Aage Ridderman Schiöth — Minningarorð og fleira tengt
mbl.is - 20. desember 1969
ÞANN 10. dersember 1969 andaðist á Sjúkrahúsi Siglufjarðar Aage Schiöth, fyrrverandi lyfsali á Siglufirði.
Verður útför hans
gerð frá Siglufjarðarkirkju í dag. Með honum er genginn stórbrotinn maður, sem eftir var tek ið, hvar sem hann fór, sakir höfðinglegs yfirbragðs og einarðrar framkomu, minnisstæður
öllum, sem honum kynntust og harmdauði þeim, sem unnu vináttu hans og traust.
Hann var maður mikilla örlaga og ævi hans var viðburðarík og misvindasöm á stundum. — Honum féllu í skaut framan af ævi flest þau gæði og hnoss, sem eftirsóknarverðust þykja í heimi hér, en átti síðar, er aldur færðist yfir hann við mikla erfiðleika að etja, erfiðleika, sem bugað hefðu marga, en beygðu hann lítt.
Aage Ridderman Schiöth, en svo hét hann fullu nafni var fæddur á Akureyri þann 27. júní 1902 og voru foreldrar hans þau Axel, bakarameistari Schiöth, sem um áratuga skeið setti svip á Akureyrarbæ og var til dauðadags talinn meðal góðborgara þess bæjarfélags og kona hans;
- Margrethe f. Friis, en hún var fædd og uppalki í Danmörku. Hún gerðist, eftir að hún flutti til Íslands, mikil blóma og garðræktarkona og er hinn fagri og mikli lystigarður á Akureyri að miklu leyti talinn vera hennar handaverk, svo sem kunnugt er. Axel Schiöth faðir Aage Schiöth var hins vegar fæddur og uppalinn hér á landi, sonur Hinriks Schiöth bankagjaldkera á Akureyri. Flutti Hinrik á yngri árum sínum hingað til lands frá Danmörku og er hér á landi frá honum kominn allstór ættbogi.
Aage Schiöth var ungur settur til mennta. Stundaði hann fyrst nám í gagnfræðaskólanum (nú Menntaskólanum) á Akureyri, en hugur hans mun fljótlega hafa hneigzt til lyfja- og efnafræðináms. Hvarf hann því úr skóla, hér á landi, eftir 4 ára nám og sigldi utan til lyfjafræði náms, sem hann stundaði fyrst í Danmörk, en síðan í Þýzkalandi og lauk þaðan prófi í þeim fræðum árið 1927.
Árið 1928 var Aage Schiöth veitt Leyfi til lyfjasölu á Siglufirði. Flutti hann þá þegar þangað og hóf þar rekstur lyfjabúðar, sem hann starfrækti til ársins 1958. — Mun rekstur hans í fyrstu hafa verið í smáum stíl, en fyrirtæki hans óx fljótlega fiskur um hrygg, enda fór á þeim árum í hönd mikið uppgangs- og blómatímabil fyrir Siglufjörð, sem stafaði af árvissum síldargöngum fyrir Norðurlandi.
Gerðist Aage Schiöth brátt hinn mesti athafnamaður á staðnum og lagði á margt gjörva hönd auk reksturs lyfjabúðar sinnar. Átti hann t.d. um skeið hlut að útgerð fiskibáta á Siglufirði og stofnaði síðan og rak þar í félagi við Einar Kristjánsson, gosdrykkja- og efnaverksmiðju.
Síðar á ævinni fékkst Aage Schiöth nokkuð við tilraunir með niðusuðu hrogna og perlugerð úr síldarhreistri,
þá í félagi við fyrirtæki Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. —
Hann var í eðli sínu stórhuga framkvæmda- og umsvifamaður, hugmyndaríkur og naumast í
essinu sínu nema hann hefði mörg járn í eldinum í senn. Þótti vinum hans og velunnurunum á stundum sem hann færðist full mikið í fang og kann það að mega til sanns
vegar færast. —
Á fyrstu áratugum búsetu sinnar á Siglufirði hagnaðist Aage Schiöth vel á rekstri sínum og gerðist hann þá efnaður maður. — Var heimili hans þá rómað fyrir höfðingsskap, rausn og myndarbrag og nutu margir góðs af. — Hann var í eðli sínu mannblendinn og mikill félagsmálamaður. Átti hann á Siglufirði þátt í stofnun og stjórn margra félaga og samtaka og þótti þar jafnan hinn bezti liðsmaður, er mikið lá við.
Í bæjarstjórn Siglufjarðar átti hann sæti sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins um 8 ára skeið. Þótti hann þar sem annars staðar, þar sem hann lagði hönd að verki, ötull og djarfur baráttumaður fyrir ýmsum framfaramálum, sem vörðuðu kaupstaðinn. Mörgum öðrum trúnaðarstörfum gegndi hann; var hann t.d. um skeið danaskur konsúll á Siglufirði. —
Hann var um langt
skeið og raunar fram á síðustu ár einn helzti liðsmaður Sjálfstæðisflokksins á Siglufirði, vel máli farinn, minnugur vel og sögufróður og hinn harðskeyttasti til sóknar
og varnar. — Þótti hann á málþingum nokkuð stórhöggur, er honum rann á skap og galt þess stundum síðar. —
Þó var hann jafnan vinsæll meðal
samborgara sinna og nauðleitarmenn og þá þeir helzt, sem minnst máttu sín og um sárt áttu að binda áttu að honum vísan og greiðan aðgang, meðan efnahagur hans leyfði og
jafnvel lengur. Reyndist hann í þeim efnum höfðingi mikill og skar ekki fyrirgreiðslu sína við nögl.
Því er ekki að leyna, að á síðari árum varð Aage Schiöth fyrir mörgum skakkaföllum og óhöppum. Gengu þá efni hans til þurrðar og mjög þrengdist um hag hams allan. Mátti hann hin síðustu ár muna tímana tvenna. — Mótlætinu tók hann með þeirri karlmennsku, sem honum var í blóð borin og lét ekki bugast, þótt á móti blæsi. Svo sem áður er drepið á var Aage Schiöth maður stálminnugur, margfróður og víðlesinn.
Keypti hann og jafnan mikið af erlendum blöðum, tímaritum og fræðiritum, aðallega dönskum og þýzkum. — Hafði hann unun af að miðla öðrum af fróðleik sínum og sagði vel og skilmerkilega frá. — Hann var fyndinn í tilsvörum, orðheppinn og skemmtilegur í viðræðum. — Hann þótti skapstór, en var manna drengilegastur, sáttfús og hreinskilinn í tali við hvern sem hann ræddi. — Aage Schiöth var maður fríður sýnum, þéttur á velli og þéttur í lund og hraustur vel, enda var hann á yngri árum sínum hinn ágætasti íþróttamaður. —
Söngmaður var hann og ágætur, og var um langt skeið einn helzti söngmaður og einsöngvari
í karlakórnum Vísi. Aage Schiöth var fjórkvæntur.
Fyrsta kona hans var Gudrun f. Julsö, dönsk að ætt. Hún lézt sumarið 1938 í blóma lífsins.
Börn þeirra voru 3, Inger, menntuð og glæsileg kona, gift Þóri Kr. Þórðarsyni, prófessor. — Hún andaðist árið 1961, öllum, sem til hennar þekktu mjög harm
dauði Synir Aage Schiöth af fyrsta hjónabandi eru:
- Axel Schiöth, skipstjóri, nú búsettur í Þýzkalandi, kvæntur þýzkri konu, Brigitte Schiöth að nafni og
- Birgir Schiöth, kennari á Siglufirði, kona hans er Magdalena Jóhannesdóttur.
Önnur kona Aage Schiöth var Jóhanna Sigfúsdóttir, Sveinssonar, útgerðarmanns á Norðfirði, gáfuð og glæsileg kona. Hún lézt árið 1945. Þau voru barnlaus.
Í þriðja sinn kvæntist Aage Schiöth frændkonu sinni danskri, Anna Margrethe Schiöth. Þau slitu samvistum og voru barnlaus. —
Síðasta kona Aage Schiöth er Helga Schiöth, fædd Westphal, þýzk að ætt. — Hún reyndist manni sínum stoð og stytta í erfiðleikum hans hin síðari ár og nú síðast í veikindum hanns, en sjúkdóms þess, sem nú hefur dregið hann til bana, tók hann að kenna fyrir 1—2 árum.
Sjúkleika sínum tók Aage Schiöth af karlmennsku, eins og hans var von og vísa og beið þess, sem verða vildi æðrulaus og óskelfdur — Þau Helga og Aage eignuðust 3 efnilega syni, sem enn eru allir á bernskuskeiði.
Við Aage Schiöth vorum nánir vinir, samstarfsmenn og samherjar um margra ára skeið. — Nú, er leiðir skiljast, get ég með sanni sagt, að fáum mönnum hefi ég kynnzt, sem sýnt hafa mér meiri hollustu, trúnað og traust en hann gerði. — Fyrir það tel ég mig standa í ævarandi þakkarskuld við hann, og það engu síður nú er hann er liðinn, en er hann var lífs.
Aage Schiöth taldi sig sjálfur vera aldanskan að ætt og uppruna og hafði stundum um það mörg orð, bæði í gamni og alvöru. — Í eðli sínu var hann þó rammur Íslendingur, sem sýndi það í orði og verki að hann vildi veg Íslands sem mestan og honum rann í skap, er hann taldi, að á það væri (hallað á nokkurn hátt meðal erlendra manna.
En fyrst og fremst var hann þó Siglfirðingur. — Á Siglufirði lifði hann og starfaði
í blíðu og stríðu og þar vildi hann vera uns yfir lyki, þótt annars staðar hefðu honum e.tv. boðizt betri lífskjör, eftir að á móti tók að blása á
lífsferli hans. Vegna þessa og vegna þess, sem Aage Schiöth vann Siglufirði meðan hann hafði getu og aðstöðu til veit ég. að Siglfirðingar og aðrir þeir, sem bera hlýjan hug til
Siglufjarðar, vildu nú bera hann á skjöldum, er hann verður lagður í mold meðal vina sinna, sem á undan eru gengnir.
Einar Ingimundarson.
----------------------------------------------
Á ÞEIM tíma er Siglufjörður var að þróast úr litlu þorpi í veigamikla framleiðslu- og útflutningshöfn, var Aage Schiöth einn þeirra nýju landnámsmanna, er haslaði sér völl í starfi og lífi. Hann var um langt árabil mikilvirkur þáttakandi í merkilegri þróun lítils sveitarfélags, sem grundvallaðist á síld og síldariðnaði og lagði sem slíkt mikil verðmæti í þjóðarbúið, en bar og gæfu til að þroskast menningarlega og félagslega og treysta þannig samfélagsgrundvöll sinn.
Í þeirri þróun var Aage Schiöth hinn sanni Siglfirðingur. Hann var einungis lyfsalinn og atvinnurekandinn, ekki einungis bæjarfulltrúinn og stjórnmálamaðurinn heldur jafnframt íþróttaleiðtoginn og söngvarinn — alhliða þáttakandi í daglegum viðfangsefnum samborgara sinna. Greiðasemi hans og hjálpfýsi var sérstök og jafnan á boðstólum hverjum þeim, sem einhvers var vant meðan hann mátti aðstoð veita. Og þannig mun minning hans lifa í hugum Siglfirðinga, sem muna mega þá gömlu daga. En þeir mættu báðir sínu andstreymi Aage Schiöth og Siglufjörður, þó með ólíkum hætti væri.
Í andstreymi sínu var Aage máske stærstur, hið sanna karlmenni. Og í þungu veikindastríði sýndi hann hetjulund, sem á fáa sína líka. Í langri og strangri baráttu heyrðist aldrei frá honum orð, sem ekki bar þeirri hetjulund vitni. Aage Schiöth hefur yljað mörg um um hjarta með fögrum söng sínum, ekki sízt í hinim hugljúfa lagi Systkinin: „Hann einnig sér leikur um himininn — drengurinn litli sem dó."
Og sá góði drengur, sem
hann sjálfur var, mun nú á nýjum leikvangi uppskera þá ávexti, sem hann hefur til sáð. Farðu vel góði vinur. Þér fylgja þakkir og góðar óskir allra
Siglfirðinga. Megi sá, sem öllum snýr á batans veg, vernda og styrkja eftirlifandi ástvini þína.
Siglufirði 16. des. 1969
Stefán Friðbjarnarson.
------------------------------------------------
Ýmislegt er hér neðar sem finna má á www.timarit.s um Aage Schiöth -
Aðeins örlítið brot, af því sem hann kemur við hans
sögu, á fleiri sviðum en almennt má telja um stórmenni, sem Aage Schiöth var. (sk)
---------------------------------------------------------
Norðurland 15 maí 1916 – Frétt frá Akureyri:
Verðlaunaglíma var háð í leikhúsinu fyrra sunnudag að tilhlutun, Ungmennafélags Akureyrar. Verðlaun hlutu: Aage Schiöth í þyngri flokknum og Helgi Jónatansson í
léttari flokknum. Aage Schiöth er langyngstur sinna félaga, þeirra er glímdu í þyngri flokknum.
Ath. Sk 2020 er þetta er skráð á síðu mína: Aage Schiöth
er fæddur árið 1902 og því aðeins 14 ára í nefndri keppni.
------------------------------------------------------
Samantekt árið 1918, úr blaðinu Þróttur sem gefið var út af Íþróttafélagi Reykjavíkur.
Í fyrravetur var síðast glímt um »Grettisskjöldinn« á Akureyri og bar sigur úr bítum Björn
verzl.m. Grimsson; þá var og glímt um 2 verðlaunapeninga á Gagnfræðaskólanum og hlaut Guðjón Benediktsson verðlaun fyrir kappglímuna, en Aage Schiöth fyrir fegurðarglímu.
---------------------------------------------------
Dagur Akureyri 2018
Hluti greinar vegna jarðarfarar síra Jónasar Jónasson Akureyri
……………………………..
Kvæði Guðmundar söng Aage Schiöth gagnfræðingur…………………
--------------------------------------------
Blaðið Íslendingur í desember 2018 – Frétt
Kvartettinn Bragi. Þessi nýi kvartett ljet til sín heyra síðastliðinn sunnudag. Söng hann 12 lög. Verður ekki annað sagt, en að fólk skemti sjer ágætlega
eftir lófa klappinu að dæma og flest lögin varð að endursyngja.
1. rödd söng Aage Schiöth. Hefir hann mjög mikla og hljómfagra rödd, bassa söng Jón Steingrímsson,
er hans rödd þekt og aðeins að góðu getin. Milliraddirnar sungu þeir Þorst. Thorlacius og Þorst. Þorsteinsson frá Lóni. Fór söngurinn vel, nema 2 lögunum, sem ekki voru hreint
sungin.
Furða hvað þessi flokkur gat eftir jafn stuttan æfingatíma.
----------------------------------------------
Dagur - 17. desember 1918 Frétt
Bragi (Kvartet) hefir tvisvar skemt bæjarbúum hjer með söng í samkomuhúsinu. Um listagildi söngsins verður ekki dæmt hjer, en skrítilega væri þeim manni farið, sem enga unum hefði af því að hlusta á söng Aage Schiöth. Hann söng 1. rödd, Áheyrendur gjörðu góðan róm að söngnum.
(ekki var
minnst á aðra í kvartettinum í þessari frétt - sk)
--------------------------------------------
Íslendingur
- 03. janúar 1919 Frétt svipuð umsögn um Aage Schiöth
---------------------------------------
Íslendingur
- 03. janúar 1919
Grein. Kvartettinn Bragi. Þessi nýi kvartett eða þessir fjórmenningar, hafa nú haldið 3 samsöngva og hefi jeg heyrt 2 af þeim. Finst mjer æði margt við fjórmenninga þessa að athuga. Fyrst er nú það, að þeir eru ekki nógu vel samsungnir; í öðru lagi það, að þeir syngja á sumum stöðum mjög óhreint; Í þriðja lagi það, að enginn þeirra hefir verulega góð hljóð, en í kvartett verða allar raddir að vera góðar.
Að vísu hefir Jón Steingrímsson, eða rjettara, hafði góð hljóð í dýpstu rödd og hann syngur hreint, en hann er fullveikur eða beitir sjer eigi sem skyldi. Aage Schiöth hefir lítil lagleg hljóð en algerlega þróttlaus; hann syngur fyrsta kafla söngskrárinnar mikið snoturt, en þá er honum öllum lokið: Þrótturinn horfinn og hann syngur mjög óhreint og af mestu erfiðismunum. Það er einkenni góðra söngmanna að þeir »syngja sig upp«, og verða betur og betur upplagðir, eftir því sem á söngskrána líður og svo er um fyrstu tvo klukkutímana.
Þetta gildir um alla þá bestu söngmenn, sem jeg hefi heyrt til; enda viðurkenna þeir það sjálfir. Þetta má vera, að Aage fái meiri þrótt með aldrinum, en aldrei held jeg, að verulega hátt boð verði gert í hann á heimsmarkaðinum; hann getur orðið dálaglegur »romance« söngvari. Milliraddirnar eru báðar ótækar; loðnar og hljómlausar.
Fyrsti kafli söngskrárinnar tókst best, sjerílagi »Gröfin« eftir Sigfús Einarsson, svo var og um »Hymn« eftir Cruzel. ísland eftir Sigf. Einarsson og »Sjáið hvar sólin« þolanlega; hin lögin tókust illa, þó sjerstaklega »Faðir vor« eftir Magnús Einarsson Þess skal þó getið að þeir sungu þetta ljetta og gullfagra lag, best á næstsíðasta samsöng, sem sýnir best hve illa kvartettinn er samsunginn.
Mörg af lögunum voru algerlega rangt sungin, frá
sönglegu sjónarmiði. Við frekari æfingu lagast margt af þessu, hljóðin verða samfeldnari og þeir syngja hreinna. Ef kvartettsöngur og — raunar — hvaða söngur sem er, á að
fara vel, verður að vanda vel til hans og því er fundið að þessu hjer, að öllu þessu hefir hingað til tilfinnanlega verið flaustrað af á Akureyri. Sjálfstraustið verið altof
mikið.
Auditor
--------------------------------------
Íslendingur - 10. janúar 1919
Grein –
Svar Skoðanamunur. Auditor fer lítilsvirðandi orðum um kvartettinn Braga, sem sungið hefir mörgum til skemtunar og seinast hjer um daginn fylti samkomuhús bæjarins og gaf allan ágóðann til söfnunarsjóðs
berklahælisins. Auditor (les ádftor) er latneskt orð og þýðir áheyrandi (segi jeg þetta svo sauðsvartur almúginn skilji). Líklega telur auditor sig hafa gott eyra úr því hann
kemur fram sem strangur söngdómari.
En mjer datt í hug það sem haft er eftir Jónasi heitnum Helgasyni organleikara, þegar maður nokkur hjelt því fram að orgelið hans væri hjáróma: »Er það eyra. Er það bölvað eyra! « sagði kallinn. Mjer finst sá maður heyra illa, sem heyrir aðeins misfellurnar á samsöng fjórmenninganna. Auðvitað eru þeir viðvaningar — eins og flestir söngmenn hjer — en mörg lögin tókust vel svo ánægja var að heyra.
Það hefir áður viljað til að söngur hafi mistekist hrapallega hjer á Akureyri bæði hjá einum og fleirum og ekki verið gert að blaðamáli. Mjer fanst því óþarfi að setja Braga í blaðanna gapastokk. En mjer tók sárt það sem auditor segir um Aage Schiöth. Jeg held sá maður sje andlega heyrnarlaus eða tilfinningarlaus fyrir söng, sem ekki finnur að Aage er gæddur framúrskarandi fögrum hljóðum. Og mjer finst illa gert að spá honum hrakspám um framtíðina þessum unga efnilega söngmanni.
Auðvitað má að honum finna — því langt á hann í land til að verða fullæfður,
enda hefir hann engan skóla fengið svo teljandi sje. Jeg er einn af þeim sem dáist að því hve fagra rödd Aage hefir fengið af náttúrunnar hendi. Ef Aage heldur vel á henni, veit jeg það
að honum verður hvarvetna vel tekið, því fögur söngrödd er jafn eftirsótt vara um allan mentaðan heim og gull og gimsteinar. Má þá vel fara svo að Ísland verði Aage
of lítið.
En það gerir ekkert til; landi sínu yrði hann þá enn meir til sóma.
Plausor
(les: Plásor, þ.e. sá sem klappar lof (lófa)
------------------------------------------
Íslendingur - 17. janúar 1919 Grein:
Jeg vil vera með. »Auditoi« og »Plausor«
hafa í 1.. og 2. tbl. »Íslendings« skrifað álit sitt (dóm) um söng Kvartettins »Bragi« og þar eð dómar þeirra eru mjög ólíkir vil jeg með fáum
orðum segja álit mitt.
Jeg er í öllum atriðum samála Plausor, það sem sönginn snertir yfiirhöfuð, n.1. að söngurinn fór vel meðan Aage Schiöth ekki þreyttist, en þá gat hann ekki haldið tónunum nákvæmlega í rjettri hæð, einkum veiku tónunum. Þess ber að gæta, að Aage Schiöth er ekki fullra 17 ára og nýlega búinn að fá breytta rödd (Tenor rödd) og allir sem bera nokkurt skynbragð á söng, vita að allir byrjendur þreytast, en hitt er rjett hjá Auditor: góðir söngmenn syngja sig upp, en það gyldir einungis um æfða söngmenn, sem hafa fengið fullan þroska í röddina.
Jeg þykist sannfærður um, að Aage Schiöth eigi bjarta og glæsilega framtíð
á sönglistar — brautinni, því hann hefir fagra rödd og óvanalega mikla fyllingu svo ungur. Hinir þrír söngmennirnir eru allir talsvert æfðir, enda ekkert út á þá
að setja, nema bassarnir voru of dempaðir einkum 1. bassi.
Þökk Bragi fyrir sönginn og lengi lifi hann !
Magnús Einarsson.
-------------------------------------
Íslendingur
- 26. september 1919
Kvöldskemtun var haldin í samkomusal bæjarim á sunnudaginn var. Fjölbreytt skemtun var þar á boðstólum. Fyrst ljek lúðrasveitin nokkur lög. Stefán
Stefánsson skólameistari las upp nokkur kvæði og sögubrot eftir Sig Nordal. Jón Sigurðsson myndasmiður las upp kvæði. Var gerður góður rómur að upplestri þeirra beggja.
Tvísöng sungu, Aage Schiöth og Steingrímur Matthíasson læknir, 5 lög og þótti takast vel. Aage Schiöth hefir, jafn kornungur maður og hann er, töluvert sterka söngrödd og einstaklega
hreimfagra; er óhugsandi annað, en að þar sje um mikið söngmannsefni að ræða í framtíðinni. Einsöng söng Gunnar Pálsson, hann hefir lagleg hljóð en lítil (er líka
mjög ungur maður) svo ekki er hægt að ætlast til þess, að einsöngur hans geti notið sín, í jafn stórum sal. Skemtunin var afar vel sótt.
Viðstaddur.
--------------------------------------
Íslendingur - 16. janúar 1920
Akureyri.
Sjúkrasamlagið stofnaði til samkomu síðastliðið
laugardagskveld. — Aage Schiöth stud. art. söng nokkur lög og spilaði systir hans, ungfrú Oda Schiöth, undir. Þar var og flutt stutt erindi.
-----------------------------------------
Morgunblaðið - 19. október 1920
Farþegar með Gullfoss til Kaupmannahafnar voru þessir:
Frá
Reykjavík:
E. Hafberg, H. S. Hansson, Ouse, og Hottesen.
Frá Siglufirði:
Blomquist, Hviid Andersen, Ortenblad, Helgi Hafliðason, Jón Sigurðsson, Þórunn
Njarðvik, Kristiana Bessadóttir, Eyþóra Sigurðardóttir, Lovisa Dalmar, Emelía Bjarnadóttir, Vestersen, Sofus Blöndal, Pétur Jóhannsson, Skafti Sigurðsson, Anton Jakobsson.
Frá
Akureyri:
Otto Tulinius og fjölskylda, Ásgeir Pétursson og frú, Margrét Jónsdóttir, Laufey Benediktsdóttir, Sigurður Bjarnason, M. Einarason, Höskuldur Baldvinsson, Halldór
Halldórsson, Aage Schiöth, Kai Sehiöth, Ole Hertevig, Witte og frú, Hedvig Madsen
Íslendingur - 23. júní 1922
Aage Schiöth syngur í Samkomuhúsinu á Sunnudagskvöldið.
Mun marga fýsa að hlusta á hinn unga og efnilega söngmann. Söngskemtunin
hefst kl. 71/2
------------------------------------------------------------
Íslendingur - 31. október 1924
Aage
Schiöth sonur Schiöths brauðgerðarmeistara hér á staðnum hefir nýlega lokið fyrri hluta prófi í Iyfjafræði í Kaupmannahöfn með góðri einkunn.
-------------------------------------------
Hænir - 1924 Seyðisfirði
Aage Schiöth, sonur Axels Schiöth bakara á Akureyri,
söng hér kvöldið 17. þ. m. Um söng hans er það skjótast að segja, að rödd hans er látlaus og all-mikil, og virðist hann hafa óvenjulega mikið vald yfir tónunum og voga
sér þó nokkuð hátt. Hann hefir notið kenslu hjá söngkennara í Höfn í 3 ár, en hefir annars samtímis stundað nám í lyfjafræði og lokið nýlega
prófi í henni.
-----------------------------------
Verkamaðurinn - 25. nóvember 1924
Hjúskapur.
Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Kaupmannahöfn ungfrú Gudrun Juulsöe og Aage Schiöth stud. pharm, sonur Axels Schiöth bakarameistara hér í bæ.
--------------------------------------------------
Aage Schiöth,
sonur Axels Schiöths brauðgerðarmeistara, hefir nýlega lokið prófi í lyfjafræði i Hamborg, með ágætiseinkunn.
-------------------------------------------
Aage Schiöth cand. pharm. hefir fengið lyfsöluleyfi á Siglufirði. Er hann nú komin vestur þangað til að koma lyfjabúðinni á Iaggirnar.
-----------------------------------
Norðlingur - 07. júlí 1928 Akureyri
Island
kom hingað um hádegið. Meðal farþega voru: Davíð Stefánsson skáld, Valgarður Stefánsson verslunarm. Stefán Árnason heildsali, Hjörleifur Árnason vjelamaður, Sæmundur
Stefánsson verslunarfulltrúi, Bernharður Petersen stórkaupm, Aage Schiöth lyfsali, Hinrik Thorarensen læknir, Andrjes Hafliðason kaupmaður, Jón Gíslason kaupmaður og Helgi Zöega
-------------------------------------------
Siglfirðingur - 23. febrúar 1929
Söngfjelagið „Vísir"
óskar eftir 1—2 góðum söngmönnum í 1. tenor og 2. bassa. Þeir, sem löngun hafa til að sinna þessu, tali við lyfsala Aage Schiöth eða Tryggva Kristinsson kennara, næsta
mánudag kl. 7—8 síðdegis.
-------------------------------------
Siglfirðingur - 18. janúar 1930 Auglýsing
Slökkvilið Siglufjarðar.
- Slökkviliðsstjóri:
Flóvent Jóhannsson Hv.br. 6 Sími 49 - Varaslökkviliðstjóri:
Egill Stefánsson Grundargötu 10 Simi.88 - Flokksstjórar:
Páll Jónsson Lindarbrekku sími 27 - Sigfús Ólafsson Hlíð Sími 85
- Guðmundur Jóakimsson, Norðurgötu 20 sími 9,
- Hannes Jónasson Norðurgötu,13 sími 20
- Jóhann Einarsson, Lækjargötu 6B
- Gunnlaugur Sigurðsson, Grundargötu,12
- Pjetur Jóhannesson Vallargötu 6
- Brunaboðar:
- Páll Guðmundsson Lindargötu 3 sími 54
- Sigurjón Sigurðsson Túngötu 23 sími 95.
- Alfreð Möller Suðurgötu 37 sími 39
- Ólafur Vilhjálmsson Lindargötu 22 sími 52
- Einar Kristjánsson Lyfjabúðinni sími 81
- Aage Schiöth Lyfjabúðinni sími 81
- Guðmundur Fr. Guðmundsson Aðalgötu .8
Hringið tafarlaust á brunaboða, slökkviliðsstjóra og símastjóra ef bruna ber að höndum. .
Siglufirði 15. jan.
1930 Slökkviliðssjórinn.
------------------------------------------
Aage Schiöth er að láta byggja vandað og veglegt hús við Aðalgötu. Verða þar auk íbúðar, stór og góð húsakynni fyrir lyfjabúðina.
-------------------------------------
Lesbók Morgunblaðsins - 03. ágúst 1930
Hluti frétta
um skákmót:
………….Ennfremur keptu í þessum flokki Stefán Sveinsson frá Skákfjelagi Akureyrar, Þráinn Sigurðsson og Sveinn Hjartarson, báðir
frá Skákfjelagi Siglufjarðar.
Í öðrum flokki keptu átta menn frá Skákfjelagi Siglufjarðar, þeir Aage Schiöth, Páll Jónsson, Stefán Kristjánsson,
Jónas Jónsson, Skarphjeðinn Pálsson, Sigurður Lárusson, Friðbjörn Níelsson og Páll Einarsson.
Fyrstu verðlaun í þeim flokki hlaut Stefán Kristjánsson og
vann hann allar skákirnar, önnur verðlaun hlaut Páll Einarsson með 5 vinninga og þriðju verðlaun Skarphjeðinn Pálsson með 4 vinninga.
Skákþingi þessu stýrði Sigurður
Kristjánsson kaupmaður á Siglufirði með mikilli prýði, og á hann þakkir skildar fyrir það starf, sem á margan hátt er vandasamt.
----------------------------------------------------
Verkamaðurinn - 20. febrúar 1934 Neðanrituð tilvitnun er mín (sk)
Þar má finna
harða ádeilu á Siglfirðinga, þá sem létu glepjast af nasismanum og þar nokkrir nafngreindir ýmist með orðunum nasistar og eða fasistar.
Þar í hópi voru ma. Aage
Schiöth, Sófus Blöndal og fleiri. Þar ver réttilega bent á af kommúnistunum hið öfgafulla og óhugnanlegu „raunstefnu“ þýsku nasistanna, sem margir hér á
Siglufirði dáðu af fávisku.
Nokkrum árum síðar opnuðust þó augu þessara manna fyrir þeirri ógnar og hatursstjórn sem Nasistar í Þýskalandi stóðu
fyrir og sögðu skilið við fyrri skoðanir sínar í pólitíkinni.
En kommarnir, þeir héldu áfram fram í dauðan að elska guði sína; Lenín og Stalín
og allt kompaníið þar á eftir, þrátt fyrir að þeir máttu vita hver sannleikurinn var.
En svona er pólitíkin, sumir trúa á flokkinn sinn, alveg sama þó endurteknir
flokkadrættir og sérhagsmunir og óheiðarleiki uppgötvast.
----------------------------------------------------------------------
Nýja Dagblaðið 24. júní 1937 og Morgunblaðið með frásögn um sama mál 25. júní 1937
Athygliverð frétt: https://timarit.is/files/10126932 þar sem 9 lyfsalar þar með Aage Schiöth
voru dæmdir í háar sektir eða fangelsi og sviptir lyfsöluleyfi, vegna áfengisinnkaupa á fölsum forsendum. Þar til viðbótar nokkrir aðrir lyfsalar sektaðir fyrir önnur lagabrot. Aukaréttur
í Reykjavík dæmdi í málinu.
----------------------------------------------------------------
Mjölnir
- 03. apríl 1939
Efnagerð Siglufjarðar.
Það hefir ekki verið mikið talað um Efnagerð Siglufjarðar manna á milli og ekki hafa blöðin gert hana að umtalsefni nema þegar þau hafa birt frá henni eina og eina auglýsingu. Þetta fyrirtæki er þó vel þess vert að því séveitt eftirtekt. Það er þegar farið að framleiða margskonar vörur sem munu fyllilega sambærilegar við sömu vörutegundir annarsstaðar frá hvað gæði snertir.
Ættu Siglfirðingar að láta þetta siglfirzka fyrirtæki sitja fyrir viðskiptum, því ekki er verðið 'hærra en annarsstaðar. Hvers vegna að flytja hingað þær vörutegundir, sem framleiddar eru á staðnum, jafn góðar fyrir sama verð? Til þess er engin skynsamleg ástæða. Aftur á móti eru margar ástæður til að kaupa eingöngu vörurnar af fyrirtækinu sem er heimilisfast í bænum, og má þar fyrst til nefna að slík fyrirtæki skapa atvinnu í bæinn og atvinnureksturinn er útsvarsskyldur hér og léttir því útsvarsbyrðarnar á öðrum bæjarbúum.
Mjölnir hefir nýlega snúið sér til eiganda Efnagerðar Siglufjarðar, herra Aage Schiöth, lyfsala og fengið hjá honum eftirfarandi upplýsingar: Strax þegar lyfjabúðin var byggð 1930 var byrjað á að búa til allskonar kryddvörur og bökuna dropa, en 1934 var settur ríkisrekstur á bökunnardropagerð, svo það stöðvaðist, en kryddvörugerðin hélt áfram og var smátt og smátt byrjað á framleiðslu fleiri og fleiri tegunda.
En árið 1937 í aprílmánuði urðu þó straumhvörf í þessari framleiðslu. Þá eru keyptar vélar til að framleiða sódavatn, límonaði og allskonar aðra gosdrykki, saft o.fl., þá er byrjað á að framleiða bón, fægilög, silfurduft o. fl. Þessi tvö ár hefur svo framleiðslan aukizt jafnt og þétt, enda hafa sumar vörutegundir Efnagerðarinnar skarað langt fram úr því, sem annarsstaðar er framleitt, eins og t. d. Valash (límonaði).
Auk þeirra vörutegunda, sem hér hefur verið getið, eru ennfremur framleiddar allskonar hreinlætis og fegurðarvörur, súpu- og sósu litur, edik og ediksýra og ýmiskonar ávaxtadrykkir. Efnagerð Siglufjarðar veitir nú tveimur karlmönnum og einni stúlku atvinnu allt árið. Þegar vér spyrjum Aage Schiöth, sem hefir leyst greiðlega úr spurningum vorum, hvort líkur séu til að framleiðsla hans muni halda áfram að aukast og ef til vill veita fleira fólki vinnu,. svarar hann, að það telji hann líklegt, enda hafi hann nú þegar ýms áform um að auka framleiðsluna, en gjaldeyrisvandræði og innflutningshöft séu þar erfiður þröskuldur að yfirstíga.
Óskandi væri að framleiðsla og atvinnurekstur aukist hér á
Siglufirði og allur almenningur getur stutt að því með því að kaupa frekar þær vörur, sem framleiddar eru á staðnum, heldur en það sem, flutt er að.
--------------------------------------------------
Útvarpið vikuna sem leið.
Hluti greinar sem þetta nafn
bar við, í blaðinu Vísir …………………….
………. Þá var Siglufjarðarkvöldið að ýmsu leyti skemmtileg tilraun til að setja fjarlæga staði landsins' í samband við útvarpshlustendur. Má telja að sæmilega hafi tekist. Þó naut söngurinn sín ekki sem best vegna truflana.
Erindi Halldórs Kristinssonar
Iæknis var áheyrilegt og vel samið. Karlakórinn Vísir, sem hélt upp á 15 ára afmæli sitt við þetta tækifæri, virðist frekar í afturför frá því
sem áður var. Veldur þar sérstaklega skortur á einsöngvurum, síðan kórinn misti Aage Schiöth og Marion Björnsson, sem báðir prýddu hann á sinni tíð.
Svo er ekki laust við, að einhver þunglamablær sé yfir söng kórsins, sem ef til vill myndi lagast, ef hann veldi sér fjörmeiri viðfangsefni……………………………….
-----------------------------------------------
Ríkisstjórnin hindrar endurbyggingu
Rauðku á Siglufirði.
Hluti fréttar, þar sem margir voru ekki hressir með ofan nefnda ákvörðun, þar á meðal Aage Schiöth.
………………
Aage Schiöth og Jón Gíslason segja sig úr Sjálfstæðísflokknum Tveir af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, þeir Aage Schiöth og Jón Gíslason
hafa sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og um leið lagt niður umboð sitt í bæjarstjórn Siglufjarðar í mótmælaskyni við framkomu ráðherrans í málinu. Fleiri
koma á eftir? Sá orðrómur gengur ennfremur áð Þráinn Sigurðsson og fleiri sjálfstæðismenn á Siglufirði hafi sagt sig ú r flokknum eða séu í þann
veginn að gera það………………………
---------------------------------------------------
Neðarlega á síðunni: http://www.sk2102.com/437192988
tengt ofanrituðu má lesa um smá róstur á dansleik. Á síðunni sem fjallar, í stórum dráttum um Svein Ben. En þar kemur Aage Schiöth stutt við sögu sem
friðarstillir.
-------------------------------------------
Vísir - 10. nóvember 1939
Frá Hæstarétti:
DÓMUR í MÁLI AAGE SCHIÖTH GEGN SJÚKRASAMLAGI AKUREYRAK.
Í dag var i hæstarétti kveðiðið upp dómur i máli er Aage Schiöth lyfsali á Siglufirði
átti við Sjúkrasamlag Akureyrar.
Málavextir eru þeir, að nokkrir félagsmenn i Sjúkrasamlagi Akureyrar fengu lyf í lyfjabúð áfrýjanda á Siglufirði árin
1936 og 1937. Sýndu þeir þá skilríki fyrir því, að þeir hefðu goldið iðgjöld sín í sjúkrasamlagsins og greiddu ¼ hluta af andvirði lyfjanna. Lyfsalinn
krafði síðan Sjúkrasamlag Akureyrar um ¾ hluta lyfjaverðsins, en það neitaði að greiða.
Hæstiréttur taldi sjúkrasamlaginu skylt að greiða. Var talið að þeir
sem lyfin keyptu, hefðu haft rétt til að vísa lyfsalanum á sjúkrasamlagið til greiðslu eftirstöðvum lyfjaverðsins.
Sjúkrasamlagsmeðlimirnir áttu, segir rétturinn,
á þessum tíma samkv. 38. gr. Alþýðutryggingarlaganna, er þá var í gildi, rétt til sjúkrastyrks frá sjúkrasamlaginu, þótt þeir veiktust utan samlagssvæðis
síns.
Var þeim því rétt að vísa á sjúkrasamlagið til greiðslu lyfjanna, eins og þeir gerðu. Og með því að Sjúkrasamlag Akureyrar hafði ekki mótmælt
reikningi lyfsalans sem of háum né hljóðandi um lyf, sem því hefði ekki verið skylt að greiða, ef félagsmenn þess hefðu fengið þau á Akureyri, var það dæmt
til þess að greiða kröfuupphæðina, kr. 28,85 og kr. 400,00 í málskostnað fyrir báðum réttum.
---------------------------------------------------------
Morgunblaðið - 11. nóvember 1939
Hæstiréttur.
Lyfjabúðirnar og sjúkrasamlögin Hæstiréttur kvað í gær upp dómi í málinu: Aage Schiöth
gegn Sjúkrasamlagi Akureyrar. Málavextir eru þeir, að nokkrir af meðlimum S. A. höfðu tekið út lyf í Lyfjabúð Siglufjarðar. Lyfjabúðin krafði S. A. greiðslu á ¾
hlutum andvirðis lyfjanna, alls kr. 28.85. S. A. neitaði að greiða <»g reis þá mál þetta.
Með dómi bæjarþings Siglufjarðar 20. júní 1938 var S. A. sýknað
af kröfum stefnanda.
Þeim dómi áfrýjaði eigandi Lyfjabúðar Siglufjarðar, Aage Schiöth til Hæstaréttar, sem gerbreytti dómi undirréttar.
Í forsendum Hæstaréttar segir: „Krafa áfrýjanda er af því risin, að nokkrir félagsmenn Sjúkrasamlags Akureyrar fengu lyf í lyfjabúð hans á Siglufirði árin 1936 og 1937. Sýndu þeir skilríki fyrir því, að þeir hefðu goldið stefnda iðgjöld, og greiddu ¼ hluta lyfjaverðsins, en telja verður, að með því hafi þeir vísað áfrýjanda á stefnda til greiðslu á eftirstöðvunum.
Samkvæmt 38. gr. laga um Alþýðutryggingar nr. 26/1936, er þá voru í gildi, áttu félagsmennirnir rétt til sjúkrastyrks frá stefnda, þótt þeir Veiktust utan samlagssvæðis síns, en þó eigi hærra en ef þeir hefðu veikst á samlagssvæðinu. Þeim var því rétt að vísa á stefnda um greiðslu, eins og að framan segir, en stefnda var vitanlegá eigi skylt að greiða áfrýjanda önnur lyf né með hærra verði en orðið hefði, ef félagsmennirnir hefðu veikst á samlagssvæði Akureyrar.
Nú hefir stefndi engum mótbárum hreyft að því leyti gegn reikningi áfrýjanda, og verður því að dæma hann til að greiða kröfu áfrýjanda að fullu með vöxtum, eins og krafist er.
Samkvæmt þessum málalokum verður að dæma stefnda til að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti, er ákveðst samtals kr. 400.00".
Lárus Jóhannesson hrm. flutti málið fyrir Aage Schiöth, en Stefán Jóh. Stefánsson
fyrir Sjúkrasamlag Akureyrar
-------------------------------------------------
Litil hluti „langloku“ um störf og „afrek“ FUS á árunum 1930-1940
………………..Kjörorðið: Stétt með stétt hefir sigrað. F.U.S. getur því
verið stolt af þeim afskiptum, sem það hefur haft af þessum málum. Félagið hefir látið ýms önnur en þessi hin pólitísku mál til sín taka.
Sundlaugarmálið
var rætt í félaginu 1933 og hafði Aage Schiöth forystu í því, Laugarnar í Skútudal voru lítilsháttar rannsakaðar og verkfræðingur var fengin til að
gera áætlun um leiðslu frá þeim í gamla sundpollinn fyrir framan Höfn……………………….
--------------------------------------------
Mjölnir birti forsíðu grein, minningu um Steingrím Einarsson læknir og sagði þar á meðal frá því að Aage Schiöth hefð
sungið einsöng við jarðarför hins virta læknis.
------------------------------------------------
Siglfirðingur - 30. apríl 1942 - Aulýsing
Sá sem ég lánaði Remington-salon riffilinn minn, er vinsamlega beðinn að skila honum sem allra fyrst.
Aage Schiöth
-------------------------------------------
Fertugur: Aage Schiöth lyfsali
I dag er einn af mestu dugnaðar- og athafnamönnum
Siglufjarðar fertugur. Það, er Aage Schiöth lyfsali. Það eru nú 14 á r síðan hann fluttist til Siglufjarðar og stofnsetti þar Lyfjabúð Siglufjarðar Hefir lyfjabúðin eflst
og dafnað, og er nú orðin eitt af stærstu þess kyns fyrirtækjum landsins, utan höfuðstaðarins.
Schiöth er áhugamikill fylgismaður Sjálfstæðisflokksins, og hefir jafnan staðið í fremstu röð í baráttu flokksmanna sinna norður þar. Hann hefir setið 6 ár í bæjarstjórn Siglufjarðar. Fyrir nokkrum árum stofnsetti Schiöth Efnagerð Siglufjarðar h.f. og hefir það fyrirtæki blómgast vel undir stjórn hans.
Hann hefir einnig rekið útgerð í nokkur ár. Þá var hann einn af aðal forgöngumönnunum að stofnun hraðfrystihússins
Hrímnis h.f., sem er stór og myndarlegt fyrirtæki og vafalaust á eftir að bæt a mjög atvinnuskilyrði Siglfirðinga, bæði til sjós og lands. Schiöth er ágætur áhugamaður
um hverskyns íþróttir, og landskunnur söngvari er hann. Þess væri óskandi að Siglufjörður ætti sem lengst a ð njóta starfskrafta hans og athafnamála
S. Bj. (Sigurður
Björgólfsson)
---------------------------------------------------
Íslendingur - 10. september 1943 - Auglýsing
Vetrarstúlka
óskast. Sér herbergi, — Hátt kaup. Aage Schiöth, Iyfsali Siglufirði
-----------------------------------
Morgunblaðið - 17. október 1950
Ætlar að framleiða perliir úr íslenskti sífdarhreistrl
Frásögn Aage Schiöth lyfsala á Siglufirði
MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því s. 1. fimmtudag, að tveir danskir efnafræðingar hafi fundið upp aðferð til þess að framleiða sjerstakt efni úr síldarhreistri, sem notað er í skaut perlur og aðra skartgripi. Morg unblaðinu var þá ekki kunnugt um, að nokkrir Islendingar hafa unnið að því að koma sams konar framleiðslu af stað undanfarið, eru það þeir Sturlaugur Böðvarsson útgerðarmaður, Akranesi og Aage Schiöth lyfsali, Siglufirði. Munu þeir hvor í sínu lagi hafa unnið að því að koma þessari framleiðslu af stað. Blaðið hefur átt tal við Aage Schiöth, sem nú er staddur í bænum og farast honum þannig að orði:
Safnaði hreystri á Siglufirði
„Fyrir rúmu ári las jeg norsku blaði,
að fyrirtækið Bröderne Jangård í Álasundi Noregi hefðu hafið framleiðslu á svokölluðum „peluessebce“
Var frá því skírt að amerískt fyrirtæki
stæði að nokkru að þessari nýjúng á svið nýtingar sjávarafurða. Mjer var einnig kunnugt um, að Þjóðverji nokkur hafði dvalið í 3 sumur á Siglufirði
1925—'27 og hafði með sjer efni þetta frá Siglufirði til Þýskalands. Hafði hann ineð sjer sýnishorn af skartperlum þeim, er framleidd ar voru úr þessu efni þar í landi
og gaf ýmsum kunningjum og vinum á Siglufirði.
Framleiðsluaðferðin leyndarmáI.
Í fyrravetur tók' jeg mjer ferð á hendur til Alasunds í Noregi og átti þar viðræður við Bröderne Jangárd. Vakti fyrir mjer að koma á samvinu við þetta fj^rirtæki og Bandaríkjamenn þá, er að því stóðu, en hvorttveggja mistókst. Framleiðsla á svokölluðum „perluessence" er leyndarmál og framleiðsluaðferðin lögvernduð. Var því ekki um annnað að ræða en annaðhvort að gefast upp við þessa hugmynd mína að framleiða þetta umrædda efni úr íslensku hreistri eða reyna sjálfur að komast að leyndarmálinu.
Hefir leyst vandann
Hefi jeg unnið að þessu síðan jeg koma heim í apríl s. 1. og hefir árangurinn að þessu starfi orðið sá, að mjer hefir tek ist að framleiða þetta svokallað „perlu-essence". Vjelsmiðjan „Hjeðinn" hefir smíðað fyrir mig vjelar, sem nota þarf til framleiðslu þessarar, en Síldarverksmiðja Siglufjarðarkaupstaðar hefir lánað mjer nokkuð af vjelum, sem jeg þárf að nota".
Söfnun síldarhreisturs
„Með hverju móti hafið þjer hugsað yður að auðveldast sje að safna síldarhreistri til þessarar framleiðslu?" „í Noregi safna unglingar hreistri á söltunarstöðum og höfðu þeir margir hverjir góðð daglaun við þessa atvinnu s.l. vetur. Tel ég að vel megi notast við þessa aðferð hér á landi, en sem kunnugt er brást síldin hörmulega á Norðurlandsmiðum í sumar og hefur það eðlilega tafið fyrir þessum rannsóknum mínum.
Hraðfrystihúsin á Siglufirði og Akureyri hafa einnig aðstöðn til að safna síldarhreistri. Með því að þvo síldina, sem ætluð er til frystingar, í þvottakerum með tvöföldum botni er auðvelt að safna hreinu hreistri til umræddrar vinnslu, en í\ því veltur mjög um gæði framleiðslunnar, að hreistrið sje ekki blandað slori og öðrum óhreinindum þegar það er sett í vinnsluvjelarnar.
Enginn efi er á því, að sjómenn hafa góða aðstöðu til a& safna síldarhreistri, bæði »^ snurpu- og reknetaveiði. Þá er einnig fullvíst, að talsvert hreistur fer forgörðum me9 blóðvatni síldarverksmiðja oij er eflaust hægt að handsama eitthvað af því hreistri, sera annars fer í sjóinn".
Hreistursöfnun hjer syðra
„Hafið þjer athugað möguleika á því að fá hreistur ti\ þessarar vinnslu hjer á Suðurlandi?" „Já, jeg hefi haft
sambanci við nokkur hraðfrystihús og söltunarstöðvar, en því miður er ekki hægt að gefa upp ákveðið verð fyrir hreistrið, og bíð jeg eftir verðtilboði á
sýnia hornum, er jeg hefi sent til útlanda. Jeg er að setja upp vjelar norður á Siglufirði til þess að vinna úrþv í hreistri, sem mjer hefir þegar borist en vonir standa til, að hægt
verið að skipuleggja söfnun á hreistri J vinnslu á „perlun-essence" fyr ir næsta sumar.
-------------------------------------------------------------
Siglfirðingur - 02. nóvember 1950
Perlur úr síldarhreistri
MORGUNBLAJÐID birti nýlega viðtal við Aage Schiöth, lyfsala hér í bæ, vegna tilrauna sem hann hefur unnið að með að vinna perlur úr síldarhreistri. Norðmenn hafa að undanfömu unnið að slikri framleiðslu, en haldið framleiðsluaðferðum sínum leyndum.
Nú hefur
Aage Schiöth tekist að framleiða úr hreistrinu efni, sem notað er til perlugerðar og mun hafa látið vinna að vélasmíði til slíkrar vinnslu. Þeir Aage Schiöth lyfsali
og H. Böðvarsson á Akranesi munu fyrstir manna hér á landi til að kanna þessa athyglisverðu nýung, sem vakið hefur mikla athygli. Blaðið muri leita sér frekari upp lýsinga
í þessu máli og skýra lesendum sínum nánar frá öiluni málavöxtum í næsta tölublaði.
------------------------------------------------------------------
Siglfirðingur - 30. nóvember 1950
1 desember-skemmtun „Vísis“
Blaðið vili vdkja athygli lesenda sinna á fjölbreyttri skemmtun Karlakórsins „Vísis" í Nýja-Bíó,
1. desember. Skemmtiatriðin em sem hér segir: 1. Skemmtunin sett: Egill Stefánsson; 2. Karlafcórinn Vísir syngur; 3. Avarp: Guðbr. Magnússon, kennari; 4. Einsöngur: Aage Schiöth; 5. Gam anvísur: Þórður
Kristinsson; 6. Vísir syngur; 7. Kvifcmynd. Um kvöldið verður svo dansleikur í Nýja-Bíó. Allur ágóðinn rennur til TónUstarskóla kórsins. Blaðið hvetur bæjarbúa
til að sæfcja skemmtunin þessa.
-------------------------------------------------
Lyfjabúð Sigluf jarðar á 25 ARA STARFSAFMÆLI
Þann 11. maí næstkomandi eru 25 ár iiðin síðan lyf jabúð var sett á stofin á
Siglufirði. Stofnandi hennar'og eigandi frá fyrstu tíð hefur verið lyfsali Aage Schiöth. — Hefur hann rekið hana með miklum dugnaðar- og myndarbrag, og mun Lyfjabúð Siglufjarðar þola fyllilega
samanburð við lyfjabúðir úti á landi, hvað snertir allan rekstur og snyrtimennsku. Siglfirðingur óskar fyrirtækinu og forstjóra hennar til hamingju í tilefni afmælisins.
---------------------------------------------
Siglfirðingur - 27. apríl 1957
Nú vilja allir Lilju kveðið hafa / / Gatið hans Schiöths"
Sízt datt mér það í hug í kosningahríðinni vorið 1953, þegar Alþýðuflokkurinn og kommúnistar, og þó einkum hinir síðarnefndu gerðu hið mesta gys að mér og Aage Schiöth lyfsala, fyrir að halda því fram, að vinda yrði að því bráðan bug að koma á sæmilegu vegasambandi milli Siglufjarðar og nágrannabyggðarlaganna og fyrir að láta þess getið í því sambandi, að nauðsynlegt kynni að reynast til þess að ná því marki að gera jarðgöng hér gegnum fjöllin, að svo skammt yrði að bíða þess, að hugmyndin um jarðgöngin væri orðin að veruleika, og að menn kepptust nú um að hrósa sér af því, að þessari hugmynd hefir nú verið hrundið í framkvæmd. —
Svo mikið var búið að hafa „gatið hans Schiöths" og jafnvel „gatið hans Einars" í flimtingum, að mér kom ekki til hugar á þessum tíma, að eftir rétt 4 ár væru menn teknir að karpa um það, hver ætti mestan hlut að framkvæmd hugmyndarinnar um „gatið". Eftir skrifum síðasta „Neista" að dæma, eru það nú Alþýðuflokksmenn, sem hafa mikinn áhuga á að þakka Áka Jakobssyni núverandi þingm. Siglfirðinga, að þetta mikla nauðsynjamál Siglfirðinga, er nú komið á þann rekspöl, að framkvæmdir eru þegar hafnar við lagningu nýs vegar milli kaupstaðarins og nágrannabyggðarlaganna.
Ég hefi enga löngun til að vanþakka eða vanmeta góða framgöngu Áka Jakobssonar við að afla fjár til framkvæmdar verksins. Þvert á móti fagna ég því, að vel hefir til tekizt um fjáröflunina og það munu áreiðanlega allir Siglfirðingar gera. En að málið sé komið á þann rekspöl, sem raun sannar fyrir tilverknað Áka, eins og helzt má lesa út úr greininni í „Neista" Neisti - 17. apríl 1957
— Það viðurkenni ég ekki, því að það er rangt. Af þessu tilefni skrifa ég þetta greinarkorn, þvi að ekki finnst mér úr vegi af gefnu tilefni að rifja enn upp gang málsins frá upphafi, þótt það hafi áður verið gert.
GANGUR MÁISINS Á ALÞINGI
Haustið 1953 bárum við Gunnar Jóhannsson og báðir þingmenn Skagfirðinga fram þingsályktunartillögu á Alþingi um, að ríkisstjórninni skyldi falið að láta fram fara sumarið 1954 athugun á nýju og hentugu vegarstæði milli Siglufjarðar og Skagafjarðar. Var í greinargerð með tillögunni bent sérstaklega á leiðina fyrir Stráka sem líklegustu lausnina.
Tillaga þessi var samþykkt á Alþingi í febrúar eða marz 1954. Athugun sú, sem tillagan mælti fyrir um, gat þó ekki farið fram sumarið 1954, eins og gert var ráð fyrir í tillögunni, vegna þess, að þetta sumar áttu verkfræðingar vegamálastjóra í kaupdeilu, höfðu lagt niður vinnu og var því engu vinnuafli á að skipa til að framkvæma athugunina. Á Alþingi 1954—1955 voru vegalög „opnuð", þ.e. bætt var þá inn í lögin nýjum þjóðvegum, en venjulega munu nú líða 2—3 ár milli þess, að svo sé gert.
Þótt ekki væri búið að framkvæma þá rannsókn, sem raunverulega var skilyrði fyrir því, að unnt væri að setja nýjan veg til Siglufjarðar á vegalög, var mér og öðrum, sem áhuga höfðu fyrir málinu, ljóst, að með einhverjum ráðum yrði að koma hinum nýja fyrirhugaða vegi inn í lögin, ef nokkur von ætti að verða um, að hafizt yrði handa um lagningu hans í náinni framtíð. Þess vegna fluttum við Gunnar Jóhannsson og þingmenn Skagfirðinga, eða sömu þingmenn og flutt höfðu þingsályktunartillöguna um athugun á vegastæðinu, sem samþykkt var 1954, ti'liögu um, að hinn nýi fyrirhugaði Strákavegur yrði tekin á vegalög.
Tókst að fá þessa tillögu samþykkta með því skilyrði, að leið sú, sem leggja átti veginn um, reyndist fær og að ekki teldist óviðráðanlegur kostnaður af lagningu hans. Var óhjákvæmilegt að hafa þennan fyrirvara á, er vegurinn var settur á vegalög, með því að ekki hafði þá enn tekizt á fá vegstæðið rannsakað af ástæðum þeim, sem áður eru greindar.
Má segja, að með því að koma veginum inn á vegalög væri unninn hálfur sigur en ekki allur, þar sem eftir var að fá Alþingi til að samþykkja fjárveitingu til vegarins eða að taka hann inn á fjárlög. Haustið 1955 fór svo fram all-ítarleg rannsókn á vegastæðinu. Niðurstaðan af þeirri rannsókn varð sú, að verkfræðingur sá, sem hana annaðist, Snæbjörn Jónasson, taldi leiðina vel færa, en taldi þá þegar, að lagning vegarins myndi kosta um 10 miljónir króna.
Á alþingi 1955—1956 tókst svo að fá fjárveitinganefnd til að gera tillögu um, að veittar skyldu til vegarins árið 1956 kr.100.000 sem byrjunarframlag. Var tillaga þessi samþykkt og vegurinn, Siglufjarðarvegur ytri, eins og nú var tekið að nefna hann, þar með kominn inn á fjárlög. Með þessu, þ.e. með fjárlögum 1956, var því endanlega ákveðið, að ráðizt skyldi í þetta mikla mannvirki. —
Er það því ranghermi hjá Neista, að það hafi verið endanlega ákveðið við afgreiðslu fjárlaga nú 1957, að hafizt skyldi handa um vegarlagninguna, enda mun þá þegar hafa verið byrjað lítilsháttar á lagningu vegarins. Hitt má vafalaust til sanns vegar færa, að hann hafi ekki að fullu verið ráðið fyrr en nú nýlega, að vegurinn skyldi fremur liggja um jarðgöng gegnum Stráka en vera lagður utan í hamravegginn.
Segja má að vísu, að fjárveitingin til vegarins 1956 hafi hrokkið skammt, þegar um slíkt risamannvirki er að ræða sem vegurinn um Stráka. Er það alveg rétt. En aðalatriðið var ekki í fyrstu atrennu að fá háa fjárveitingu til verksins, heldur hitt að koma veginum inn á fjárlög, því að með því var endanlega fengin staðfesting alþingis á því, að ráðast skyldi í framkvæmd verksins. — Hitt hlaut að bíða næstu ára að herja á fjárveitingavaldið um ríflegar fjárhæðir til vegarins, svo að lagningu hans gæti orðið lokið á sem stytztum tíma.
Það er spá mín, að Siglufjarðarvegur ytri, eða Strákavegurinn, er hann er fullgerður, komi til með að valda meiri breytingum til batnaðar á högum Siglfirðinga, en marga órar fyrir nú. Auk þess, að þessi vegur mun verða eitthvert mesta eða mesta mannvirki, sem enn hefir verið ráðizt í hér á landi á sviði vegamála, er ég þess fullviss, að hann eigi eftir að verða óskabarn Siglfirðinga og ein traustasta stoð þeirra.
Það er ekki aðalatriði þessa nauðsynjamáls
a.m.k. ekki á þessu stigi að gera sér Ijóst, hver eða hverjir hafi unnið ósleitilegast að framgangi þess, heldur að sem giftusamlega ráðizt um framvindu málsins. Margir menn, sem
sumir hverjir verða kannski aldrei nefndir, hafa lagt málinu lið og eiga fyrirgreiðslumenn þess sjálfsagt eftir að verða miklu fleiri í framtíðinni. Þegar rætt er um málið, tel
ég þó í þeim efnum sem öðrum skylt að hafa það heldur sem sannara reynist.
Einar Ingimundarson.
-----------------------------------------------------------
Er siglfirzkt neyzluvatn men „saurgerlum"
Atvinnudeild Háskólans telur siglfirzkt neyzluvatn óhæft til neyzlu vegna mikils gerlagróðurs, þar á meðal votts af Coli-gerlum, sem herra dr. phil. Ívar Daníelsson, frændi héraðslæknis, kallar „saurgerla".
Í síðastliðnum febrúarmánuði tók ég mér fyrir hendur, að gera gagnbreytingu á lyfjabúð minni. Steinveggur var brotinn niður, miðstöðvartæki tekin úr sambandi o.s.frv. og þarf ekki að orðlengja um það að slíkt hefir allmikinn óþrifnað í för með sér á meðan á framkvæmdum stendur.
Eftirlitsmaður lyfjabúða, dr. Ívar Daníelsson kom hér fyrir 4 árum síðan og yfirleitt held ég, að hann heimsæki lyfjabúðir að sumri til. Nú bregður svo við, að hann tekur sig skyndilega upp um hávetur, þegar allt er hér á kafi í snjó og kemur sjóleiðis til Siglufjarðar yfir Keflavík.
Mikið lá nú á, sjálfsagt hefir það verið tilviljun ein sem réði því, að skoðun á lyfjabúð minni þurfti að fara fram á meðan allt var á tjá og tundri. En hvað um það, doktorinn, sem er frændi héraðslæknisins hér, Halldórs Kristinssonar, — útbýr álitsgerð um lyfjabúð mína og verður hún tekin til meðferðar á öðrum stað og tíma.
Er álitsgerð þessi allstór bók,
skrýdd stækkuðum ljósmyndum af ruslinu á gólfinu, sem doktorinn laumaðist til að taka að mér fjarstöddum. Einn kafli í bók þessari fjallar um kranavatn tekið í lyfjabúðinni
og fannst mér hann svo merkilegur, að ég gat ekki stillt mig um að koma honum áleiðis til heilbrigðisnefndar. (Bréf mitt til heilbrigðisnefndar, dags. 30. marz, var hreinlega stungið undir stól). Kaflinn
hljóðar þannig:
„Neyzluvatn staðarins (kranavatn). Tekið var sýnishorn af vatni úr krana í lyfjabúri. Segir í umsögn Atvinnudeildar um vatnið, að það
sé óhæft til neyzlu vegna mikils gerlagróðurs, þar á meðal votts af Coli-gerlum (saurgerlum)".
Hér í Siglufirði var afbragðs vatn áður en til þess ráðs var tekið vegna starfrækslu síldar verksmiðjanna, að auka vatnsmagnið með yfirborðsvatni. Þennan geril, bacillus Coli, er yfirleitt allstaðar að finna, þar sem eitthvað lífrænt er fyrir, en ábyggileg heimildarrit, t.d. Der grosse-Brockhaus (bls. 178) segir, að gerill þessi sé saklaus (harmlos), náskyldur mjólkursýrugerlinum, sem vér leggjum okkur til munns daglega í milljónatali í skyri og súrri mjólk, og er það því alveg út í hött, og tæpast sæmandi manni, sem telur sig vera vísindamann, að gefa honum nafnið „saurgeril".
Nú
vill svo vel til, að hinn röggsami héraðslæknir okkar, Halldór Kristinsson á sæti í heilbrigðisnefnd. Hvað segir hann um þessa „saurgerla". Það skyldi þó ekki vera
hægt að finna „saurgerla" eða þaðan af verri gerla á lækningastofum, sem staðsettar eru í gömlu rottubæli, þar sem ræstað er einu sinni á hverjum 10 árum og þar
sem rotturnar naga sig í gegnum þilið og dansa innan um læknadóma þar til smiðurinn kemur og neglir fyrir gatið.
Hvað vilja „rotturnar með löngu skottin, sem naga og naga", gera í
þessu máli?
A. Schiöth
------------------------------------------------------------
Siglfirðingur - 15. nóvember 1958
Yfirlýsing Vegna þeirra ummæla Aage Schiöth í grein, sem hann ritar í „Neista" 26. sept. s.l. að heilbrigðisnefnd hafi hreinlega stungið erindi hans viðkomandi neyzluvatni
hér í bænum, undir stól, skal þetta tekið fram:
Bréf það sem hann ræðir um í grein sinni og kveðst hafa dagsett 30. marz s.l. barzt heilbrigðisnefndinni fyrst 3. okt.
s.l. og þá frá bæjarstjóra, enda er bréfið stílað til bæjarstjórnar Siglufjarðarkaupstaðar, en ekki til heilbrigðisnefndar, bréfið er dagsett 31. marz s.l.
Af þessu tilefni vill heilbrigðisnefnd annars taka fram, að hún hefir á undanförnum árum gert það sem í hennar valdi hefur staðið til að reyna að tryggja það, að bæjarbúar
fengju sómasamlegt neyzluvatn. Hefir nefndin t.d. oft hlutazt til um að vatnið væri rannsakað hjá
Atvinnudeild Háskólans
Siglufirði 16. okt. 1958 í heilbrigðisnefnd Siglufjarðar
Einar Ingimundarson, Halldór Kristinsson, Daníel Daníelsson, Andrés Hafliðason, Hólmsteinn Þórarinsson.
----------------------------------------------------
(dóma í heild má lesa hér: http://www.sk2102.com/446372626
FYRIR nokkrum dögum var kveðinn upp í bæjarþingi Reykjavíkur dómur í máli, er reis vegna þess að Aage Schiöth lyfsali á Siglufirði var sviptur lyfsöluleyfi 1958 af Hannibal Valdimarssyni þá verandi heilbrigðismálaráðherra. Féll dómurinn á þá leið, að -svipting lyfsöluleyfisins hafi verið ógild.
Aage Schiöth rak lyfsölu á Siglufirði en vegna kvartana frá landlækni og eftirlitsmanni lyfjaverzlananna svipti heilbrigðismálaráðherra, sem þá var Hannibal Valdimarsson Aage lyfsöluleyfinu. Dómurum, að sviptingin hafi verið ógild, byggðist á því, að samkvæmt konungstilskipun frá 4. desember 1672 þyrfti þjóðhöfðinginn að undirrita afsetningar bréfið en heilbrigðismálaráðherra einn undirritaði bréfið um afsetningu Aage Schiöth.
Dómur bæjarþings um, að svipting lyfsöluleyfisins hafi verið ógild gildir aðeins frá
birtingu dóms en verkar ekki aftur fyrir sig. Talið er víst, að máli þessu verði áfrýjað til hæstaréttar.
Gunnar Möller hrl. fór með málið fyrir Aage
Schiöth en Ragnar Jónsson hrl. fyrir ríkið.
=============================================
Hæstaréttardómur í máli Aage Schiöth. Nýlega er fallin dómur í máli A. Schiöth lyfsala, er hann höfðaði gegn þáv. heilbrmálarh.
Hannibal Valdimarssyni vegna sviptingar á lyf söluleyfi hans hér í Siglufirði. Hæstiréttur staðfesti undirréttardóminn, þar sem stjórnarathöfn þessi var dæmd ógild
og var ríkissjóði gert að greiða um 20 þús. kr. málskostnað.
-----------------------------------------------------------------
Aage Schiöth hefur nú unnið svokallað leyfissviptingarmál fyrir hæstarétti. Hefir það staðið í nokkur ár og verið allumfangsmikið.
-----------------------------------------------------------
Ítarleg grein – frétt í Morgunblaðinu þar sem
skýt er frá Málavöxtum sem að mestu eru byggðir á Greinargerð Hæstaréttar https://timarit.is/files/15971395 sem og lesa má hér ofar,
á þessari síðu.
---------------------------------------
Morgunblaðið - 10. desember 1963
Gerðardómur úrskurðar Aage Schiöth 260 bús. Kr. Skaðabætur,
vegna sviptingar lyfsöluleyfis á Siglufirði.
GERÐARDÓMUR hefur úrskurð að, að heilbrigðismálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, beri að greiða Aage Schiöth, lyfsala á Siglufirði, 260 þúsund króna bætur vegna sviptingar á lyfsalaleyfi hans hinn 1. september 1958. — Samkomulag varð milli málsaðila, að gerðardómur skyldi fjalla um skaðabótakröfuna.
Tildrög málsins eru þau, að heilbrigðismálaráðherra
svipti hinn 23. maí 1958 Aage Schiöth lyfsöluleyfi á Siglufirði sökum þess, að rekstri lyfjabúðarinnar hafi um árabil verið mjög ábótavant. Lyfsalinn höfðaði
mál til ógildingar leyfissviptingunni og gekk dómur í héraði 24. júní 1961, sem ógilti hann. Varnaraðili skaut málinu til Hæstaréttar, sem dæmdi hinn 23. maí 1962
að leyfissviptingin væri ógild, þar sem hún hefði ekki verið framkvæmd af réttu stjórnvaldi.
Aage Schiöth ritaði heilbrigðismálaráðuneytinu bréf hinn
1. júlí 1962 og krafðist bóta, alls kr. 2.549.986.38 vegna ólögmætrar leyfissviptingar. Málsaðilar komu sér saman um, að gerðardómur skyldi úrskurða hvort, og þá
hverjar, bætur sóknaraðilja skyldu greiddar. Ráðuneytið tilnefndi Einar Arnalds, yfirborgardómara í gerðardóminn, en sóknaraðili Ágúst Bjarnason, skrifstofustjóra.
Hæstiréttur tilnefndi oddamann, Hákon Guðmundsson, hæstaréttarritara. Fyrir gerðardómi flutti sóknaraðili að nokkru mál sitt sjálfur, en að nokkru gætti Einar Ingimundarson, bæjarfógeti, hagsmuna hans. Af hálfu varnaraðila fór Ragnar Jónsson, hrl., með málið fyrir gerðardómi. Hinn 20. nóvember sl. kvað gerðardómurinn upp úrskurð sinn.
Voru Aage Schiöth dæmdar 260 þúsund króna skaðabætur með 7% vöxtum frá 23. maí 1960 - þúsund króna skaðabætur með 7% vöxtum frá 23. maí
1962 til greiðsludags. Málskostnaður var felldur niður, en varnaraðila (ráðuneytinu) gert að greiða allan kostnað við gerðardóminn.
-----------------------------------
Hluti greinar um Karlakórinn Vísir:……………………
Um söng Vísis er allt hið besta að segja, og er máske best að vitna til orða Aage Schiöth, hins gamla og góða Vísismanns og söngvara, er hann viðhafði í stuttu þakkarávarpi
í lok konsertsins á páskadag, en þar sagði hann:
„að sér fyndist söngur Vísis nú hvað bestur, sem hann hefði heyrt, og að öllum fyrri söngstjórum
ólöstuðum þá hefði Gerhard Schmidt tekist best að samstilla kórinn og taka upp nýungar, sem vektu gleði og yndi áheyrenda“.
Einsöngvarar kórsins eru Guðmundur
Þorláksson, Sigurjón Sæmundsson og Þórður Kristinsson. Í sóló-kvartettinum eru þau Guðný Hilmarsdóttir, Magðalena Jóhannesdóttir, Guðmundur Þorláksson
og Marteinn Jóhannesson.
Undirleik annast þeir Elías Þorvaldsson, Jónmundur Hilmarsson, Tómas Sveinbjörnsson og Þórhallur Þorláksson.
Og söngstjórinn hr. Gerhard
Schmidt sem lék trompettsóló í tveim lögum, svo sem fyrr er sagt……………………………
--------------------------------------------------------------
Selur gosdrykkjavélar óuppteknar
Það er ekki á
hverjum degi, að nýtt sett af gosdrykkjavélum er auglýst til sölu. Það gerði þó Aage Schiöth fyrrverandi lyfsali á Siglufirði fyrir skömmu. Blaðið náði tali af
honum og spurðist fyrir um það hvers vegna gosdrykkjavélarnar hefðu verið boðnar til sölu. —
Þetta eru nýjar vélar og hafa aldrei verið settar í gang og eru ennþá í kössum. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki ennþá leyst þær út er sú, að innflutningstollarnir hafa hækkað svo mikið. að þeir verða núna 514 þúsund krónur. Ég vil selja vélarnar á kostnaðarverði sem er ein milljón og eitt hundrað þúsund. Það var meiningin að setja gosdrykkjaverksmiðju upp hér á Siglufirði, en það hlóðust það miklir erfiðleikar i kringum það, að það varð mér um megn. —
Árið 1936 stofnaði ég fyrstu gosdrykkjaverksmiðjuna
hér, síðan flutti ég þá verksmiðju inn á Akureyri og hún er þessi Sana verksmiðja, sem svo mikið er talað um.
Langt er þó síðan ég hætti öllum
afskiptum og tengslum við þá verksmiðju. Ástæðan fyrir því að ég taldi gosdrykkjaverksmiðju á Siglufirði vera tímabæra er sú, að flutningskostnaður á
öli og gosdrykkjum landshornanna á milli er orðinn það óskaplegur, að ég taldi það hagkvæmt eftir því sem aðstæður leyfa, að framleiða gosdrykkina á hverjum
stað.
Þessar vélar afkasta 1500 flöskum á klst. og ætti það a.m.k. að nægja fyrir einn landsfjórðung. Að lokum sagði Aage Schiöth, að þrjú ár væru síðan gosdrykkjavélarnar hefðu verið keyptar og þær séu greiddar, hann hafi ekki fengið gjaldfrest hjá ríkissjóði og sjái sér ekki fært að koma gosdrykkjaverksmiðju á fót.
Og ef einhver hefur áhuga á að kaupa nýjar gosdrykkjavélar veitir lögmannsskrifstofa Ágústar Fjeldsted í Reykjavik allar upplýsingar.
----------------------------------------------------------
Uppreisn æru
Dómur og málsmeðferð vegna sviptingar lyfsöluleyfis; Aage Schiöth lyfjafræðings
Hæstiréttur
Miðvikudaginn 23. maí 1962. Nr. 146/1961. Heilbrigðismálaráðherra
- (Ragnar Jónsson hrl.) gegn
- Aage Schiöth og gagnsókn
- (Gunnar J. Möller hrl.).
Dómendur:
Hæstaréttardómararnir: Jónatan Hallvarðsson og Arni Tryggvason og prófessorarnir Ármann Ólafur Jóhannsson og Theodór B. Líndal.
Svipting lyfsöluleyfis úr gildi felld.
Dómur Hæstaréttar.
Aðaláfrýjandi, sem skotið hefur máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 31. ágúst 1961, krefst Sýknu af kröfum gagnáfrýjanda og málskostnaðar í héraði og fyrir Hæstarétti.
Gagnáfrýjandi hefur áfrýjað málinu af sinni hendi með stefnu 15. september 1961 og fengið gjafsóknarleyfi 10.nóvetnber s.á. Hann gerir þær dómkröfur, að sú ráðstöfun ráðherra með bréfi 23. maí 1958 að svipta gagnáfrýjanda lyfsóluleyfi á Siglufirði frá 1. september s.á. verði dæmd ógild frá öndverðu og að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál þar, þar á meðal laun talsmanns hans fyrir Hæstarétti.
Fallast má á það með héraðsdómara, að ákvörðun um að svipta gagnáfrýjanda til fullnaðar leyfi því til lyfsólu á Siglufirði, er konungur veitti honum 2. apríl 1928, beri undir forseta lýðveldisins Af því leiðir að ráðherra brast heimild til þeirrar sviptingar leyfisins, er hann framkvæmdi með bréfi 23. maí 1958, og verður hún dæmd ógild frá upphafi.
Eftir þessum úrslitum er rétt, að í málskostnað i héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði samtals kr. 19.000.00, og hljóti gagnáfrýjanda þar af kr. 9000.00, en talsmaður hans fyrir Hæstarétti kr. 10.000.00.
Dómsorð:
Framangreind leyfissvipting er ógild.
Í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti greiðist úr ríkissjóði kr. 19.000.00, og hljóti gagnáfrýjanda, Aage Schiöth, þar af kr. 9.000.00, en talsmaður hans fyrir Hæstarétti, Gunnar J. Möller hæstaréttarlögmaður, kr. 10.000.00.
Dómur bæjarþings Reykjavíkur 24. júní 1961.
Mál þetta var tekið til dóms í dag. var höfðað með stefnu, sem birt var 31. júlí 1959, af Aage Schiöth, Siglufirði, gegn heilbrigðismálaráðherra Íslands. Af hálfu stefnanda er þess krafizt, að staðfest verði með dómi, að svipting lyfsöluleyfis Aage Schiöth, sem fram fór með bréfi Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins (Heilbrigðismálaráðuneytisins), dags. 23. maí 1958, sé ógild og að Heilbrigðismálaráðuneytið verði til þess að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu eftir reikningi eða mati dómsins.
Af hálfu stefnda er krafizt sýknu og málskostnaðar.
Málavextir eru þessir:
Hinn 2. apríl 1928 fékk stefnandi konungsleyfi til að setja á stofn og reka lyfsölu á Siglufirði. Fer hér á eftir útdráttur úr leyfisbréfinu, sem lagt hefur verið fram í málinu í frumriti:
„Vjer Christian hinn Tíundi af guðs náð konungur Íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertogi í Sljesvík, Holtsetalandi, Stórmæri, þjettmerski, Láenborg og Aldinborg".
GJÖRUM KUNNUGT: að vjer samkvæmt þegnlegri umsókn og
beiðni og málavöxtum, er Vor dómsmálaráðherra hefur borið upp fyrir Oss, allramilldilegast höfum leyft og veitt svo og hér með veitum og leyfum, að cand. pharm. Aage Riddermann Schiöth megi
setja á stofn lyfjabúð á Siglufirði og reka þar lyfjaverzlun, og er þetta leyfi bundið eftirfarandi skilyrðum:
Leyfið gildir fyrir leyfishafa sjálfan, en ekki fyrir erfingja hans.
Ef leyfishafi hættir að nota leyfið, verður það auglýst laust til umsóknar, en þeim, er leyfið hlýtur, verður þá gert að skyldu að kaupa af honum eða búi hans lyfjabirgðir og áhöld, sem til eru, og fer um þau kaup eftir reglum, er ráðuneytið setur.
Að leyfishafi sé skyldur til þess ávallt að hafa nægar birgðir af öllum vörum, sem tilfærðar eru í hinni íslenzku lyfsöluskrá, svo og að hafa húsakynni og áhöld í því lagi, er heilbrigðisstjórnin telur viðunandi.
Að öðru leyti ber leyfishafa að haga sér eftir ákvæðum þeim er sett hafa verið eða sett verða um lyfsala á Íslandi og sölu í lyfjabúðum, svo og eftir gildandi lyfsöluskrám og eiði þeim, er honum ber að vinna.
Brjóti lyfsalinn áfengisbannlögin eða reglugjörðir um áfengissölu, getur ráðuneytið þegar svipt hann lyfsöluleyfinu.
Ber honum, ef ágreiningur rís upp um skilning á þessu Voru konunglega leyfisbréfi, að hlíta úrskurði ráðuneytisins þar um í öllum greinum.
Gefið á Amalíuborg, 2. apríl 1928.
Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli
- Cristian R.
- Jónas Jónsson.
……………………..
Í máli þessu hefur verið lagt fram bréf frá landlækni, Vilmundi Jónssyni, til stefnanda, dagsett 24. júlí 1948. Í bréfi þessu segir m. a.:
„Hér með samrit af mér sendri eftirlitsgerð eftirlitsmanns lyfjabúða, dags. 19. b. m. , þar sem hann gerir grein fyrir niðurstöðum athugana sinna við eftirlitsheimsókn í lyfjabúð yðar hinn 21. og 22. júní síðastliðinn.
Vænti ég
að þér, herra lyfsali, kynnið yður sem allra bezt athugasemdir eftirlitsmannsins, takið til greina og kappkostið að ráða sem allra fyrst bætur á misfellunum.
………………………………….
Þá hafa verið lögð fram skjöl (í afritum nema annars sé getið) :
Bréf landlæknis frá 5. október 1949, sama efnis og nýnefnt bréf í því, er
hér skiptir málir hér skiptir máli.
Bréf eftirlitsmanns lyfjabúða, Ívars Daníelssonar, til landlæknis frá 25. september 1950, þarar sem sagt er, að bréfinu fylgi
eftirlitsgerð þess árs um skoðun Siglufjarðar Apóteks. Sérstaklega er vakin athygli á átta atriðum, sem eftirlitsmaðurinn taldi, að væri ábótavant.
Bréf landlæknis til stefnanda frá 26. september 1950. Þar er vikið að nýnefndri eftirlitsgerð og síðan sagt m.a.:
„Eins og eftirlitsgerðin ber með sér, er enn um svo alvarlegar misfellur að ræða á rekstri lyfjabúðar yðar og svo lítil viðleitni sýnd við að bæta úr því, sem aflaga fer, að stórlega verður að átelja. Væri mér, ef til vill, skylt að afhenda málið nú þegar ráðuneytinu til frekari aðgerða í því skyni að koma fram ábyrgð á hendur yður fyrir vítaverða vanrækslu í starfi, og það hlýt ég að gera, ef þér gerið ekki tafarlaust ráðstafanir til að bæta úr alvarlegustu misfellunum og látið ekki staðar numið, unz lyfjabúðinni og rekstri hennar er komið í æskilegt horf.
Bréf eftirlitsmanns lyfjabúða til landlæknis frá 21. október 1950, þar sem segir, að landlækni sé eftir ósk hans send ýmis gögn varðandi Siglufjarðar Apótek.
Skjal, dagsett sama dag. Það ber fyrirsögnina: „Almennt yfirlit um niðurstöður eftirlitsgerða undanfarinna þriggja ára um skoðun Siglufjarðar Apóteks" og er undirritað af eftirlitsmanninum. Í upphafi segir, að við fyrstu skoðun eftirlitsmannsins 1948 hafi honum fljótlega orðið ljóst, að alvarlegar misfellur væri að finna á rekstri lyfjabúðarinnar. Er síðan um málið fjallað og í niðurlagskafla skjalsins segir eftirlitsmaðurinn há skoðun sína, „að rekstri Siglufjarðar Apóteks hefur a.m.k. undanfarin þrjú ár verið einkar ábótavant". segir:
„Svo lítil viðleitni hefur verið sýnd undanfarið á því að bæta úr því, sem að hefur verið fundið við skoðun lyfjabúðarinnar, að stórlega verður að átelja, og verður jafnvel ekki hjá því komizt að efast um starfshæfni lyfsala á pörtum".
Enn segir: „Að endingu vil ég taka fram, að bregðist lyfsali ekki þegar í stað við og bæti úr téðum misbrestum á rekstri lyfjabúðar sinnar, lít ég svo á, að ekki verði hjá hví komizt, að ráðuneytinu verði fengið málið til viðeigandi aðgerða."
Áminningarbréf frá landlækni til stefnanda frá 24. október 1950.
Greinargerð frá landlækni til Dómsmálaráðuneytisins frá 11. nóvember 1950. Í greinargerð þessari og áminningarbréfinu frá 24. október kemur fram, að stefnandi hefur ritað landlækni 30. September 1950 og sent ráðherra endurrit. Þá kemur fram, að hann hefur enn ritað landlækni 2. nóvember. Telur landlæknir brýna nauðsyn bera til aðgerða vegna framkomu stefnanda.
Bréf landlæknis til Dómsmálaráðuneytisins frá 16. marz 1951, bar sem hann ítrekar nauðsyn þess, að stefnanda verði veitt áminning.
Bréf Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til stefnanda, dagsett 16. júní 1951, sem segir m.a.:
„Ráðuneytið telur aðfinnslurnar við rekstur Siglufjarðar Apóteks á rökum byggðar og kemst eigi hjá því að víta mjög ákveðið viðbragð yðar við ábendingum lyfjabúðaeftirlitsins og landlæknis og heldur jafnframt að krefjast þess, að nú þegar verði hafizt handa um að bæta úr þeim misfellum, sem enn hafa eigi verið lagfærðar, þannig að verulegan árangur megi sjá við næstu eftirlitsgerð hjá Siglufjarðar Apóteki."
Bréf eftirlitsmanns lyfjabúða til landlæknis frá 17. ágúst 1951, bar sem segir, að send sé eftirlitsgerð. Síðan eru gerðar sérstaklega ýmsar athugasemdir. Segir bar m.a., að mikið skorti á fullnægjandi útbætur en margt sé í betra horfi en áður.
Bréf landlæknis til stefnanda frá 28. ágúst 1951. Er bar brýnt fyrir stefnanda að bæta úr því, sem ábóta vant var talið, og því beint til hans, að hann geri skriflega grein fyrir fyrirætlunum sínum um þessi efni
Bréf eftirlitsmanns lyfjabúða til landlæknis frá 12. ágúst 1952,
þar sem segir, að send sé eftirlitsgerð. Almennar athugasemdir eru gerðar. Segir þar, að lítil breyting virðist hafa orðið á rekstri lyfjabúðarinnar undanfarið ár, en ýmsar umbætur muni vera á döfinni. Þá kemur fram, að stefnandi hefur sótt um undanþágu frá fyrirmælum um búnað og rekstur lyfjabúðarinnar.
Bréf landlæknis til stefnanda frá 13. ágúst 1952. Segir þar, að send sé eftirlitsgerð o.fl. Þá er sagt m. a. um undanþágubeiðni stefnanda:
„Mun ég að sjálfsögðu taka slíkt til vinsamlegrar athugunar, þegar þér hafið skýrt mér frá því, hverjar þær einstöku undanþágur eru, sem þér æskið. Í móti er þess vænzt, að þér sýnið viðleitni við að lagfæra a.m.k. misfellur á starfrækslu lyfjabúðar yðar, sem ekki hafa umtalsverðan kostnað í för með sér. En samkvæmt meðfylgjandi eftirlitsgerð eru auðsjáanlega á því miklir misbrestir.”
Bréf eftirlitsmanns lyfjabúða frá 28. júlí 1953, þar sem segir, að send sé eftirlitsgerð. þá segir, að ekki virðist hafa orðið breyting til batnaðar á rekstri lyfjabúðarinnar, og telur eftirlitsmaðurinn honum svo áfátt, að stórlega verði að átelja.
Bréf landlæknis til stefnanda frá 30. júlí 1953, bar sem hann er enn áminntur.
Bréf eftirlitsmanns lyfjabúða til landlæknis frá 24. ágúst 1954. þar segir, að send sé eftirlitsgerð. Einnig segir m.a.:
„Sé ég ekki aðra lausn á, en að heilbrigðisstjórnin verði að grípa hér í taumana, áður en í fullkomið óefni er komið, og há helzt með þeim hætti, að lyfsala verði gefinn stuttur frestur, t.d. til n.k. áramóta, til að koma færslum fyrirskipaðra bóka í viðunandi horf svo og öðru, sem fyrirhafnarlítið er að kippa í lag, en að lengri frestur verði gefinn til að koma húsakynnum og búnaði í það horf, sem mælt er fyrir um í auglýsingu nr. 197 19. sept. 1950 um búnað og rekstur lyfjabúða.
Án þessarar íhlutunar heilbrigðisstjórnarinnar álít ég tilgangslaust að gerðar séu fleiri eftirlitsferðir í lyfjabúðina, og segi ég mig jafnframt úr allri ábyrgð, sem af því kann að hljótast, ef ekkert verður aðhafzt í þessum efnum.”
Bréf landlæknis til stefnanda frá 2. september 1954, þar sem segir, að send sé eftirlitsgerð o.f. og að óhjákvæmilegt sé að vísa málinu til sérstakra aðgerða ráðuneytisins.
Bréf landlæknis til Dómsmálaráðuneytisins frá 3. september 1954, þar sem gerðar eru tillögur um vissar aðgerðir.
Bréf eftirlitsmanns lyfjabú5a til landlæknis frá 2. júní 1955.
Þar sem segir m.a. að eftirlitsmaðurinn telji tilgangslaust að gera fleiri eftirlitsferðir í lyfjabúð stefnanda, nema til komi íhlutun ráðuneytisins.
Áminningarbréf landlæknis til stefnanda frá 3. september 1956. Bréf eftirlitsmanns lyfjabúða til landlæknis frá 7. september 1956, þar sem hann gerir grein fyrir skiptum sínum við stefnanda. Kemur þar fram, að ekki hefur verið farin eftirlitsferð í lyfjabúð stefnanda á árunum 1955 og 1956, og telur eftirlitsmaðurinn, að hraða þurfi aðgerðum.
Bréf landlæknis til Dómsmálaráðuneytisins frá 10. september 1956. Segir þar frá umkvörtunum héraðslæknisins á Siglufirði og forseta bæjarstjórnar þar varðandi lyfjabúðina. Þá er málið rakið nokkuð og sagt í niðurlagi bréfsins: „Ég beini því til ráðuneytisins að taka upp mál lyfsalans á Siglufirði, þar sem það var látið niður falla fyrir tveimur árum.
Eftirlitsgerð og álitsgerð um skoðun Siglufjarðar Apóteks dagana 25. febrúar til 3. marz 1958. Gerðirnar eru lagðar fram í afriti, en frumrit hafa verið sýnd í réttinum og fylgja þeim fylgigögn, þ.á m. myndir, sem ekki eru í afritunum. Gerðirnar eru undirritaðar af Ívari Daníelssyni og Erling Edwald. Í niðurlagi álitsgerðar þeirra segir:
„Viljum við ljúka álitsgerð þessari með því að lýsa því yfir, að við erum sammála um, að rekstur lyfjabúðarinnar sé í slíkum ólestri, að teflt sé á tæpasta vað um öryggi almennings, ef sama áframhald verður á rekstri lyfjabúðarinnar, og teljum við því brýna nauðsyn bera til, að ráðuneytið láti málið til sín taka og geri þegar í stað viðeigandi ráðstafanir, er tryggja megi viðunandi rekstur lyfjabúðarinnar til frambúðar."
Bréf Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til stefnanda, dagsett 28. marz 1958 (frumrit): Í bréfinu segir:
„Hér með sendist yður, herra lyfsali, til athugunar skoðunar og álitsgerð dr. Ívars Danielssonar, eftirlitsmanns lyfjabúða, og Erlings Edwalds cand. pharm., er þeir hafa gert að lokinni skoðun Siglufjarðarapóteks, sem þeir framkvæmdu samkvæmt fyrirlagi ráðuneytisins.
Vill ráðuneytið með vísun til álitsgerðarinnar, sbr. og fyrri kröfur ráðuneytisins og eftirlitsmannsins um úrbætur á rekstri lyfjabúðarinnar, gera yður þess kost að segja lyfsöluleyfinu á Siglufirði lausu tafarlaust. Mun ráðuneytið, ef þér fallizt eigi á að taka þann kost, verða að gera ráðstafanir gagnvart yður, sem efni standa til.
Hannibal Valdimarsson. -- Baldur Möller.
------------------
Bréf
stefnanda til ráðuneytisins frá l. apríl 1958. segir: „Mér hefur borizt eftirlitsgerð um skoðun Siglufjarðar apóteks, dags. 25. febrúar til 3. marz 1958, ásamt álitsgerð. Álitsgerð
þessari fylgja 17 myndir, sem flestar eru af kjallarageymslu, þar sem komið hefur verið fyrir efnavörum, er ég tel að mestu ónothæfar til framleiðslu á lyfjum og því verið teknar
úr umferð.
Mun ég innan skamms senda ráðuneytinu athugasemdir við umrædda skoðunargerð, sem ég tel, að sé vægast sagt algjörlega ranga og villandi sem heimildarrit um rekstur
lyfjabúðarinnar.
Þá hefur mér einnig borizt bréf Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 28. marz, og leyfi mér að fara þess á leit við hið háa ráðuneyti, að mér verði veittar upplýsingar um, við hvaða lagaákvæði er stuðzt í umræddu bréfi."
Bréf stefnanda til heilbrigðismálaráðherra frá 3. maí 1958. þar segir m.a.:
„Ég skal taka fram, að ég hefi mótmælt skoðunargerðinni og segi ekki af mér." Þá eru bornar fram athugasemdir varðandi starfsskilyrði.
Bréf
Lárusar Jóhannessonar hrl. til heilbrigðismálaráðherra, dagsett 23. maí 1958. Í bréfinu er þess getið, að stefnandi hafi svarað athugasemdum í skoðunargerðinni 1958 að
nokkru leyti með bréfi 12. apríl. þess er ennfremur getið, að með skjali, dagsettu 1. maí, hafi þeir, sem skoðunina gerðu, gert athugasemdir við svörin.
Ekki hafa þessi skjöl
verið lögð fram í málinu. Þá segir í bréfinu, að lögmaðurinn hafi fengið frest til að gera athugasemdir, áður en teknar séu ákvarðanir um ráðstafanir,
en sá frestur sé í knappasta lagi vegna starfa hans. Kveðst lögmaðurinn þvi ekki hafa getað sent stefnanda afrit af fyrrnefndu svari frá 1. mai og tekur fram, að athugasemdirnar í bréfi hans
séu samdar án samráðs við stefnanda.
Lögmaðurinn gerir þessu næst lögfræðilegar athugasemdir. Síðan víkur hann að eftirliti með lyfjabúðum og ýmsum atriðum, sem varða þá menn, er koma við mál stefnanda. Þá gerir lögmaðurinn margvíslegar athugasemdir við skoðunargerðina frá 1958. Í niðurlagi bréfsins segir:
Ég hefi nú farið nokkuð yfir skoðunargerðina og þykist hafa glögglega sýnt fram á, að þar gæti lítillar sanngirni. Ef ég hefði haft betri tíma og getað haft samband við umbjóðanda minn, myndi ég hafa tekið mörg fleiri atriði til athugunar.
Ég vona þó, að það, sem ég hef tekið fram, nægi til þess að sannfæra yður, herra ráðherra, um, að yfirsjónir umbjóðanda míns eru stórum minni en eftirlitsmaður lyfjabúða vill vera láta og að það geti bakað ríkissjóði mikla skaðabótaábyrgð, ef hlaupið er í það að víkja umbjóðanda mínum frá starfi, þó ekki verði nema um stundarsakir, án þess að gefa honum fari á að lagfæra það, sem með réttu kann að teljast ábótavant við lyfjabúðarrekstur hans.” þess er að geta, að í stefnu eru eftirfarandi ummæli lögmannsins:
„Heilbrigðisstjórninni hafði verið tilkynnt, að ég myndi senda henni frekari athugasemdir við skoðunargerð þeirra dr. Ívars Danielssonar og Erlings Edwalds, og fékk ég frest til þess til 23. maí 1958.
þann dag afhenti ég ráðuneytinu 17 fyrstu blaðsíðurnar af bréfi, dagsettu s.d., alls 22 folio-síður að stærð, þar sem bæði var farið út í lagahlið þessa máls og gerðar veigamiklar athugasemdir við skoðunargerðina.
En einmitt þennan sama dag (23. maí 1958) og sýnilega án þess að hafa lesið bréf mitt sendi ráðherrann umbjóðanda mínum eftirfarandi bréf . Er síðan tekið upp úr bréfi því, sem nú mun að vikið.
Bréf Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins dagsett 23. maí 1958 til stefnanda (í frumriti). þar segir:
„Í framhaldi af bréfi ráðuneytisins, dags. 28. marz s.l., til yðar, herra lyfsali, þar sem yður er gerður kostur þess að segja lausu lyfsöluleyfinu á Siglufirði, svo og með hliðsjón af andsvörum yðar, þar sem fram kemur, að þér óskið ekki að taka þann kost, þá vill ráðuneytið hér með úrskurða eftirfarandi:
Með hliðsjón af áminningarbréfi ráðuneytisins til yðar, dags. 16. júní 1951, svo og áminningum landlæknis og eftirlitsmanns lyfjabúða um árabil fyrir og eftir hann tíma, svo og með hliðsjón af niðurstöðu eftirlits- og álitsgerðar dr. Ívars Daníelssonar og Erlings Edwalds lyfjafræðings, er fram fór 25. febr.— . marz s.l., og andsvörum yðar i bréfi, dags. 12. þ.m., og með skírskotun til 25. gr. tilskipunar um lækna og lyfsala frá 4. des. i 672, þá eruð þér hér með sviptur lyfsöluleyfi í Siglufirði frá 1. september n.k. að telja.”
Útdráttur úr bréfi Lárusar Jóhannessonar hrl. til stefnanda, dagsettu 30. maí 1958. segir m. a. , að lögmaðurinn hafi 25. maí fengið afrit bréfs ráðuneytisins frá 23. maí. Þá er það haft eftir deildarstjóra ráðuneytisins, að ný nefnt bréf hafi að vísu verið ritað, áður en bréf lögmannsins frá 23. maí væri lesið, en ekki sent úr stjórnarráðinu, fyrr en eftir að ráðherrann átti aðgang að því.
Bréf Lárusar Jóhannessonar hrl. til Heilbrigðismálaráðuneytisins frá 28. ágúst 1958. segir:
„Aage Schiöth, lyfsali á Siglufirði, hefur beðið mig að tilkynna yður, að hann álíti sviptingu á lyfsöluleyfi hans algerlega ólöglega.
Hann mun sem löghlýðinn borgari haga sér, eins og um löglega sviptingu að ræða, gagnvart hinum nýja leyfishafa, en í því felst engin viðurkenning á réttmæti leyfissviptingarinnar.
Áskilur hann sér rétt til að fá leyfissviptinguna ógilta með dómi og til skaðabóta á hendur ríkissjóði fyrir allt það tjón, sem leyfissviptingin hefur valdið honum og á eftir að valda honum, ef hún reynist ólögleg að mati dómstólanna."
Dómkröfur þær, sem gerðar eru af hálfu stefnanda, eru studdar þeim rökum,
1) það hafi ekki verið á valdi ráðherra, heldur forseta Íslands eins að svipta stefnanda lyfsöluleyfi hans,
2) Að stefnandi hafi fengið ónógar aðvaranir og honum ekki gefizt nægilegur kostur á að bæta úr misfellum í rekstri lyfjabúðar sinnar,
3) Að stefnanda hafi ekki verið gefið viðhlítandi færi á a tala máli sínu, áður en til sviptingar kom.
Um 1. atriðið er það sagt af hálfu stefnanda,
að lyfsala verði að telja opinbera sýslunarmenn samkvæmt íslenzkum lögum.
Því til stuðnings er bent á, að í tilskipun um lækna og lyfsala frá 4. desember 1672, 11. atriði,
segir:
„Enginn má . . halda nokkra lyfjabúð, nema hann hafi þar til allranáðugast leyfisbréf Vort og hafi unnið Oss eið"……….
Þá er því
haldið fram, að sá háttur hafi verið á áður fyrr, að lyfsalar hafi fengið ókeypis húsnæði og jarðnæði, og innanstokksmuni í búð þeirra hafi ríkið
átt til 1834. Með Rentukammersbréfi frá 26. apríl þess árs hafi lyfsala verið heitið húsaleigustyrk og hann þá nefndur embættismaður, þó að sama stjórnardeild
segi ári síðar, að lyfsalinn sé ekki konunglegur embættismaður.
Lyfsalar hafi sótt um lausn frá starfinu, eins og embættismenn, og verið veitt hún. Þá hafi borið við, að nýjum lyfsala hafi verið gert að greiða fráfarandi lyfsala eða ekkju hans eftirlaun. Sérstakt leyfi þjóðhöfðingjans, eiður eða heit og kröfur um sérstaka þekkingu hafi jafnan haldizt, og verði því að telja lyfsala opinbera sýslunarmenn. Sama niðurstaða fáist, þegar athuguð séu ákvæði um þagnarskyldu lyfsala í 24. atriði tilskipunarinnar frá 1672 og í 2. tölulið 94. gr. laga nr. 27/1951.
Einnig verði að telja, að hliðstætt ákvæði í 3. tölulið 126. gr. laga nr. 85/1936 taki til lyfsala. Það styðji og þessa niðurstöðu, að staða lyfsala sé á ýmsan annan hátt en að framan er greint svipuð stöðu fastra starfsmanna ríkisins. Þar á sé sá munur helztur, að lyfsalar taki ekki föst laun, en reki lyfjabúðir sínar á eigin ábyrgð og áhættu. Þeir séu hins vegar í ríkum mæli háðir eftirliti og fyrirmælum stjórnvalda og hafi ríka þörf fyrir vernd gegn brottvikningu án nægra saka vegna atvinnuhagsmuna sinna, og þá ekki sizt vegna þess, að miklir fjármunir séu bundnir í lyfjabúðunum.
Þá er hví haldið fram, að af því, að lyfsala beri að telja opinbera sýslunarmenn, leiði, að um sviptingu lyfsöluleyfis verði að fara eftir sömu reglum og beita skal, þegar embættismönnum eða öðrum starfsmönnum ríkisins er vikið frá störfum.
Á grundvelli er hví haldið fram, að um mál stefnanda komi til 20. grein stjórnarskrár nr. 33/1944 og 10. grein laga nr. 38/1954. Felist i þessum lagaákvæðum, að leyfi, sem konungur hefur veitt, geti enginn svipt leyfishafa nema forseti Íslands. Sé svipting af hálfu ráðherra því ógild, markleysa eða a.m.k. ógildanleg.
því er jafnframt haldið fram, að um stjórnarathöfn þessa hafi átt að fjalla í ríkisráði skv. 5. gr. tilskipunar nr. 82/1943 og að brestur í þessu efni geti valdið ógildi.
Um 2. atriðið er það sagt af hálfu stefnanda, að ráðherra hafi veitt stefnanda áminningu 16. Júní 1951, en síðan ekki. Ekki hafi ráðherra sinnt áskorunum landlæknis um aðgerðir 1954 og 1956. Ekki hafi lyfjabúð stefnanda heldur verið skoðuð frá 1954 og þar til 1958. Eins vegar hafi honum 1958 verið veitt færi á að segja af sér, en þá hafi stefnandi staðið í verulegum og kostnaðarsömum umbótum á húsnæði lyfjabúðar sinnar.
Með bréfi ráðherra, dagsettu 23. maí 1958, hafi stefnanda verið tilkynnt, að hann væri sviptur lyfsöluleyfi, en sú svipting hafi þó ekki átt að koma til framkvæmda fyrr en 1. september um haustið. Hafi ráðherra því ekki litið svo á, að mjög brýn nauðsyn hafi verið, að stefnandi hætti starfsemi. Það hafi honum í öllu falli boriðið að víkja stefnanda frá um stundarsakir samkv. 7. gr. laga nr. 33/1.954 og síðan að láta rannsaka mál hans í samræmi við ákvæði þeirra laga.
Um 3. atriðið er sagt
af hálfu stefnanda. Að ekki hafi um þetta atriði verið gætt ákvæðis 1. málsgr. 11. gr. laga nr. 33/'1954.
Veittur hafi verið of skammur frestur til að koma að sjónarmiðum stefnanda
og bréfi Lárusar Jóhannessonar hafi ekki verið sinnt og ráðherra sennilega ekki kynnt sér það. Því er haldið fram, að 2. og 3. atriðið i röksemdum fyrir dómkröfum
stefnanda leiði til þess að svipting lyfsöluleyfisins sé ógild.
Sýknukrafa stefnda er fyrst og fremst studd þeim rökum, að stefnandi hafi verið óhæfur til að annast þá þjónustu, sem lyfsölum er að ætlað að veita. Hafi heilbrigðisyfirvöldum borið skylda til að vernda hagsmuni almennings með því að svipta hann lyfsöluleyfi.
Því er haldið fram, að áminningarbréf þau frá landlækni og ráðherra, sem áður eru nefnd, hafi falið í sér, að fullnægt hafi verið þeim skilyrðum, sem sett eru fyrir því, að svipta megi menn lyfsöluleyfi að islenzkum rétti. Er því haldið fram, að reglur laga nr. 38/1954 eigi hér ekki við.
Þó að lyfsalar væru taldir sýslunarmenn, geti það ekki breytt þessari niðurstöðu, þar sem sýslunarmenn falli ekki innan skilgreiningar 1. greinar laganna á þeim, sem þau taka til. Ekki er heldur, að því er haldið er fram af hálfu stefnda, nægilegur grundvöllur lögjöfnunar frá reglum laganna til tilvika, er varða sviptingu lyfsöluleyfa.
Enn er því haldið fram af hálfu stefnda, að svipting lyfsöluleyfa sé á valdsviði ráðherra. Ýmis gögn hafa verið lögð fram héraðlútandi. Deildarstjórinn í Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Baldur Möller, hefur samið greinargerð um veitingu lyfsöluleyfa. Þar segir:
Að gefnu tilefni, vegna fyrirspurnar um form fyrir veitingu lyfsöluleyfa á undanförnum árum, þykir rétt að gefa eftirfarandi upplýsingar um þetta efni, að því er varðar leyfisveitingu á tíma konungsvaldsins, ríkisstjóra og forsetaembættisins. Um tvennskonar leyfi getur verið að ræða í þessu sambandi, lyfsöluleyfi fyrir ákveðinn mann til þess að taka við rekstri apóteks, sem starfað hefur áður, leyfi til stofnunar lyfjabúðar, sem jafnframt er leyfi fyrir ákveðinn mann fyrir lyfsöluleyfinu. Ennfremur eru svo úrskurðir um stofnun lyfjabúðar, án þess að lyfsöluleyfi sé veitt um leið.
Það mun ekki hafa komið fyrir síðan 2. apríl 1928, að lyfsöluleyfi hafi verið veitt, samtímis því að lyfjabúð hefur verið sett á stofn (þá var stofnuð lyfjabúð á Siglufirði og 2 lyfjabúðir í Reykjavík, Iðunn og Ingólfsapótek). Síðan hefur ávallt lyfjabúð verið stofnuð sérstaklega og lyfsöluleyfið síðan veitt eftirá.
Stofnun lyfjabúðar er ávallt ákveðin með úrskurði þjóðhöfðingjans (konungs, ríkisstjóra, forseta), en veiting lyfsöluleyfis því aðeins, að hún sé framkvæmd með sömu afgreiðslu og stofnun lyfjabúðar. Lyfsöluleyfi er hins vegar veitt í nanni þjóðhöfðingjans „samkvæmt skipun” eða „eftir skipun”.
Slík leyfi, veitt í nafni þjóðhöfðingjans, eru gefin út af viðkomandi stjórnvaldi, án þess að afgreiðslan sé borin undir þjóðhöfðingjann, og ekki er kunnugt um, að þjóðhöfðingjar hinna síðustu áratuga (forsetar eða ríkisstjóri) hafi fengið tilkynningu um, að slík leyfi væru gefin út fyrir þeirra hönd.
Þess má geta, að nafn forseta eða ríkisstjóra hefur ekki komið fram í þessum leyfisveitingum, en hins vegar var sá háttur á um konungsleyfin, að nafns viðkomandi konungs var getið (Vér Kristján o.s.frv.). Rétt þykir að benda á eftirfarandi tilvitnanir í Lovsamling for Island varðandi þessi efni: 17. des. 1819 stofnun lyfjabúðar og leyfisveiting á Akureyri. — Tilkynning Dómsmálaráðuneytis 6. Júní 1848 um innsendingu Cancellie afgreiðslna til konunglegrar staðfestingar.
Í frásögn af þessari tilkynningu er þess getið, að „Apotekerbevillinger”
séu þær einu þess háttar, þ.e. „ad mandatum” afgreiðslur, sem tíðkist á Íslandi.
Þá skal bent á tilkynningu 14. jan. 1864 (einnig birt í Tiðindum
fyrir stjórnarmálefni á Íslandi) um innsendingu til konunglegrar staðfestingar á leyfum, útgefnum af dómsmálastjórninni. Þessi innköllun er í sambandi við valdatöku
nýs konungs.”
Í málinu hefur verið lagt fram bréf til lögmanns stefnda, undirritað fyrir hönd ráðherra af ráðuneytisstjóra Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og fulltrúa í ráðuneytinu. Þar segir m.a.:
„1) Stjórnarathöfn ráðherra frá 23. maí 1958 var ekki gerð eftir skipun forseta Íslands.
2) Lyfsöluleyfi, er veitt hafa verið á undanförnum árum, hafa verið veitt „samkvæmt tillögu (sic) forseta Íslands” og þar áður „samkvæmt tillögu (sic) ríkisstjóra Íslands.”
Sviptingar lyfsöluleyfa hafa engar farið fram, aðrar en sú, sem fram för með bréfi ráðuneytisins, dags. 23. maí 1958."
Lagt hefur verið fram í afriti leyfisbréf til lyfsölu i Hafnarfirði, dagsett 17. okt6ber 1917. Er það undirritað af konungi, og um þau atriði, sem hér skipta máli, er eins og leyfisbréf stefnanda, hefur verið lögð fram í afriti tillaga heilbrigðismálaráðherra til forseta Íslands frá 30. ágúst 1948 um, að sett verði á stofn ný lyfjabúð í Reykjavík.
Á tillöguna hefur forseti ritað samþykki sitt. Einnig hefur verið lagt fram ófullkomið afrit af leyfisbréfi til stjórnar Kaupfélags Árnesinga frá 25. Nóvember 1949, þar sem henni er leyft að reka lyfjabúð á Selfossi. Leyfisbréfið virðist gefið út í nafni forseta Íslands, en vera undirritað af ráðherra „eftir skipun forseta Íslands". Þá hefur verið lagt fram i afriti bréf frá ráðuneytinu til Guðna Ólafssonar lyfjafræðings, dags. 10. apríl 1948, þar sem segir, að það hafi gefið út leyfisbréf til að mega reka lyfjabúð.
Loks hafa verið lögð fram í afritum tvö leyfisbréf um rekstur lyfjabúða, sem áður höfðu verið stofnsettar. Bréfin hefjast bæði á orðunum: „Forseti Íslands gjörir kunnugt". Undirskrift ráðherra er á öðru bréfinu, og stendur yfir henni: „Samkvæmt skipun forseta Íslands". Ráðherra virðist og hafa undirritað hitt bréfið samkvæmt „skipun ríkisstjóra Íslands". Ekki er annað komið fram í máli þessu um það), hvað felst í, að bréfin séu gerð eftir „skipun" þjóðhöfðingjans, en segir í greinargerð Baldurs Möllers deildarstjóra.
Þá hefur því af hálfu stefnda verið hreyft til stuðnings þeirri skoðun, að svipting lyfsöluleyfis stefnanda hafi fallið innan valdsviðs heilbrigðismálaráðherra, að í leyfisbréfi hans er, eins og áður er fram komið, tekið fram, að ráðuneytið geti, þegar vissar aðstæður eru fyrir hendi, svipt hann leyfinu.
Þá er því mótmælt af hálfu stefnda, að borið hafi að bera sviptinguna upp á ríkisráðsfundi. Leyfissviptingar séu ekki meðal þeirra stjórnarathafna, sem taldar eru i 5. grein tilskipunar nr. 82/1943, og sé það því samkvæmt almennum reglum islenzks réttar á þessu sviði á valdi ráðherra, hvort hann beri málið upp i ríkisráði. Þá geti það ekki valdið ógildi, að vanrækt sé að fjalla um stjórnarathöfn í ríkisráði.
Loks er Því haldið fram af hálfu stefnda, að samkvæmt 13. grein stjórnarskrár nr. 33/1944 hafi ráðherra haft heimild til þeirrar stjórnarathafnar, sem um er deilt. Hefði forseti, ef málið hefði verið lagt fyrir hann, ekki haft heimild til að neita að gera stjórnarathöfnina.
Þessari síðustu málsástæðu er mótmalt sérstaklega af hálfu stefnanda.
Í 2. grein stjórnarskrár nr. 33/1944 segir m.
a., að forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskránni og öðrum lögum fari framkvæmdarvaldið.
Í 13. grein segir, forsetinn láti ráðherra framkvæma vald
sitt, og í 14. grein, að ráðherra beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum.
Þrátt fyrir þessi ákvæði 13. og 14. greinar, er ljóst af ýmsum
lagaákvæðum, að atbeina forseta þarf til ýmissa stjórnarathafna, sbr. til dæmis 15., 16., 18., 19., 20., 21., 22., 23.. 24., 25.. 29. og 30. gr. stjórnarskrárinnar. Eftir íslenzkum lögum
er störfum skipt milli stjórnvalda, m.a. æðri og lægri stjórnvalda. Telja verður, að það sé regla islenzks réttar, að lægra sett stjórnvald geti ekki gert stjórnarathöfn,
sem felur sér, að stjórnarathöfn æðra setts stjórnvalds er felld úr gildi, nema til komi sérstök lagaheimild eða skipun eða heimild frá hinu æðra stjórnvaldi, þar
sem slíkt valdframsal getur átt sér stað.
Forseti er æðsti handhafi framkvæmdavaldsins og ráðherra getur því ekki gert stjórnarathöfn, sem felur í sér, að felld er úr gildi stjórnarathöfn, sem forseti hefur löglega gert.
Slíka íþyngjandi stjórnarathöfn ráðherra verður að telja ógilda eftir íslenzkum lögum.
Stefnandi í máli því, sem hér er til úrlausnar, fékk 2. apríl 1928 leyfisbréf, undirritað af konungi til að reka lyfjabúð á Siglufirði. Var það gefið út með heimild í 11. grein tilskipunar frá 4. desember 1672.
Í 25. grein tilskipunar þessarar er ekki að finna heimild fyrir ráðherra til að svipta stefnanda þessu leyfi, og ekki er slík
heimild í öðrum lögum. Ekki var sviptingin heldur gerð að fenginni sérstakri skipun eða heimild frá forseta. Samkvæmt fyrrgreindum reglum íslenzkra laga verður því að telja,
að ráðherrann hafi brostið vald til að svipta stefnanda leyfi til að reka lyfjaverzlun á Siglufirði.
Ekki breytti það þessari niðurstöðu, þótt talið yrði, að ráðherra
geti gefið út lyfsöluleyfi „ad mandatum“, þar eð slíkt jafngildir ekki heimild til að svipta þann mann leyfi, sem fengið hefur það frá þjóðhöfðingjanum sjálfum.
Þar sem um var að ræða valdþurrð, verður að telja, að ógilda beri leyfissviptinguna. Þegar þess er gætt, að veitingar og sviptingar leyfa af svipuðu tagi og lyfsöluleyfi eru,
geta ekki talizt til starfa, sem eðlilegt og venjulegt er nú á tímum, að þjóðhöfðinginn ræki, að verulegur vafi var af þessari ástæðu og öðrum um það,
hvort ráðherra var heimilt að svipta stefnanda leyfi sínu, og að vegna almenningshagsmuna ber nauðsyn til, að ákvörðunum heilbrigðisyfirvalda sé almennt framfylgt, þykir ógildingin eiga
að gilda frá lögbirtingu dóms þessa.
Þær ástæður er nú hafa verið raktar, valda því, að ekki verður talið, að ógilding ætti að
gilda frá öðrum tíma en að ofan greinir.
Þó að svo yrði litið á, að 2. og 3. Málsástæða, sem fram hefur verið borin af hálfu stefnanda, hefði við
rök að styðjast. Er þvi ekki þörf á að fjalla um málsástæður þessar.
Eltir atvikum þykir rétt- að málskostnaður falli niður. Þór Vilhjálmsson. fulltrúi borgardómara, kvað upp dóm þennan.
Dómsorð:
Stjórnarathöfn sú sem gerð var með bréfi heilbrigðismálaráðherra, dagsettu 23. mai 1958, er hann svipti stefnanda, Aage Schiöth, lyfsöluleyfi á Siglufirði, skal vera ógild frá lögbirtingu dóms þessa.
Málskostnaður falli niður.
Föstudaginn 25. maí 1962. N". 35/1962.
- Hans Kragh,
- Elvar Berg,
- Hans Jensson,
- Óli G. Gunnarsson,
- Andrés Ingólfsson og
- Gunnar Kvaran (Páll S. Pálsson hrl.) gegn
- Plútó h/f (Sigurgeir Sigurjónsson hrl.).
Dóminn skipuðu hinir reglulegu dómarar Hæstaréttar