Þóra Frímannsdóttir

Þóra Frímannsdóttir - ókunnur ljósmyndri

Þóra Frímannsdóttir, fv. húsfreyja og verkakona á Siglufirði, fæddist í Neðri-Sandvík í Grímsey 19.12. 1921. Hún andaðist á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar á Siglufirði 21.3. 2010

Foreldrar hennar voru Emilía Guðrún Matthíasdóttir f. 26.7. 1894, d. 3.7. 1969, húsfreyja, og Frímann Sigmundur Frímannsson f. 9.10. 1879, d. 23.3. 1934 útvegsbóndi í Grímsey.

Systkini Þóru eru

Guðný Frímannsdóttir, fv. húsmæðrakennari í Reykjavík og víðar, f. 30.9. 1920, d. 22.1. 1983;

Sigríður Frímannsdóttir, fv. húsfreyja í Reykjavík, f. 20.6. 1926, d. 2.5. 1967; og

Matthías Frímannsson, cand. theol. og löggiltur skjalaþýðandi, fv. framhaldsskólakennari og leiðsögumaður, Kópavogi, f. 30.12. 1932.

Fyrri maki Þóru var Ingimundur Vilhelm Sæmundsson, vélvirki, f. 26.5. 1921 í Hnífsdal, d. 10.12. 1988. Þau skildu.

Börn þeirra eru:

1) Frímann Emil Ingimundarson rennismiður, f. 12.6. 1941, hann á þrjú börn, er fráskilinn;

2) Ríkey  Frímannsdóttir, f. 1.6. 1942, hún á þrjár dætur, er fráskilin; og

3) Þorsteinn Frímannsson, f. 3.12. 1943, d. 17.1. 1963.

Seinni maki Þóru var Kristján Ægir Jónsson, vélstjóri, sjómaður og verkamaður, f. 4.5. 1921 að Stóra-Grindli í Grindum í Fljótum, Skagafirði, d. 15.12. 1993.

Börn þeirra eru:

Gylfi Ægisson, f. 10.11. 1946, hann á fjögur börn, er í sambúð með Jóhanna Finnborg Magnúsdóttir; 

Lýður Ægisson, f. 3.7. 1948, hann á fjóra syni, er fráskilinn; 

Jón Ægisson, f. 19.5. 1953, barnlaus og einhleypur; 

Sigurður Ægisson prestur, f. 21.9. 1958, hann á þrjú börn af fyrra hjónabandi, núverandi kona hans er Arnheiður Jónsdóttir og eiga þau tvö börn; og 

Matthías Ægisson, f. 1.6. 1960, eiginkona hans er Hanna Ólafsdóttir og eiga þau þrjú börn. 

Þóra ólst upp í Grímsey fram undir 1930, en fluttist þá með foreldrum sínum til Hríseyjar og bjó þar í eitt ár.

Síðan flytja þau aftur út til Grímseyjar. Á 13. ári missti hún föður sinn og flutti móðir hennar þá til Akureyrar með systkinahópinn, en Þóra varð eftir hjá afa sínum og ömmu, sr. Matthías Eggertsson og

Mundíana Guðný Guðmundsdóttir, úti í Grímsey og fermdist þar.

Seinnipart sumars fór hún í vist til Árni Kristjánsson tónlistarkennari í Reykjavík og frænku sinnar, konu hans,

Anna Steingrímsdóttir, og dvaldi hjá þeim í eitt og hálft ár, við barnapössun. 

Þaðan fór hún til Patreksfjarðar eitt sumar (1936), til Gísli Bjarnason skipstjóri og Nanna Guðmundsdóttir konu hans.

Var svo í Reykjavík hjá ömmu sinni og afa, um hríð, svo á Haugum í Stafholtstungum í Borgarfirði sumarið 1937, en fór um haustið í nám í Reykholtsskóla í Borgarfirði og útskrifaðist þaðan vorið 1939. 

Var það sumar í vist á Akureyri, hjá Ásgeir Matthíasson kaupmaður, móðurbróður sínum, og konu hans.

Þaðan fór hún til Siglufjarðar og bjó þar til æviloka.