Óli Hertervig bakari - fyrrverandi bæjarstjóri

Óli Hertervig - ókunnur ljósmyndari

Óli Hertervig  f. 11. janúar 1899 d. 9. júní 1977

Hinn 9. 1977. andaðist á Vífilsstaðaspítala æskuvinur minn og frændi, Óli Jakob Hertervig, síðast til heimilis á Þinghólsbraut 69 í Kópavogi. Með honum er horfinn til feðra sinna góður drengur og óvenjulega dugmikill athafnamaður.

Óli var fæddur á Akureyri 11. janúar 1899. Faðir hans var Casper Knútsson Hertervig, norskrar ættar frá Stafangursfirði í Noregi, sem starfaði hér á landi m.a. að gosdrykkjagerð, en fór héðan 1909 og starfaði hjá Bjellandsverksmiðjunum i Noregi. Hann mun hafa látizt árið 1921, en eftir að hann fór héðan hafði hann ekki samband við Óla son sinn eða móður hans.

Móðir Óla var Karen Jakobína Dorothea Havsteen, f. á Hofsósi 16. nóvember 1868, d. á Siglufirði hjá Óla syni sinum og konu hans 24. apríl 1937. Dorothea, eins og hún var alltaf nefnd, var dóttir og elsta barn Óla Jakobs Nielssonar Havsteen, f. 25. september 1844 og konu hans (4. október 1866) Marenar Friðrikku Jakobsdóttur Hólm, f. á Hólaneskauptúni 20. maí 1844. Yngri bróðir Óla Nielssonar Havsteen var Kristen Jörgen Havsteen, kaupstjóri hjá Gránufélaginu og síðar stórkaupmaður í Kaupmannahöfn. Dorotheu þekkti ég vel á æskuárum mínum á Seyðisfirði. Hún var greindarkona og harðdugleg. En þar sem hún var ýmist í vist að lausakona er ljóst, að ekki hefur alltaf verið úr miklu að moða fyrir hana og einkasoninn Óla.

Óli var óvenjulega vel gefinn drengur og svo hagur, að allt lék i höndum. Er enginn vafi á því, að hann langaði til að ganga menntaveginn og þá helst að læra húsagerðarlist (arkitektur), en á því voru engin tök vegna efnaleysis. Seinna á ævininni gat Óli glaðzt yfir því, að sonur hans gat notið einmitt þeirrar menntunar, sem hann hafði sjálfur þráð að geta öðlast.

Óli hóf brauðgerðarnám hjá hinum kunna bakara Axel Schiöth á Akureyri 1913 og framhaldsnám við Teknologist Institut í Kaupmannahöfn 1921—1922. Var hann við bakarastörf á Akureyri til 1926, þar af yfirbakari í 11 ár. Það ár flutti hann til Siglufjarðar sem bakarameistari í útibú frá Schiöth sem hann síðar keypti af honum i maí 1927 og rak það til ársins 1942.

En Óli vinur minn var meiri maður og betur gefinn en svo, að hann fengi að stunda atvinnu sína i friði. Hann var ákveðinn sjálfstæðismaður og ávann sér fullt traust þeirra og að auki manna, sem mátu mannkosti meira en flokkslínur. Hann var kosinn í bæjarstjórn Siglufjarðar þegar árið 1930 og átti Sæti í henni til 1946. Formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðismanna á Siglufirði og fleiri trúnaðarstöður lentu á herðar hans, t.d. var hann kosinn í stjórn Sparisjóðs Siglufjarðar og síldarverksmiðjunnar „Rauðku" á Siglufirði. Bæjarstjóri á Siglufirði var hann kosinn árið 1942 og hélt því starfi út kjörtímabilið til 1946. Framkvæmdastjóri við Síldarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn var hann 1946—1957 og bjó þar síðustu árin, en flutti þá til Vopnafjarðar og gjörðist framkvæmdastjóri við síldarsöltunarstöðina „Hafblik" þar, unz sumarsíldveiðin brást með öllu og hann fluttist hingað suður 1963.

Síðan hefur hann ekki haft nein opinber störf á hendi, en „innréttað" með eigin hendi húsnæði það, sem þau hjónin bjuggu i ásamt dóttur sinni, Ingu Dóru, og manni hennar. Í einkalífi sínu var Óli mikill gæfumaður.

Hann kvæntist 22. október 1922 á Akureyri eiginkonu sinni, Abelinu Guðrúnu, f. á Akureyri 8. júlí 1897 Sigurðardóttur. Var hún og er mesta dugnaðar- og gæðakona. Voru hjónin samhent um rausn og skörungsskap og hún manni sínum stoð og stytta. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson skipstjóri og smiður frá Böggvisstöðum á Upsaströnd árið 1843, d. á Akureyri 27. sept. 1905 og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. á Brúsholti í Reykholtsdal 17. júní 1862, d. hjá dóttur sinni og Óla sál. á Siglufirði 12. júlí 1940.

Þau Óli og Abelína hafa átt miklu barnaláni að fagna. Börnþeirraeru:

1. Anna Lára, f. á Akureyri 25. júní 1923, ekkjufrú á Siglufirði. M. Sveinbjörn Tómasson, verzlunarmaður, f. 21. ágúst 1921, d. 30. sept. 1975.

Börn Önnu Láru og Sveinbjörns:

  • a) Óli Hertervig Sveinbjörnsson, f. 9. des. 1946 og
  • b) Tómas Sveinbjörnsson, f. 18. júlí 1948. K. Ragnheiður K. Pétursdóttir, f. 6. febrúar 1952.
    • Barn: Valdimar Viðar Tómasson f. 18. júní 1970. 2. Bryndís, f. á Siglufirði 10. ágúst 1926. M. Einar Eiríksson, læknir, f. á Akureyri 6. sept. 1923, búsett I Svíþjóð. Börn: a) Kristin, f. 20. júní 1950, b) Eiríkur Óli, f. 2. janúar 1957, c) Erna Sólveig, f. 2. ágúst 1960. 3. Elsa Maria, f. á Siglufirði 9. des. 1927. M. Kjartan Jónsson, lyfjafræðingur, Keflavík, f. 1. maí 1914. Börn: a) Sverrir, f. I Reykjavík 31. júlí 1953, b) Lina Guðrún, f. í Reykjavik 16. ágúst 1955, c) Theódór, f. I Keflavík 27. marz 1960. 4. Inga Dóra, f. á Siglufirði 8. desember 1930. M. Agnar Gústafsson hrl., f. í Reykjavík, 28. október 1926. Börn:' a) Gústaf, f. I Reykjavik 21. maí 1952, b) Snorri, f. I Reykjavik 30. des. 1955. 5. Óli Hákon, arkitekt, f. á Siglufirði 20. júní 1932. K. Heba Ottósdóttir Jónssonar, f. í Reykjavik 24. maí 1933. Börn: a) Borghildur, f. i Reykjavík 25. okt. 1956, b) Óli Jón, f. i Reykjavik 14. desember 1958, c) Heba, f. í Reykjavík 21. júlí 1963.

Af framanskráðu er ljóst, að ÓIi vinur minn hefur ekki lifað til einskis I þessu jarðlífi.

Ég óska honum góðrar ferðar og blessunar Guðs og þakka liðnar samverustundir um leið og ég og kona mln vottum eftirlifandi aðstandendum samúð okkar út af fráfalli hans.

Lárus Jóhannesson.

--------------------------------------------

Morgunblaðið - 11. janúar 1949    Þriðjudagur 11. janúar 1949.

Óli Hertervig fv. bæjarstjóri fimmtugur
„JÓLUNUM er ekki lokið fyr en á afmælinu hans Hertervigs", var löngum máltæki hinna mörgu vina fyrrverandi bæjarstjóra á Siglufirði, Óli J. Hertervig, sem er 50 ára í dag.   

Að fara að skrifa um Hertervig allt það lof, sem. hann verðskuldar, væri að móoga hann, því vanalega þegar einhver af hinum fjölmörgu gestum, sem heimsótt hafa hann á afmælisdögum hans, hafa ætlað að fara að halda ræðu honum til heiðurs, hefir hann beðið sína ágætu konu að kalla á viðkomandi „fram á kontór og gefa honum eitthvað hressandi, svo hann fari ekki að flytja um  sig lofgerðarrollu!" 

Þrátt fyrir þetta verður þó ekki komist hjá því að geta þess helsta  sem hann hefir unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Siglufjarðarkaupstað. Strax og Hertervig hafði sest að á Siglufirði ávann hann sjer almennar vinsældir og vináttu fjölda manna og kvenna úr öllum flokkum og stjettum. Hann vildi hvers manns bón gera og gerði það á þann hátt að biðjandanum fanst hann haf a gert Hertervig greiða með því að leita til hans með vandræði sín.

Enda þótt hinar pólitísku öldur hafi stundum risið hátt á Siglufirði og Hertervig verið fremstur í flokki Sjálfstæðismanna um 16 ára skeið — man jeg ekki til þess að hann hafi misst við það vináttu eða kunningsskap nðkkurs manns úr hópi andstæðinganna, hvað þá hinna. Og er þá mikið sagt. Fyrir Sjálfstæðisflðkkinn hefir Hertervig fórnað miklu fje og tíma.

Segja má að hann gæti ekki sint nema að litlu leyti lífsstarfi sínu eftir að hann tók við forustu Sjálfstæðisflokksins á Siglufirði og sat sem fulltrúi flokksins fjögur kjörtímabil í bæjarstjórn. Síðasta kjörtímabil Hertervigs sat hann sem bæjarstjóri og mun Siglufjörður um langan aldur gjalda þar hans dugnaðar og forsjá. Á jeg þar einkum við er hann fjekk því til leiðar komið að bærinn eignaðist alt það land er kaupstaðurinn er og verður bygður á.

Það var í hinni stuttu en fyrir Siglfirðinga minnisstæðu, ráðherratíð Magnúsar Jónssonar prófessors, að hann gaf Siglufirði og Siglfirðingum tvær góðar og ómetanlegar gjafir. Önnur var við unandi leyfi til endurbyggingar Rauðku, en hin var salan á jörðinni Hvanneyri, sem mestur hluti kaupstaðarins stendur á. Jeg kalla söluna gjöf, því það er hún, enda munu Siglfirðingar seint fá goldið Magnúsi þessarar framsýnu og drenglyndu framkomu. Hinu má heldur ekki gleyma, að í bæjarstjórnartíð Hertervigs var keypt jörðin Höfn í Siglufirði, sem var ómetanlegt happ fyrir bæinn að eignast og flestar nýbyggingar eru nú reistar á.

Enn stærsta og erfiðasta átakið, sem Hertervig glímdi við öll hin bæjarstjóraár sín, var rafveitumálið eða virkjun Skeiðsfoss. Jeg þekki engan mann, hvorki utan eða á Siglufirði, sem hefði getað unnið eins óþreytandi að þessu máli, hvað þá betur, en hann gjörði. Mjer er persónulega kunnugt um það, að ðft var það ekkert annað en hin ódrepandi dugnaður Hertervigs, sem fleytti málinu yfir hina ýmsu örðugleika, svo og hin prúða og drengilega framkoma hans.

Bæði lánstofnanir og verktaki höfðu hinar mestu mætur á Hertervig og dáðust mjög að dugnaði hans. Og segja má að Rauðku-byggingin væri eðlilegt og nauðsynlegt áframhald af Skeiðfossvirkjuninni. En það er önnur saga, þar sem mesta og besta samstarfsmanni Hertervigs og um leið mesta pólitíkusar sem Sjálfstæðisflokkurinn nokkurntíma hefur átt á Siglufirði — Aage Schiöth lyfsala — mun verða þakkað að verðleikum.

Fjölda mörg önnur stórmál komust í framkvæmd í bæjarstjóratíð Hertervigs, svð sem endurbygging kúabúsins á Hóli, malbikun Aðalgötunnar, ýms íþróttamál  ofl. Síðan Hertervig ljet af störfum, hefir hann verið verksmiðju stjóri á Raufarhöfn og farist það starf svo vel að Raufarhafnarverksmiðjan er eina verksmiðjan sem „gengið hefir vel", eins og segir í skýrslu S. R. 1947. Hertervig hefir verið mikill gæfumaður um dagana.

Hann á ágætis konu, lístfeng og fluggáfuð börn, ágætis heimili, sem landfrægt er fyrir rausn og myndarskap. Sjálfur er maðurinn hinn besti drengur, duglegur, kappsamur, þekkir enga örðuleika sem ekki má yfirstiga og á að jeg held engan óvildarmann. Vinir Hertervigs munu eflaust fjölmenna að vanda til hans í dag. Og við sem höfum verið hans „föstu gestir" þennan dag, svo oft og mörgum sinnum — verðum nú að láta okkur nægja að rifja upp gamlar gleðistundir með þakklæti og óska afmælisbarninu langra og góðra lífdaga.
 J. G