Sigurður Sigurlaugsson, bifreiðastjóri og.......
Sigurður Sigurlaugsson (viðurnefni: Siggi sunnanvindur)
Upphaf neðan ritaðs, er að dóttir Sigurðar, hafði samband við mig og spurði hvort ég vissi hvernig nafngiftin "Siggi sunnanvindur" hefði komið við nafn hans. Ekki vissi ég það og ákvað að reyna að komast að því.
Ég byrjaði á Internetinu, þar var fátt um Sigga, en ég mundi eftir honum og vissi að hann bjó á Siglufirði og vann ma. við að steypuvinnu vegna nýsmíði á nýrri löndunarbryggju SR árin 1965-1966, þar sem ég var einnig.
Þá
spurði ég um nafngiftina á Facebook, og svörin komu víða frá, á fésinu, tölvupóstum og síma.
------------------
Frá Viðari Jóhannssyni: Sigurður
var með hjólbarðaverkstæði í bakhúsi við Aðalgötu 13 Siglufirði.
Stofnaði síðan flutningafyrirtæki með Jónmundur Hilmarsson. Þeir voru með
afgreiðslu niðrá Hafnarbryggju hjá Jóa Guðna.
Hann bjó í bakhúsi "Sigurðar Guðjónssona bakara", bak við sjálft bakaríið og Grundargötu
bak við Billann. Brauðbúð bakarans og veitingastaður hans var við Lækjargötun. (síðar Billinn)
Annað sem vitað er um Sigurðurð Sigurlaugsson, er að hann virðist hafa fengið
viðurnefnið "Siggi sunnanvindur"
Hann vann um tíma sem flutningabílstjóri hjá Birgir Runólfsson.
------------------------------
Vitnisburður Ómars Möller: Hann hefur grun um að hann hafi fengið viðurnefnið Sunnanvindur, af því það heyrðist vel í honum.
Man vel eftir honum þegar hann var að koma með húsgögn í Bólsturgerðina þegar
hann var að keyra hjá Birgi Runólfssyni.
Ágætis náungi.
---------------------------
Siggi vann líka við gerð strákaganga, mjög hress og skemmtilegur náungi.
----------------------------
Smá ættfræði : Siggi var hálfbróðir Hreins Þorgilssonar frá Grindum í Deildardal (sammæðra) og samfeðra Ágústi Sigurlaugssyni
í Ólafsfirði (tengdapabbi Kristins Steingrímssonar)
---------------------------
SK: Ekki eru ættingjar með öllu sammála um undir ritað.
--------------------------------------------------------------
Vitnisburður Runólfs Birgissonar: Sigurður sunnanvindur vann sem bílstjóri hjá pabba (Bigga Run) !!
-----------------------------------
SK. Ekki þætti mér ólíklegt
að hjá Bigga Run hafi Siggi fengið viðurnefnið Sunnanvindur, þar hafi sjálfur höfðinginn Birgir Runólfsson átt hugmyndina, en hann var gáskafullur eins og við hinir eldri vitum.
-----------------------------------------
Heimild Siggi Jonas :>
Gamall félagi pabba (Sigga sunnanvinds) sagði mér þá sögu að þegar hann var í vöruflutningunum hefði komið mikil hríð og snjókoma sem olli því
að hann þurfti að fara útúr bílnum að keðja og gert það á stuttermaskyrtu án þess að finna til kuldar.
Því væri líkt og heitur sunnanvindur fylgi honum.
Þaðan hefði viðurnefnið Siggi sunnanvindur komið.
-------------------------------
Minnisbrot dóttur hans; Guðfinnu Sif Sigurðardóttur:
Seinna skiptið sem við bjuggum á Siglufirði þá bjuggum við í húsi sem var bak við hótelið, er búið að rífa það ? ---
það var mikið fjör þar í sundinu fyrir framan það hús þegar voru böll á hótelinu, karlarnir voru ýmist að míga eða slást og var þetta hin besta skemmtun að horfa á.
Pabbi vann líka við Strákagöngin
Við vissum ekki svo mikið um pabba áður en við komum til, hann var frekar þögull um fortíðina.
Ég man eftir þegar hann var á þessum snjóbíl á Siglufirði,
Mynd neðar
-----------------
SK: Húsið er fyrir löngu farið, farið, var rifið. Þar bjó í "upphafi" Sigurður Guðjónsson bakari og fjölskylda.