Sigríður Jónsdóttir í Hlíðarhúsi á Siglufirði

Sigríður Jónsdóttir -- ljósmyndari ókunnur

Siglfirðingur - 02. ágúst 1972

Sigríður Jónsdóttir Siglufirði — Minning  

Frá Siglufjarðarkirkju var í gær gerð útför Sigríðar Jónsdóttur, sem andaðist á sjúkrahúsi Siglufjarðar hinn 27. desember 1972 eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu.

Sigríður var fædd 28. sept. 1889 á Stóru-Brekku i Fljótum.

Foreldrar hennar voru hjónin Anna Kristjánsdóttir og Jón Þorláksson bóndi þar.

Árið 1900 fluttist Sigríður með foreldrum sínum og systkinum, þeim Birni, Öldu og Margrét á, að Hóli í Siglufirði, þar sem þau bjuggu í 6 ár.

Skömmu eftir komuna að Hóli tóku foreldrar Sigríðar í fóstur ársgamla stúlku, Sigfúsínu Sigfúsdóttur, og urðu þær Sigríður einkar  samrýmdar alla tíð síðan, þótt aldursmunur væri nokkur.

Eftir dvölina á Hóli fluttist fjölskyldan á Siglunes, en Sigríður var þó að miklu leyti að heiman næstu árin að vinina fyrir sér, m.a. á Akureyri, Í Húnavatnssýslu og Reykjavík.
Skólanám hennar varð ekki annað en tveir vetur í barnaskóla 'og einn vetur í Kvennaskólanum í Reykjavík við hússtjórn og vefnað.

Árið 1917 fluttist Sigríður svo til Siglufjarðar, þar sem hún átti heima æ síðan. Starfaði hún fyrstu árin sem ráðskona á heimili Sören Goos, sem var umsvifa mikill atvinnurekandi á Siglufirði á þeim árum. 

Árið 1924 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Snorra Stefánssyni, vélstjóra og síðar framkvstj. síldarverksmiðjunnar Rauðku. Hófu þau bú skap sinn í foreldrahúsum Snorra, Hliðarhúsi, og þar hefir heimili þeirra verið alla tíð síðan. Þau Snorri eignuðust eina dóttur:

  • Anna Snorradóttir,

Það var jafnan mannmargt á heimili þeirra einkum framan af. Ennfremur hefir systir Sigríðar, Ólöf, átt heimili í Hliðarhúsi ásamt fjölskyldu sinni. Hafði Sigríður jafnan miklum heimilistörfum að sinna, enda helgaði  hún sig þeim af stakri natni. Þó gaf hún sér tíma til að vinna að félagsstörfum með kvenfélaginu Von, sem um margra ára skeið hefur starfrækt barnaheimili á Siglufirði og unnið að öðrum mannúðarmálum, og var Sigríður heiðursfélagi þess hin síðustu ár.

Ég kynntist Sigríði fyrst fyrir tæpum 20 árum, er ég varð tengdasonur hennar. Það vakti strax athygli mína, hve mikla alúð og samviskusemi hún lagði i öll sín verk, ekki síður í smáu en stóru, alltaf var unnið af ýtrustu vandvirkni, enda bar heimili hennar þess ljósan vott allt til hinstu stundar. Í stofum hennar var innrétttag og húsbúnaður með gömlum en fáguðum brag, sem nútímafólk hefir yfirleitt ekki séð nema þá tilbúinn á leiksviði, enda sá ég ókunnuga iðulega verða forviða, er þeir komu þar inn.

Er aðdáunarvert, að henni skuli hafa enst þrek til að sjá um heimili sitt og eiginmann sinn, sem alblindur hefir verið mörg síðustu ár, svo vel og lengi sem raun ber vitni. Sigríður var dul og hlédræg, og liðu því nokkur ár, þar til ég taldi mig hafa kynnst henni svo að þekkja skapgerð hennar og lífsskoðun. Hún var bókhneigð og viðiesin, einkum þó í ættfræði og henni skyldum bókmenntum, en fylgdist þó mjög vel með daglegum fréttum og var óvenju minnug á menn og málefni, jafnt frá horfnum tíma sem nýjum.

Hún myndaði sér ákveðnar sjálfstæðar skoðanir, hvort heldur var í dægurmálum, þjóðmálum eða trúmálum, en var of hæversk til að reyna að ota þeim skoðunum að öðrum. Samviskusemi, ósérhlifni, nægjusemi og fórnfýsi  voru þær meginstoðir, sem hún byggði líf sitt á. Þessar undirstöður lét hún aldrei haggast. Loks er mér ljúft að minnast þess, að þrátt fyrir meira en 15 ára búsetu mína og einkadóttur hennar í næsta húsi og þar af leiðandi tíðan samgang milli heimilanna, minnist ég þess aldrei að hafa heyrt hana segja orð til afskipta af mér eða mínum högum, þótt ég hafi sjálfsagt gefið ærin tilefni til. Fyrir þá einstöku tillitssemi vil ég minnast tengdamóður minnar með alveg sérstöku þakklæti.

Blessuð sé minning þessarar sæmdarkonu.
Knútur Jónsson.
----------------------------------------------------------

Grískt orðtæki segir: „Dánir menn eru dánir — dönsum og tökum framtíðinni með  fögnuði."
Efalaust er sá hugsunarháttur, sem í orðum þessum felst, heilnæmur frá félagslegu og heilsu farslegu sjónarmiði. Engum hlýst af því böl, er sorgin skrælir sálina öllum æðri sem óæðri tilfinningum, uns hún stendur ein eftir og umhverfis í sjálfsmeðaumkun. En þó. Þó er um við einungis mannlegar verur, og enginn, hversu heimspeki lega og fræðilega sem hann litur hin ýmsu fyrirbrigði mannlegrar tilveru, getur hjá því komist að greina í lífi sínu og sál spor, sem nákominn ættingi eða vinur hefur í þau markað, og ásamt öðrum áhrifavöldum móteð skaphöfn hans og dagfar.

Á barns og unga aldri verður hver og einn fyrir ótali áhrifa frá umhverfi sínu, en oftast er það ekki fyrr en fullorðins árin nálgast, að skilningur á áhrif um þessum tekur að vakna — skyndilega rennur upp fyrir hverjum og einum, hvað og hver hann er i raun og veru. Í leikriti sínu um mikilmennið Thomas More, lætur höfundurinn, Robert Bolit, Thomas More spyrja hertogann af Norfolk, hvort ekki fyrirfinnist i honum ein einasta sin, sem aðeins sé Norfolk og ekkert annað. Hér snertir Bolt hina stóru spurningu um það fyrirbæri, sem nefnt er persónuleiki, og hve mikið af honum sé í rauninni manns eigið.

Og nú, þegar elskuleg frænka hefur kvatt í síðasta sinn, hefi ég það sterklega á tilfinningunni, að allt í fari hennar, skap höfn og persónuleika, hafi verið hennar eigið — allir þeir eiginleikar, sem hún var búin í svo ríkum mæli, hafi verið hún, eiginleikar sem heiðarleiki, fórnarlund, eljusemi, æðruleysi og djúp virðing fyrir trúnni og fyrir arfleifð þjóðarinnar, þeim máttarstoðum, sem menning okkar stendur og fellur með. Þessir eiginleikar eru líklega þeir, sem heimur okkar þarfnast hvað mest á þessum tímum vélrænnar hugsunar, þar sem „félagslegt öryggi", eins og það svo haglega er orðað, er síaukið á kostnað frelsis, og ofannefndir mannkostir verða eins og vindgári í kaffibolla samanborið við pappírsbrimið.

Það er síður en svo tíska nú á dögum að flíka tilfinningum sínum eða leyfa sér að minnast með trega bernsku og æsku, en á þessari stundu kemst ég ekki hjá því að minnast bernskuára minna og allra þeirra, sem þeim eru tengdir. Og þær minningar eru - auk föðurhúsanna - órjúfanlega tengdar Hlíðarhúsi og þeim, sem það gamla, góða hús hafa byggt. Þar voru sögur sagðar, leikið, stutt og styrkt í þeim vandkvæðum, sem litið, vanmáttar barn ekki fékk við ráðið, góð ráð gefin og frætt um undur náttúrunnar, ekki hvað síst er þau urpu af sér vetrarhulunni í litla skrúðgarðinum, sem - frænka annaðist af stakri natni.

Og af og til var litið til hliðar með glettilegum skilningsglampa í augum, er lítil hönd læddist inn á milli rifsberjarunnanna til að njóta af gnægtabúri náttúrunnar, þótt oft væri það rýrt af veðraham hins norðlenska vetrar. Og oftar en ekki struku kinnarnar mildar, kærleiksríkar hendur, sem þrátt fyrir önn dagsins og barning mót oftum náðalausri Móður Náttúru, glötuðu aldrei tengslum sinum við rætur, er áttu sér aðsetur í hjarta úr skíru gulli.

Þegar tilfinningin um, að „Hin fagra nýja veröld" Huxleys sé á næsta leiti og nálgist okkur hraðar en svo, að við fáum fylgst með eða spornað við, getum við aðeins óskað þess a í öllu hjarta, að heimurinn megi ala fleiri og fleiri, sem eiga þá mannkosti, sem frænka var gædd i svo ríkum mæli, til að bera. Við syrgjum og söknum frænku, en hún á sér í hjörtum okkar eilífan íverustað, sem aldrei mun verða sviptur fegurð sinni og hreinleika — fyrir því hefur hún sjálf séð. Guð blessi minningu þína, elsku frænka, og styrki þína nánustu, sem nú sjá þér á bak, — ekki hvað síst hann, sem mest hefur misst, og gefi að fleiri þínir líkar eigi eftir að vaxa og dafna á jörðu hér og glæða það leiðar ljós, sem þú og þínir líkar hafa tendrað í hjörtum okkar, sem eftir lifum.

Jósep Blöndal.