Pétur Stefánsson frá Nöf
Pétur Stefánsson frá Nöf, áður til heimilis á Hverfisgötu 19, Siglufirði, andaðist á Hrafnistu Hafnarfirði aðfaranótt 15. desember 1988.
Dagblaðið Vísir - DV - 19. maí 1988
Pétur Stefánsson frá Nöf er níræður í dag.
Pétur fæddist að Litlubrekku í Skagafirði, sonur hjónanna Stefáns Péturssonar og Dýrleifar Einarsdóttur.
Eftir lát fóður síns flutti Pétur með móður sinni og systkinum til Siglufjarðar en þar bjó hann lengst af. Pétur byrjaði ungur til sjós og stundaði sjóinn í fjölda ára en eftir að hann kom í land starfaði hann á síldarplani, í síldarverksmiðjum og í íshúsi á Siglufirði.
Fyrri kona Péturs var Ólöf Jónína Gunnlaugsdóttir, ættuð frá Ólafsfirði, en hún lést í febrúar 1926.
Pétur og Ólöf Jónína eignuðust eina dóttur.
Síðari kona Péturs var Jónína Margrét Ásmundsdóttir frá Kleif í Eyjafirði.
Pétur og Jónína Margrét eignuðust sjö börn en misstu þrjú þeirra i frumbernsku. Jónína Margrét lést í janúar 1975.
Pétur átti fjögur systkini en á nú eina systur á lífi. Pétur dvelur nú á sjúkradeild aldraðra á Hrafnistu í Hafnarfirði.