Óli J Blöndal

Óli J Blöndal (2003)

Óli Blöndal fæddist á Siglufirði 24. september 1918. Hann lést á hjartadeild LSH 26. nóvember síðastliðinn. 

Foreldrar hans voru Jósep Lárusson Blöndal (Jósep Blöndal) frá Kornsá í Vatnsdal, símstjóri og kaupmaður, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir frá Hóli í Lundarreykjardal. 

Jósep var sonur Lárus Blöndal, amtmaður á Kornsá, Björnssonar Blöndal, sýslumanns í Hvammi, ættföður Blöndalsættarinnar. Eftirlifandi systir Óla er 

Bryndís Blöndal, f. 1913. 

Önnur systkini Óla voru, 

Sigríður Blöndal, f. 1908, d. 1934, 

Kristín Blöndal, f. 1910, d. 1931, 

Guðmundur Blöndal, f. 1911, d. 1986, maki Rósa Gísladóttir,

Lárus Þ J Blöndal, f. 1912, d. 2003, maki Guðrún S Jóhannesdóttir, 

Anna Blöndal, f. 1914, d. 1983, 

Haraldur Hans Blöndal, f. 1917, d. 1964, maki Sigríður Pétursdóttir, og 

Halldór Blöndal, f. 1917, d. 1993, maki Guðrún Kristjánsdóttir.

Óli kvæntist 23. september 1944  Margrét Björnsdóttir, f. 6.1. 1924.

Foreldrar hennar voru  Björn Jóhannesson frá Þverá í Fellshreppi í Skagafirði og Ólöf Jónsdóttir frá Stóru Brekku í Fljótum. 

Börn Óla og Margrétar eru: 

1) Ólöf Birna, f. 11.11. 1942, maki Sveinn Þórarinsson, f. 23.7. 1940. Börn:

a) Þórarinn, f. 26.6. 1967, maki Líney Sveinsdóttir,  börn þeirra eru

Þórhildur,

Sveinn og

Haraldur. maki Anne Andrés Bois,

b) Óli Grétar Blöndal, f. 17.2. 1972, 

c) Sveinn Snorri, f. 28.10. 1973, og

d) Rósa Björk, f. 7.5. 1980. 

2) Jósep Blöndal, f. 24.6. 1947, maki Erla Harðardóttir, f. 22.7. 1954. Börn:

Smári, f. 17.9. 1976,

Guðbjörg María, f. 28.8. 1982, og

Sigurbjörg María, f. 6.10. 1989. 

Jósep var áður kvæntur Oddnýju Helgadóttur, f. 22.8.47, d. 1996, dóttir

Ída Margrét, f. 26.8. 1966. Síðar kvæntur Inger Jespersen, f. 1.2. 1946, d. 2001, sonur

Björn Ingimar, f. 14.3. 1971, maki Lilja Gunnarsdóttir. Synir:

Gunnar og

Baldur.

3) Ásbjörn Blöndal, f. 25.11. 1954, maki Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 6.7. 1960. Börn:

Guðmundur Óli, f. 11.11. 1989,

Bryndís, f. 26.4. 1992, og

Egill, f. 16.9. 1996. 

Börn Ásbjörns eru: 

a) Ásbjörn Þór, f. 1.11. 1971,sambýliskona Arna Sævarsdóttir; börn þeirra eru

Sigtýr Snorri og

Styrbjörn Sævar, og

b) Berglind Soffía, f. 14.5. 1977, sambýlismaður Elías Hilmarsson, börn hennar eru

Kristína May og

Kamilla Mist.

4) Sigurður Blöndal, f. 6.4. 1959, maki Linda Björk Guðmundsdóttir, f. 15.9. 1966. Börn:

Theodór Sölvi, f. 25.9. 1991,

Snorri Páll, f. 23.3. 1994, og

Elín Gná, f. 19.4. 2001. 

Fyrir á Sigurður soninn Sigurð Ara, f. 19.4. 1979, sambýliskona Íris Egilsdóttir. Sonur Sigurðar Ara er Alex Daði.

5) Guðrún Blöndal, f. 27.3. 1960, maki Friðrik Jón Arngrímsson, f. 1.3. 1959.  Börn:

a) Margrét Lára, f. 11.7. 1978, sambýlismaður Pétur Geir Kristjánsson, dóttir

Agla Sól,

b) Arngrímur Orri, f. 21.4. 1982,

c) Óli Björn, f. 15.4. 1993, og

d) Sindri Már, f. 29.5. 1999.

Óli fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var meðeigandi og stóð að rekstri Aðalbúðarinnar á Siglufirði ásamt systkinum sínum frá 1941 til 1975, en þau veittu einnig þjónustu fyrir Flugfélag Íslands og útgefendur Morgunblaðsins.

Þegar systkinin hættu verslunarrekstri gerðist Óli forstöðumaður Bókasafns Siglufjarðar. Hann starfaði við bókasafnið til ársins 1996. Á þeim árum bættust veigamiklir starfsþættir við safnið m.a. tók það að sér vörslu Héraðsskjalasafns og komið var upp tónlistardeild.

Óli var frumkvöðull að því að hefja minningu séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds til vegs og virðingar með stofnun sérstakrar minningarstofu um hann í Bókasafni Siglufjarðar. Óli starfrækti saumastofu á Siglufirði á árunum 1963-1971, sem fyrst saumaði poka fyrir mjölframleiðslu en síðar, eftir umbreytingar, fatnað fyrir Hagkaup. Hann var stjórnarformaður síldarverksmiðjunnar Rauðku árin 1954-1958 og í stjórn hennar til 1966.

Þá var hann stjórnarformaður Lagmetisiðjunnar Siglósíldar árin 1977-1980. Hann var formaður í Félagi ungra sjálfstæðismanna og fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á Siglufirði um árabil. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar árum saman og í fjölmörgum nefndum á vegum Siglufjarðarbæjar. Þá var hann formaður Kaupmannafélags Siglufjarðar um árabil.

Óli var frumkvöðull og fyrsti formaður Lionsklúbbs Siglufjarðar, sem var fyrsti klúbburinn sem stofnaður var utan Reykjavíkur. Síðar var Óli svæðisstjóri Lionsumdæmisins. Einnig kom hann víðar við í félagsstörfum svo sem í íþróttafélögum, í karlakór og í skátafélagi ofl.

Óli var kjörinn heiðursfélagi í Félagi bókasafns- og upplýsingafræða 26. nóvember 2004 fyrir störf í þágu bókasafns- og upplýsingamála á Íslandi.

Síðustu 10 árin áttu Óli og Margrét einnig heimili á Seltjarnarnesi.