Bragi Magnússon lögregluþjónn

Bragi Magnússon

Bragi Magnússon fæddist á Ísafirði 14. janúar 1917. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 24. apríl 2001. eftir langvarandi vanheilsu. 

Foreldrar hans voru Jóhanna Amalía Jónsdóttir ljósmóðir, f. 7. okt. 1885 í Tjaldanesi við Arnarfjörð, d. 23. ágúst 1963, og Magnús Vagnsson skipstjóri, síðar síldarmatsstjóri, f. 3. maí 1890 á Leiru í Grunnavík, d. á Siglufirði 12. febr. 1951.

Bragi kvæntist 14. jan.1941 Harða Guðmundsdóttir, f. 14. jan. 1912 á Þönglabakka í Þorgeirsfirði, d. 13. mars 1976. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jörundsson, Jónssonar í Hrísey, f. 31. ágúst 1879, drukknaði 9. nóv. 1912, og k.h. Sigríður Sigurðardóttir Gunnlaugssonar í Skarðdal í Siglufirði, f. 23. júlí 1876, d. 7. des. 1957. 

Harða Guðmundsdóttir var í föstu starfi á símstöðinni á Siglufirði 1929 - 1941. 

Seinni kona Braga, sem hann kvæntist 30. sept. 1977, var Guðmunda Jóna Margrét Guðmundsdóttir, f. 19. des. 1922 í Vestmannaeyjum, d. 10. okt. 1984. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson, skipasmiður í Vestmannaeyjum, og k.h. Guðbjörg Guðmundsdóttir; fósturforeldrar: Björn Ketilsson, trésmíðameistari í Reykjavík, og k.h.

Ólöf Guðríður Árnadóttir. 

Bragi og Guðmunda skildu eftir stutta sambúð. 

Börn Braga og Hörðu: 

1) Sigríður Bragadóttir auglýsingateiknari, f. 3. mars 1943 á Siglufirði, búsett í Reykjavík. maki. 28. apríl 1963, Reynir Haraldur Sigurðsson - Reynir Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 21. nóv. 1940. 

Foreldrar: Sigurður Björnsson, skipasmiður á Siglufirði, f. 25. nóv. 1910, d. 3. des. 1965, og k.h.Kristjana Sigurðardóttir, f. 6. mars 1915. 

Börn Sigríðar og Reynis eru

Sigurður Björn Reynisson, f. 12. febr. 1963, og. 

Bragi Magnús Reynisson, f. 27. apríl 1965, báðir búsettir í Reykjavík. 

2) Þórdís Vala Bragadóttir, leikskólakennari og ritari, f. 27. júlí 1947 á Siglufirði, býr í Reykjavík. maki. 21. ág. 1972, Kristján Þráinn Benediktsson flugstjóri, f. 25. ág. 1949; foreldrar Benedikt Kristjánsson skipstjóri, fórst með bátnum Eyfirðingi 28. febr. 1952 við Orkneyjar, og k.h. Ingibjörg Þorsteinsdóttir.

Börn Þórdísar og Kristjáns eru

Benedikt Kristjánsson læknanemi, f. 10. apríl 1974, og 

Harða Kristjánsdóttir, f. 6. apríl 1978, ritari.

Foreldrar Braga voru ekki giftir. Föðuramma hans, Tormóna Ebenesersdóttir, tók hann í fóstur nýfæddan. Ólst hann síðan upp undir handarjaðri hennar á heimili Magnús Vagnsson  og konu hans, Valgerðar Ólafsdóttur; á Ísafirði, í Reykjavík og á Akureyri og Siglufirði. 

Hann gekk í gagnfræðaskóla Akureyrar og var í Reykholtsskóla 1937-1938, stundaði ýmsa vinnu, var í sumarlögreglunni á Siglufirði 1940-1944, fastráðinn í lögregluna þar frá 1. nóv. 1948, varðstjóri 1954-1974, gerðist þá gjaldkeri hjá bæjarfógetaembættinu á Siglufirði og gegndi því starfi til eftirlaunaaldurs. Sumarið 1954 var hann yfirlögregluþjónn á Ísafirði í nokkra mánuði.