Klárir krakkar í hríðarbyl 28. mars 2006 (sendandi "Glæsir")

Þriðjudagur 28. mars 2006:> Fréttavefurinn Lífið á Sigló 

Klárir krakkar -- Það var heldur kuldalegt að litast um í hesthúsahverfinu á Siglufirði í dag, norðan garri og hríðar bylur.

En krakkarnir í hestamannafélaginu Glæsi létu það ekki á sig fá og héldu sínu striki ótrauð þar sem þau voru í óða önn að æfa prógrammið fyrir sýninguna Æskan og hesturinn, sem fram fer í Svaðastaðahöll á Sauðárkróki laugardaginn 1. apríl.

Þarna eru á ferð 12 krakkar á aldrinum 7-15 ára en 10 þeirra auk 4 annarra hafa verið á námskeiði í vetur þar sem Hinrik Már Jónsson hefur leiðbeint þeim. Við þetta tækifæri verða frumsýndar nýjar Glæsis-peysur fyrir börn og fullorðna. --- 

Það verða tvær sýningar á atriðum æfðum af börnum í hestamannafélögum á Norðurlandi þennan laugardag, sú fyrri klukkan 14.00 og sú seinni kl 20.00 Við Glæsismenn viljum hvetja alla til að renna við á Króknum og sjá hvernig hestakrakkar af öllu norðurlandi bera sig til við gæðinga sína.