyðisfjörður. 401 —
- Siglufjörður. 3294 —
- Þórshöfn.... 1885 —
- Hjalteyri....... 43 —
Söltunin á Siglufirði skiptist þannig:
- Ásgeir Pétursson. 103 tn.
- Samvinnufél. ísf.. 266 —
- Njörður h.f........ 202 —
- Pólarsíld ...........505 —
- Sunna h.f.......... 233 —
- Reykjanes h.f..... 566 —
- Dröfn ...............263 —
- Ísafold .............415 —
- K.F.S................. 65 —
- Söltunarfélagið.... 12 —
- Hafliði h.f......... 556 —
- Hrímnir h.f. .......309 —
- Pólstjarnan........ 99 —
Heildarsöltun hér var í gærkvöldi kl. 12 orðin 5326 tn., og talsvert mun hafa verið saltað annarsstaðar á landinu.
S.R. höfðu 1. ágúst tekið á móti 76714 málum til bræðslu á Raufarhöfn, 1742 málum á Siglufirði og 41 máli á Húsavík. Rauðka er búin að taka á móti 5500 málum, Hæringur var bú inn að taka á móti 2369 málum síðast þegar fréttist.
Morgunblaðið 6. Ágúst 1950 Ömurleg vertíð fyrir íslenska síldveiðiflotann. Útlendir veiða í reknet við Kolbeinsey
ÓSKAR HALLDÓRSSON útgerðarmaður kom snöggvast til bæjarins fyrir helgina og spurði blaðið hann frétta af síldveiðunum.
Hann komst m. a.: að orði á þessa leið. „Dauður bær" Siglufjörður hefur verið ,,dauður bær" það sem af er þessu sumri.
Sama og engin síld hefur komið þar á land. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa um 270 fastráðna menn í þjónustu sinni, en samtals hefur komið á land til Síldarverksmiðja ríkisins sem svarar bræðslu í hálfan dag fyrir eina verksmiðjuna.
Sumar söltunarstöðvar þar hafa enga síld fengið ennþá. Til Siglufjarðar kom fjöldi fólks víðsvegar að af landinu. til að fá atvinnu við síldarsöltun. Sáralítið hefur verið fyrir allt þetta fólk að gera. Flest af því hefur kauptryggingu hjá síldarsaltendum. Á venjulegum Siglufjarðarslóðum hefur sama sem engisíld veiðst í sumar, nema hvað nokkur skip fengu eina kvöldstund herpinótasíld á Grímseyjarsundi í s.l. viku.
Reknetaveiði við Kolbeinsey. Reknetaveiði hefur verið mjög lítil á venjulegum miðum framundan Siglufirði. En mikil reknetaveiði hefur verið langt undan landi norður undir Kolbeinsey. Þar hefur síldin ekki vaðið og því ekki fengist í herpinót En eftir því sem jeg best veit. hefur allur útlendi reknetaflotinn fengið góða veiði þar norður frá í júlímánuði, jafnvel óvenjulega góða. Íslensku reknetabátarnir hafa lítið getað notað sjer þessa síld vegna þess hve hún er langt undan landi.
Á austursvæðinu.
Íslensku skipin hafa einkum haldið sig í kringum Langanes enda hefur megnið af síldaraflanum verið settur á land á Raufarhöfn. Heildarafli síldveiðiflotans er sáralítill enn. Hefur fjöldi skipanna innan við 500 mála afla. Þau þurfa yfir 4000 mála veiði til þess að útgerðin fá; borgaðan reksturskostnað.
Útlend fiskiskip, sem komið hafa frá Noregi og Færeyjum hafa þóst orðið vör við mikla síld 70—80 sjómílur austan við Langanes. Óhagstæð veðrátta hefir verið lengst af, svarta þoka legið yfir síldarmiðunum. en jafnan þegar þokunni hefir frjett, hefur komið austan stormur 4—5 vindstig og er það erfitt veiðiveður fyrir síldarskipin.
En það einkennilega er, að þá tvo daga sem komið hafa, þá eystra með björtu og kyrru veðri hefur sárallítið veiðst. Það er eins og síldin vaði helst þá daga, sem er svarta þoka. Nú er hálf síldarvertíðin liðin hjá og má mikið vera, ef þessi vertíð skilar útgerðinni sæmilegri afkomu. --------------------------------------------------
Morgunblaðið 6. Ágúst 1950 99.000 m ál
FRJETTARITARI MBL. á Siglu firði símaði í gær að síldarverksmiðjur ríkisins þar og á Raufarhöfn, svo og Rauðka, hefðu tekið á móti nær 99.000 málum síldar til bræðslu.
Helga frá Reykjavík er með mestan afla í bræðslu um 4700 mál, en svo er þar að auki saltsíldarafli skipsins, en hann er ekki innifalinn í þessum málafjölda.
Stígandi er næst hæstur með um 2716 mál til bræðslu og Skaftfellingur 2534 og þá Fanney með um 2385 mál. Síldarverksmiðjan á Hjalteyri hefur nú tekið á móti um 16,300 málum til bræðslu og er, Ingvar Guðjónsson aflahæsta skipið við verksmiðjuna, með rúm 1700 mál.
---------------------------------------------------
Mjölnir 9 ágúst 1950
SÍLDVEIÐISKÝRSLA FISKIFÉLAGSINS
Á miðnætti s.l. laugardag nam bræðslusíldaraflinn á öllu landinu 220.617 hl. og búið var að salta um 30.000 tunnur síldar.
Um sama leyti í fyrra |var bræðslusíldaraflinn um 70.000 'hl. og söltunin tæpar 17.500 tn. 1948 um sama leyti var bræðslusíldaraflinn um 184 þús. hl. og söltunin ca. 19 þús. tn. 1947 um sama leyti var bræðslusíldaraflinn rúml. 1 millj. hl. og búið áð salta um 28 þús. tu. síldar. 59 skip höfðu yfir 1000 mál og tunnur s. 1. laugardag, þar af 17 yfir 2000 mál. Flest skipin hafa nú fengið einhverja síld. —
---------------------------------------------------------
Tíminn 18 ágúst 1950 Gott veiðiveður en engin síld veidd.
Í gær var gott veður á síldarmiðunum fyrir Norðurlandi stillt og sæmilega bjart. Lítið varð þó vart síldar, og síldarleitarvél sá enga síld.
Ofurlítil síld barst þó á land í gær, en hún hafði öll veiðzt áður. í fyrradag kom Sigurður með 330 tunnur síldar til Ólafsfjarðar í söltun og Haukur með 230 tunnur í gær. Á Siglufirði var alls saltað í 4300 tunnur síðastliðna tvo sólarhringa.
--------------------------------------------------------
Tíminn 18 ágúst 1950
Síldveiðin síðustu vikuna varð mjög rýr Heildaraflinn aðeins orðinn 238 þús. heklol. í bræðslu og um 39 þús. tunnur salt
Í síðastl. viku var síldveiðin norðanlands mjög rýr. Hömluðu ógæftir mjög veiðum.
Bræðslusíldarmálin í vikunni var aðeins 17500 hektol. og saltað var í tæpar 9093 tunnur. Sömu viku í fyrra var bræðslusíldaraflinn nál. 190 þús. hektol., en söltun var þá sára lítil.
Á miðnætti s.l. laugardag 12. ágúst var bræðslusíldaraflinn 238.153 hektol. (1949; 160.669 hl.) og búið var að salta í 38.995 tunnur (1949 19.50- tn.).
Aðeins 6 skip bættust í vikunni í hóp þeirra, sem aflað hafa 1000 mál og tunnur og þar yfir, og er tala þeirra nú 65, auk tveggja svonefndra „tvílembinga". Fer hér á eftir skýrsla um afla þessara báta:
- Helga, Rvík. 5825
- Fagriklettur, Hafnarf. 4711
- Stígandi, Ólafsfirði 3503
- Haukur I. Ólafsfirði 3270
- Snæfell, Akureyri 2949;
- Fanney Rvík 2886
- Skaftfellingur, Vest.m. 2886
- Edda, Hafnarfirði 2570
- Ingvar Guðjónsson, Ak. 2489
- Guðmundur Þorlákur, Rvík. 2393
- Andvari, Rvík. 2 Garðar, Rauðavík 2363
- Ársæll. Sigurðsson Njarðv. 2284
- Einar Þveræingur, Olafsf. 2243
- Sigurður, Siglufirði 2220
- Vörður, Grenivík 2198
- Hvanney, Hornafirði 2174
- Hilmir, Keflavík 2148
- Akraborg, Akureyri
- Súlan, Akureyri
- Pétur Jónsson, Húsavík
- Björgvin, Dalvík
- Hólmaborg, Eskifirði
- Freyfaxi, Neskaupstað
- Valþór, Seyðisfirði
- Goðaborg, Neskaupstað
- Sævaldur, Ólafsfirði
- Auður, Akureyri
- Kári Sölmundarson Rvík. 1807
- Aðalbjörg, Akranesi 1788
- Erlingur II. Vestmannaeyjum 1780
- Illugi, Hafnarfirði 1755
- Víðir, Eskifirði 1721
- Rifsnes, Rvík. v 1694
- B. v. Gyllir, Rvík 1624
- Grindvíkingur, Grindavík 1590
- E. s. Jökull, Hafnarfirði 1578
- Einar Hálfdáns, Bolungavík 1556
- Keilir, Akranesi 1556
- Særún, Siglufirði 1544
- Þorsteinn, Dalvík 1543
- Björn Jörundsson, Rvík. 1540
- Dagur, Rvík. 1516
- Bjarmi, Dalvík 1508
- Hannes. Hafstein, Dalvík1452
- Sæhrímnir, Þingeyri 1445
- Skeggi, Rvík. 1432
---------------------------------------------------
Mjölnir 23. ágúst 1950
Engin síldveiði I gærkvöldi og í morgun var víðast hvar hægviðri og jafnvel logn sum staðar á miðunum, en hvergi hefur orðið vart síldar. I morgun var þoka um allt veiðisvæðið og skyggni því mjög slæmt. Ufsatorfur hafa sézt, og munu einhver skip hafa kastað fyrir ufsa í morgun. Mörg skip liggja enn í höfnum.