Bjarni Einar Bjarnason – Boddi Gunnars

Bjarni Bjarnason - Boddi Gunnars

Bjarni Bjarnason fæddist í Reykjavík 12 júlí 1921. Hann lést á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi 23. nóvember 2005. 

Foreldrar hans voru  Steinþóra Einarsdóttir, f. 8.8. 1890, d. 3.3. 1985, og  Bjarni G Dagsson sem drukknaði í febrúar 1921. 

Fósturfaðir Bjarna var Gunnar Jóhannsson, f. 29.9. 1895, d. 17.10. 1971.

Hinn 7. júní 1953 kvæntist Bjarni Júlíana Símonardóttir, f. á Siglufirði 18.3. 1930, d. 9.4. 2002. 

Bjarni og Júlíana bjuggu fyrst á Siglufirði en síðastliðin 40 ár í Hafnarfirði, fyrst á Hellisgötu 20 og síðar á Álfaskeiði 55. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru:

  • 1) Særún Bjarnadóttir, f. 8.12. 1949, maki Guðni Einarsson, f. 27.11. 1946, og
  • þeirra börn eru:
  • a) Einar Ragnar, sambýliskona hans er Ástrós Sigurðardóttir og
  • dóttir þeirra er
  • Birta Ósk. 
  • b) Guðríður, sambýlismaður hennar er Gestur Pálsson og
  • synir þeirra eru
  • Ísak Páll og 
  • óskírður.
  • 2) Kristín Bjarnadóttir, f. 25.12. 1952, maki Ólafur Karlsson, f. 1.10. 1954,
  • sonur þeirra er
  • Bjarni Leó.
  • Áður átti Kristín dótturina 
  • Steinþóra.
  • Dóttir Steinþóru og Tryggvi Þór Svansson er  Kristín Sunna. 
  • 3) Ólöf Bjarnadóttir, f. 8.8. 1956, maki Jón Ragnarsson, f. 12.7. 1959.
  • Börn þeirra eru: 
  • a) Kristens, sambýliskona Kristbjörg Sigurðardóttir,
  • sonur þeirra
  • Andri Þór. 
  • b) Júlíana, sambýlismaður Staffan Linné. 
  • c) Erna Bjarklind. 
  • 4) Símon Þór Bjarnason, f. 15.9. 1962,
  • maki Þóra G. Þórisdóttir, f. 27.5. 1960.
  • Þeirra börn eru:
  • a) Matthías. 
  • b) Eydís Ósk. 
  • c) Símon Már.

Bjarni stundaði ýmis verkamannastörf en var mest til sjós fram til 1969 en þá hóf hann störf hjá Íslenska álfélaginu í Straumsvík.

Bjarni vann í Straumsvík til 70 ára aldurs.

---------------------------------------------------------------------------------

Raufarhöfn 1959 - Bjarni Bjarnason; ein af mörgum sögum sem tengjast vini mínum Bodda Gunnars

Þær voru margar ferðirnar á vegum S.R. til annarra verksmiðja fyrirtækis fyrir austan. Fyrsta slík ferð sem ég tók þátt í á vegum S.R., var til Raufarhafnar í byrjun febrúar árið 1959, það var með hópi "Pálsmanna," smiðir og verkamenn sem Páll G Jónsson trésmíðameistari stjórnaði, en Páll var byggingameistari fyrirtækisins eins og fyrr er getið.  

Ákveðið var að reisa steinhús yfir soðkjarnatæki og að auki grunn undir stórt stálgrindarhús sem hýsa átti ketilstöð með tilheyrandi. Í febrúarmánuði mátti búast við rysjóttum vetri eins og gjarnan fylgir útmánuðum. Okkur voru  ætlaðir tveir mánuðir til verkloka. 

Þar á eftir mundu svo starfsmenn SR-Vélaverkstæðis á Siglufirði koma og setja upp vélbúnað soðkjarnaverksmiðjunnar, reisa stálgrindarhúsið og koma þar svo fyrir kötlum og búnaði.  

Allt þetta átti að verða klárt til notkunar þegar fyrstu síldinni yrði landað á Raufarhöfn þá um sumarið. En Palli hafði góða menn í sinni þjónustu og hóf óragur vinnu við framkvæmdir ásamt sínu liði þó svo að ekki væru margir trésmiðir í hópnum með réttindi, aðeins þrír auk Páls sjálfs. Hjá Páli voru menn sem gátu unnið nánast allt sem gera þurfti. „gervismiðirnir“ hans Páls voru fullgildir á við réttindamennina að þeim ólöstuðum.  

Þrátt fyrir hörku frost, skafrenning og stórhríð í febrúarmánuði gekk verkið vonum framar og var klárað hálfum mánuði á undan verkfræðilegri áætlun. Gufa og yfirbreiðslur voru notaðar til að koma í veg fyrir frostskemmdir þegar steypt hafði verið í sökkla, gólf og veggi. Mannskapurinn dúðaði sig vel á meðan á verkinu stóð. (Þá voru ekki til kuldagallar eins og þeir sem eru taldir ómissandi í dag 2017)

Félagsandinn og fjörið var í hávegum haft. Þrátt fyrir að við höfðum fyrstu dagana orðið fyrir aðkasti og rúðubrotum í gluggum vistarvera okkar.  Þar voru nokkrir unglingar að verki. Þeir sögðust ekkert vilja með aðkomu menn að hafa. 

Þetta áttum við raunar erfitt með að skilja þar sem velgengi Raufarhafnarbúa á þessum tímum stóð og féll með því aðkomufólki sem kom til Raufarhafnar hvert sumar auk þeirrar uppbyggingar sem þar fór fram í tengslum við síldina. Í þorpinu var alls ekki nægur mannskapur til að vinna slík verk þó allir heimamenn sem það vildu gætu fengið við það vinnu.

Fullorðnum heimamönnunum tókst loks að fá ungmennin til að hætta ítrekuðum árásum á okkur. Enginn hafði þó meint af þessu ef frá er talinn einn okkar sem skarst lítilsháttar á glerbroti þegar hann var að sópa upp af gólfi eftir eitt rúðubrotið.

þegar Páll sá að verki mundi ljúka fyrr en áætlað hafði verið. Var slappað frekar á og nokkrir sunnudaga notaðir til gönguferða um nágrenni Raufarhafnar. Það var farið víða um, fram í hólma og nánast um allt umhverfið, bæði austur og vestur. Einnig  tók Páll G Jónsson ákvörðun um að létta aðeins frekar á mannskapnum og skroppið var til Ásbyrgis og fleiri staða þar í nálægð í leiðinni. Farið var á tveim jeppum og lífinu tekið með ró einn góðviðrisdaginn í marsmánuði

Nokkrir Pálsmanna ákváðu að safna skeggi á meðan dvalið var á Raufinni. Það tilefni vakti að lokum skemmtilega sögu af einum okkar sem safnaði. Það var Bjarni Bjarnason (Boddi Gunnars) sem hafði tilkynnt hátíðlega að hann mundi raka sig sama dag og við héldum heim til Siglufjarðar.  Þetta höfðu allir frétt. 

Á þeim tímapunti voru vélaverkstæðismenn komnir til Raufarhafnar auk rafvirkjans Gunnar Guðbrandsson.  Hópurinn var á leið til hádegisverðar. Bjarni og Gunnar voru samhliða á leiðinni. Gunnar snýr sér að Bjarna og segir.  "Þú hefur látið verða af því að raka þig" og hann strýkur í leiðinni nýrakaðan vangann á Bjarna. 

Maður verður að standa við þær yfirlýsingar sem maður gefur, sagði Bjarni og glotti. Við sem nærri vorum og heyrðum orðaskiptin, glottum einnig.

Svo hagaði til að borðað var við langborð, ég (sk) og Einar Björnsson settumst hlið við hlið beint á móti Gunnari, sem var sestur.

Bjarni settist við hlið Gunnars beint á móti okkur Einari og byrjaði að raða á disk sinn eins og aðrir. Gunnar segir hátt til að yfirgnæfa glamrið frá diskum og hnífapörum og horfir á okkur Einar alskeggjaða. Þið hafið ekki rakað ykkur eins og Bjarni. Einar varð fyrir svörum og sagði hlæjandi.

"Ég get ekki séð að Bjarni hafi rakað sig"  

Gunnar svarar um hæl, á sama tíma og hann skimar eftir Bjarna og sagði. (hann hafði ekki veitt því eftirtekt, að það var  Bjarni sat við hlið hans) 

"Víst er hann búinn að raka sig, ég strauk á..........."  þá  tók Gunnar eftir Bjarna "alskeggjuðum," við hlið sér. Hlátur dundi um salinn. Gunnar vissi ekki hvað á sig stóð veðrið, hann hafði jú örugglega strokið nýrakaðan vanga Bjarna. 

Sannleikurinn var sá að hinn gáskafulli Bjarni hafði rakað sig til hálfs eins sjá má á  mynd af honum, frá tengli hér neðst á síðunni. Vanginn sem Gunnar hafði strokið, snéri nú frá Gunnari.  

Orðaskiptin voru óundirbúin og raunar tilviljun, en Bjarni notaði tækifærið og settist við hlið Gunnars, þar sem Gunnar virtist vera sá eini í salnum sem ekki hafði séð eða heyrt um uppátæki Bjarna, að raka sig aðeins öðrum megin.  Gunnar varð hálf vandræðalegur í fyrstu, en tók svo þátt í hlátrinum.

Steingrímur Kristinsson 
-------------------------------------

Hér er ein saga sem ég heyrði fyrst í dag (2021- 13. september)
Sögumaður Valgeir Sigurðsson, sem jafnframt þekkti  "þolandann" vel og hefur söguna eftir henni, en það var kona. Skrifuð hér af mér eftir minni og örlítið stílfært.

Á tímabili vann Bjarni við það að stála hnífa fyrir konurnar sem unnu við snyrtingu á fiskflökum í Frystihúsi SR á Siglufirði, fyrir þær sem treystu honum til að koma biti í hnífa þeirra, betur en þær sjálfar.
Bjarni var þarna í essinu sínu, ekki síst að hann átti oft fjörug samtöl við þær, jafnt þær ungu sem gömlu.

Ein kona kallaði á Bjarna sem þá var í nokkra borða fjarlægð og bað hún um skerpingu. Bjarni 

Ein kona kallaði á Bjarna sem þá var í nokkra borða fjarlægð og bað hún um skerpingu. Bjarni brást fljót við, með stálið í annarri hendinni og hina í vasanum. Hann tók við hníf konunnar og byrjaði að stála hnífinn.

Þá sagði hann: "Heyrðu ég er með svolítið í vasanum. sem mig langar til að gefa þér, hérna farðu í vasann og náðu í hann". (hann snéri hægri hlið sinni að konunni). Það gerð konan spennt eftir að sjá hvað það væri. Hún þreifaði smástund á "hlutnum" og áttaði sig svo á hvað þetta væri, og náði þessvegna ekki, því sem hún ætlaði upp úr vasanum, en rak upp skaðræðis óp í staðinn og kippti hendi sinni frá vasanum.

Bölvaður þrjóturinn þinn öskraði hún, en sjálfvirk reiði hennar breytist fljótt í hlátur, sem nærstaddir tóku undir, án þess þó að vita um hvað málið snérist.  Hvað er í vasanum ? Heyrðist einhver spyrja.............

Bölvaður þrjóturinn þinn öskraði hún, en sjálfvirk reiði hennar breytist fljótt í hlátur, sem nærstaddir tóku undir, án þess þó að vita um hvað málið snérist. 
Hvað er í vasanum ? Heyrðist einhver spyrja. Konan hugsaði sig um smá stund án þess að svara, en sagði svo hátt og skýrt. "Hann er með rottuunga eða mús í vasanum". 

Bjarni glotti og hélt áfram að brýna. - Sannleikurinn er sá að í vasanum var hvorki rotta né mús, heldur gat á vasanum, og Bjarni hafði sótt Bjarna litla og komið honum fyrir inni í vasanum, og það var það sem konan greip í. Fáir fengu að heyra sannleikann. Engin vináttu slit urðu við þessa uppákomu, eða klögumál sem í dag mundi að líkindum setja allt á annan endann og fjölmiðla á hvolf.

 --- Meira um Bjarna  + Mynd af honum hálfrökuðum